Hvöt - 16.03.1948, Blaðsíða 19

Hvöt - 16.03.1948, Blaðsíða 19
H V Ö T 17 Bindindisfélög í skólum. Fréysteihn Gunnarsson, skólastjóri: Stundum hef ég verið að því spurður, livort ég teldi bindindisfé- lög í skólum eiga rétt á sér eða vera nauðsynleg. Á það hefur verið bent, að bindindi, svo scm önnur regln- semi, mcðal skólanemenda væri svo sjálfsagður lilutur, að ekki þyrfti fé- lagssamtök til. Um nauðsyn þess, að skólanemendur séu reglusamir, ber öllum saman. Ekki þarf orðum að því að eyða, livers virði það cr þcim sjálfum, skóla þeirra og framtíð ]>ess þjóðfélags; sem þeir eiga að vinna fyrir síðar meir. Með reglu- semi á ég þá ekki eingöngu við það, að þeir afneiti víni og tóbaki. Fleira er það, sem gæta þarf, margt annað, sem glepur. En það, sem er sjálfsagt, er ekki alltaf sjálfrátt. Freistingar verða hér margar á vegum æskulýðsins. Fram hjá þeim verður ekki komizt. Eina ráðið að standast þær. Boð og bann skóla og skólastjóra kann að liafa nokknr áhrif, þó liklega oftast minni en ætlað er. Ég er ekki í vafa um, að frjáls samtök nemenda sjálfra er þyngra á metunum, enda hvgg ég, að reynsla sú, sem þegar er fengin af bindindisfélagsskap skólanna, sýni það, að hann eigi fullan rétt á sér. Þar hj'gg ég, að sé ist upp götuna, og liverfur út í myrkrið. Vafalaust er hann að fara til drykkjufélaga sinna. Ef að vanda lætur, kemur liann ckki lieim fyrr en langt er liðið á nótt, og þá dauða- drukkinn. Ég lít snöggvast yfir til gömlu konunnar. Hún situr á kollustóln- um sínum við eklavélina og þurrk- ar nokkur tár, sem falla niður Inukkóttar kinnarnar. En getur nokkur láð henni, þó hún gráti? Þessi dóttursonur hcnnar var það cina, sem hún hafði að lifa fyrir, síðan dóttir hennar dó. Hann var sá eini, sem hún gat vænzt styrks af í ellinni. En hvernig fór? Þessi indæli drcngur hennar hafði orð- ið Bakkusi að bráð. Ilann lenti i slæmum félagsskap og þoldi’ ekki freistinguna. Það litla, sem hann vann sér inn, fór í tóbak og áfengi, svo að ekkjan sá ekki önnur úrræði en að fara á sveitina, ef henni yrði lengra lífs auðið. Og hvað yrði þá um drenginn hennar? Þessi spurning nagaði sifellt hjarta henn- ar. Átti liann að verða skotspónn örlaganna allt sitt líf? Og hverju átti hann að svara fyrir dómstóli Drottins? Ætli ævistarf sliks manns yrði þungt á metaskálum dómarans mikla? En hún er ekki sú eina, sem hinar „gullnu veig- ar“ Iiafa leikið svo grátt. Hversu margir eru ckki þeir, sem liafa orð- ið að horfa á björtustu vonir sinar og- lífsgleði drukkna í flóði áfengis- ins. Og guð einn telur þau tár, sem fallið hafa á altari vínguðsins.

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.