Hvöt - 16.03.1948, Blaðsíða 5

Hvöt - 16.03.1948, Blaðsíða 5
II V Ö T 3 i Þau höfðu öll séð menn dauða- drukkna og ekki verið hrifin af þeirri sjón. Og þau höfðu heyrt sagt frá'því, að ungir menn hefðu farið að heiman með nesti og nýja skó, al- veg eins og þau gerðu, — og eins og ungt skólafólk alltaf gerir, — en komu heim aftur sem drykkjumenn og meiri og minni ógæfumenn, af því að þeir neituðu ekki fyrsta staupinu. Og ýmsir fleiri ennþá raunalegri sögur höfðu þau heyrt. Samt voru þau svo forvitin, — gátu hókstaflega ekki stillt sig né við sig ráðið, — að þau urðu að reyna sjálf, hvernig þetta var. Kannske það væri lika gaman að stökkva út í eldinn og vita, hvort það væri nú satt, að maður kæmist ekki hjá því að brenna sig? Og kannske dytti einhverjum í hug að segja, að ekki þyrfti hún Gunna að brenna sig', þótt hann Jón hefði reyndar ekki komizt hjá því? Flestir myndu þó hrosa að svona barnaskap og segja, að þessu fólki veiti ekki af því að ná sér í hind- indið á óvitaskapinn sinn. En þeir menn, sem stóðu að stofn- un bindindisfélaganna, vildu binda fleira og' fjö.tra en óvitaskapinn. Þeir sögðu sem svo, að óvitaskapur væri nú ekki annað en óvitaskapur, og hann ætti að vera viðráðanlegur fyrir vitið i mönnunum. En öðru máli væri að gegna um óhraustleik- ann, kvillana og kvefið. Þá vandast málið, þegar reyna skal að halda slíku burtu eða leggja það í fjötra. En þejr, sem stofnuðu bindindis- félögin, töldu sjálfsagt að reyna. Þeir sögðu, að heilsuhreysti og heilhrigði byggist á tvennu: Annað væri að forðast allt það, sem veikl- aði líkamanh. Áríðandi vairi að gæta þess að vaka ekki of mikið, — ekki vera í vondu lofti, ekki klæða sig illa, ekki reyna of mikið á sig, ekki drekka of mikið kaffi, ekki reykja og ekki drekka áfengi. Hitt væri að kappkosta allt það, sem héldi heilbrigðinni við og stældi likamann, stunda leikfimi, sund, göngur, kappleiki ýmis konar, vera mikið úti, reyna hæfilega á sig. Á þennan hátt, sögðu þeir, má halda vanheilsunni burtu. Og margir trúðu þeim. Enn þann dag í dag eru margir, sem trúa þessu, og sumir segjast meira að segja hafa reynslu fyrir þvi, að þetta sé satt. Og á kreppuárunum var oft rætt og bollalagt um fjármálin. Þá var erfiðara að ná í peninga en nú og hver skildingur verðmætari. Spar- semi og fjárhyggni var þá talin meiri dyggð en nú er. Þess vegna var þvi lieldur en ekki gaumur gefinn, þeg- ar bindindismennirnir i skólunum, bentu á, að eyðslusemi og ólióf fylgdi ævinlega i kjölfar drykkjuskapar og hvers kyns óreglu. Þetta liöfðu bindindismennirnir i skólunum að segja. Og þið megið trúa þvi, að það vakti athygli. Það lá nærri, að styrjöld yrði út af öllu saman. Sumir sögðu, að mest af þessu væri ósannindi og hitt ýkjur, og þeir, sem eitthvað vissu um „voðalega illa liðinn félagsskap“, sem áét Góðtemplararegla, og

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.