Hvöt - 16.03.1948, Blaðsíða 24

Hvöt - 16.03.1948, Blaðsíða 24
22 H Y Ö T aðferð i fjármálum, þar sem til- gangurinn einn helgar meðalið, og' ríkið sér þannig fyrir því að sjúkl- ingarnir fáist nægir á nýju spital- ana. Því skal ekki leynt, að spítal- arnir eru bráðnauðsynlegir, en þetta er vafasöm aðferð til að afla kostn- aðarfjár við byggingu þeirra og rekstur. Hún er a. m. k. ekki bein- línis aðgengileg frá margra sjónar- miði. Það befur verið sagt, að lmeigð til. drykkjuskapar sé ekki liægt að bæla niður frekar en aðrar fýsnir mannsins. Þeir, sem balda þessu fram, eru heldur grunnvæðir i rök- unum. Enginn maður hefur nokkru sinni fæðzt með hneigð til vínneyzlu eða haft liana, fyrr en hann liefur fundið áhrif áfengis í fyrsta sinni. „Upprunalega er áfengisnautn ekki afleiðing af drykkjufýsn, heldur er drykkjuskapur afleiðing af áfengis- nautn“, en svo æxlast hvað af öðru. Að tala um cðlislægar fýsnir manns- ins í þessu sambandi er því hrein vitleysa. Hér hefui' verið reynt að sýna fram á það, að engar fullnægjandi sannanir séu til fyrir því að nýtt heilbrigði skapist i, áfengismálum j)jóðarinnar, þótt framleiðsla verði hafin á áfenga ölinu. Og það hefur verið reynt að sýna fram á hið gagn- slæða, sem af því geti hlotizt. Eitt er eftir að minnast á. Það er ölið sem útflutningsvara. í greinargerð frumvarpsins segir, að með þessu muni takast að mynda nýjan tekju- lið í úlflutningsverzlun þjóðarinn- ar. Þetta er aðeins fullyrðing. Óvíst er að Nm'ðurlandaþjóðirnar vilji flvtja inn öl til sin frá íslandi, þar eð þær geta framleitt og framleiða öl með minni tilkostnaði og lægra kaupgjaldi til verkafólks en við. Og svo mundi flutningskostnaður leggj- ast á það líka. Sama má segja um Englendinga. Og Ameríka hefur næga stóriðju. Þetta verður því að teljast byggt á sandi fullyrðinga einna. Þeir, sem ætla sér að grundvalla framtíðarþjóðfélag tslendinga á sannri menningu, verða að berjast móti áfengi í livaða mynd, sem ])að kann að birtast í. Þeir mættu í þessu sambandi vera minnugir máltaks- ins: Ekki er sú músin, sem læðist. betri en sú, sem stekkur. Þeir, sem vilja hafa áfengið, verða að skilja, að um leið taka þeir á sig ábyrgð- ina fyrir öllu því, er glatast af starfs- orku, siðferðisþreki og lífshamingju þeirra, er þess neyta. Þeir ábyrgjast mannslífin, er þannig kunna að eyðileggjast. Séu þeir ekki reiðu- búnir til þess,verða þeir að kannast við ])að, að áfengi eigi ekki að vera verzlunarvara og ætti aðeins að vera til í lyfjabúðum hjá samvizkusöm- tmi mönnum, sem er' trúandi til að misnota það ekki. Það er siður en svo, að ég vilji telja drykkjumann verri að eðlis- fari og upplagi hcldur en hinn. Bindindismenn eru misjafnir, og breyzkir, hver á sínu sviði, rétt eins og hinir. Ýmsir þeirra, sem nú berj- ast móti víninu, hafa neytt þess ein- Iiverntíma áður, jafnvel að stað- aldri, vita því að eigin reynd, livað það er að eiga i baráttu við það. Þeir skilja afleiðingar þess, og tala

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.