Hvöt - 16.03.1948, Blaðsíða 27

Hvöt - 16.03.1948, Blaðsíða 27
25 H V Ö í vínveitingar engar. Samt var allt íarið að flæða í víni inni i salnum, og var háttalag fólksins, sem var mestmegnis unglingar innan við tví- tugt, auðvitað eftir því. Allt í einu opnuðust dyrnar og inn kom miðaldra maður og taláði nokkur orð við dyravörðinn, en gekk síðan í salinn og' svipaðist um. Hann var auðsjáanlega að leita að ein- liverjum. Loks staðnæmdist liann við borð úti í horni. Við þetta horð sátu tveir ungir piltar, dauða- drukknir, og í fanginu á öðrum þeirra lá unglingsstúlka, á að gizka 14—15 ára, og var hún álíka á sig komin. Maðuriinn tók stúlkuna og har liana út í bíl, sem stóð fyrir utan. XJti í bílnum sat kona, og tók hún á móti stúlkunni, þegar maður- inn kom með hana. Síðan óku þau burt. Þetta voru auðsjáanlega for- eldrar stúlkunnar, og má hugsa sér hugarástand þeirra, er þau óku Iieim með barnið sitt, ekki komið uf barnsaldrinum, þannig á sig kom- ið. Svona má nefna ótal dæmi um, livað margir foreldrar vcrða að líða mikið vegna barna sinna, sem þau fórna öllu fyrir. Það er hægt að ímynda sér, hve sorglegt ])að er, að sjá biirn sín fara glöð og ánægð út að skemmta sér, en verða svo að laka á móti þeim drukknum og illa útlítandi seint og síðar meir um nóttina. Unglingarnir geta kannske sagt sem svo, að fyrst fullorðna fóllc- ið hafi drykkjuslcap og óreglu fyrir þeim, þá farist því ekki að vera neitt að prédika um bindindi og annað, en ætti að reyna að bæta sig sjálft. En unga fólkið, sem síðar á að erfa landið og sjá hag þjóðarinn- ar betur borgið en nii er, ætti að hafa þann metnað að rísa í þessu efni algjörlega upp á móti eldra fólkinu og sýna, að einhver dugur er til í æskunni. En því miður eru alltof margir unglingar, sem heldur vilja sitja inni á kaffihúsúm á kvöldin, í reykj arsvælunni og óloft- inu þar, heldur en að stunda holl- ar og góðar íþróttir i frístundum sínum. En það er ekki nóg að taka öllum ræðum um þelta mál með dynjandi lófaklappi og góðum áformum; framkvæmdirnar vex-ða að vera einhverjar. En þær eru sáralitlar ennþá í þessu máli sem mörgum öðrum. Það er til dæmis búið að vera lengi á dagskrá að reisa æsku- lýðshöll, skautahöll og alls konar hallir, en ekkert útlit er fyrir að þær verði til á næstunni. Og ekki verða þær til í ímyndunarheimi, svo mik- ið er vist. Það mál, sem nú er efst á dagskrá, er ölfrumvarpið. Alls staðar að af landinu, frá öllum kvenfélögum og' allskonar samtökum, koma fram áskoranir um að fella frumvarpið, og það er líka hið eina rétta, sem hægt er að gera i þessu máli. Því að eins og sakir standa, er það að- eins að bæta gráu ofan á svart ,að fara að framleiða áfengl öl, ]>ví að ])að mundi aðeins leiða til þess að börn færu að venja sig á að drekka það. Það þarf enginn að ímynda sér það, að drykkjuskapurinn myndi minnka, því að þeir menn, sem einu sinni eru farnir að neyla. áfengis,

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.