Hvöt - 16.03.1948, Blaðsíða 31

Hvöt - 16.03.1948, Blaðsíða 31
H V ö T 29 Þuríður Kristjánsdóttir, Kennaraskólanum: RÆÐ A ít// í Samuinnvtóbóíanuni 31. jan. ó.í. Það. er kunnara en frá þurfi að segja, að áfengi og áfengisnautn iiafa fylgt okkur Islendingum frá upphafi íslands byggðar og fram á þennan dag. Sízt hefur dregið úr henni, þrátt fyrir rneiri menningv og hetri þekkingu á skaðsemi henu ar. Afleiðingar áfeng'is, bæði skamm> vinnar og langvinnar, hindra menn ekki í að neyta þess. Þessar afleið- ingar vita allir hverjar eru. En fyrst að öllum mönnum, sem á annað borð vilja hugsa um það, er ljós sá voði, sem þjóð og þegnum stafar af áfenginu, er þá ekki ein- kennilegt, að alltaf skuli sitja við sama í þessum málum? Þorum við, sem viljum vinna gegn áfenginu ekki að gera neitt, eða getum við ekkert gert. Jú, við getum margt, en við þurfum að fá fleiri með, því að „smneinaðir stöndum vér, en sundr- aðir föllum vér.“ Það eru margir, meira að segja innan skólanna, sem í hjarta sínu fylgja okkur að málum, en fela sig hak við og þora jafnvel ekki að játa afstöðu sína til hind- indismálanna. Það cr lítið gagn í slíkum liðsmönnum. Hvað er að ótt- ast? Málstaðinn? Álit félaga ykkar, sem eru á annarri skoðun?, eða e. t. v. eitthvað annað? Nei, kærið ykk- ur kollótt mn annarra álit, því um ' málstaðinn þurfið þið ekki að efast. Það er alveg óliætt að koma með og muna, að „sé merkið hreint, sem hátt og djarft þú her, snýr hindrun sérhver aftur, sem mætir þér.“ Hafið þið, sem ekki liafið tekið ákveðna afstöðu gegn áfenginu, at- hugað, hvilika ábyrgð þið takið á ykkur? Það livílir ábyrgð á öllum vegna þess eins að vera til. Það hvílir áhyrgð á okkur öllum, sem horgurum i hinu íslenzka þjóðfé- lagi, en það livílir enn meiri ábyrgð á þeim, sem á beinan eða óbeinan liátt stuðla að því, að áfengisneyzla helzt. Þeir menn, með stjórn lands- ins í broddi fylkingar, hera ál)yrgð á öllum þeim, sem áfengið hefur leikið grátt, öllum þeim, scm hafa breytzt úr nýtum horgurum í and- lega og líkamlega sjúklinga, þeir bera ábyrgð á öllum þeim heimil- um, sem það hefur lagt í auðn, allri

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.