Hvöt - 16.03.1948, Blaðsíða 17

Hvöt - 16.03.1948, Blaðsíða 17
H V ö T 15 fólkið var prútt og glatt og skemmti sér vel, eins og ungt fólk á a‘ð skemmta sér. Og á þessu var alls engin undantekning. Þó húsrúmið væri of Iítið þá var andrúmsloftið ekki slæmt. Formaður Sambandsins flutti þarna slutta og ágæta ræðu og fl. var til skemmtunar. Á þennan hátt þarf skólaæskan að starfa. f prúð- um leik, lieilhrigðum skemmtunum, námi, íþróttum, i öllu fögru og góðu. Og svona skemmtir fólk sér, þegar það cr svo þroskað að hafna öllum nautnalyfjum og þó sérstak- lega áfenginu. Og það, að maður verður svo lirifinn af að koma inn á skemmtisamkomur, sem fram fara eins og vcra her, er af því, að það er orðið svo fátitt, og sést tæp- lega nema hjá hindindisfólki. Með- an ég sat þarna inni hjá þessu ágæta fólki flaug mér margt i hug. Ég hafði alveg nýlega lieyrt lýsingu á skólaskemmtun, sem var hrein and- stæða við þessa. Það hefur sumt af því, sem sagt hefur verið af þeirri skemmtun, verið borið til haka, en hvað sem þvi líður er þó áreiðan- lega allt of mikið satt í þeim frá- sögnum. En vel á minnzt, skemmt- anir í þessum skóla, sem ætti að vera liinn virðulegasti, hafa oft vak- ið deilur. Fyrir það er hægt að girða, til þess er einfalt ráð. Á skóla- skemmtuninni 1. febr. sagði ég við kunningjá minn: „Það ætti að halda sýningu á svona samkomu til fyrir- myndar, hvernig á að skemmta sér.“ Og út frá því datt tnér í hug tillaga, sem ég legg hér með fyrir sam- handsstjórnina. 1 liaust þegar skóla- skemmtanir og skólaveizlur eða- samkvæmi byrja hér i höfuðstaðn- um, þá ætti að taka kvikmyndir af öllum slíkum samkomum, og verð- laun veitt í lok skólaársins fyrir þær beztu og fegurstu. Myndirnar ætti að taka á mismunandi tímum, og þannig að full liugmynd fáist um það, sem fram fer, þar til samkom- unum er lokið. Þá þarf ekki að deila um, hvernig samkomurnar hafi far- ið fram, og ætti það að vera öllum skólum lcært. Samkeppni um prúða og fagra framkomu í skemmtana- Iífinu ælti að vera heilbrigð, og ís- lenzku þjóðinni til góðs. En svo var það aftur skemmtunin 1. fehr. Þeg- ar ég gekk út og kvaddi form. og þá aðra úr stjórn, er ég náði til, svo og unga fólkið, sem þarna var, þá var mér sú hugsun efst í huga, að ef æskulýður íslands lifði og slarfaði og aflaði sér menntunar í svipuðu andrúmslofti og þarna ríkti, og lifði eftir sömu reglum, þá væri framtíð þjóðarinnar horgið. Með þakklæti fyrir dagana tvo og kvöld- ið. Djwfladans. Djöflcir sitja drengjum á, drottinn má því hrökkva frá, hlæja þá djöflar og dikta nið um drottin og væla í ergi’ og gríð; í klettum má heyra hlátraskölt, i hellum skemmta sérgrýlur og tröll, og helvíti logar af lostanna óði, því lifið er orðið að djöflanna blóði. Hörður Þorlcifsson.

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.