Náttúruvernd

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Náttúruvernd - 01.06.1932, Qupperneq 4

Náttúruvernd - 01.06.1932, Qupperneq 4
í vættirnar eru því líka landsverðir, og bægja ásælni og yfirdrottnun erlends valds frá þjóðinni. Hinsvegar tákna óvættir — meinvættir eða illvættir eins og þær eru kallaðar — ránhyggju; gróðurníðslu, drápgirni og veiðigræðgi landsmanna. Á tímabili 17. aldar stóð vald þeirra í blóma. Þá voru engin hlunnindi landsins vernduð eða ræktuð, en rántekjan var í algleym- ingi. Og enn í dag eiga illvættirnar ítök í huga sumra manna — þeirra, sem ekkert tækifæri láta ónotað til að fjandskapast við þá menn, sem starfa í anda hinna góðu vætta landsins. Vafalaust hefir trú fornmanna á hollvættir ráðið miklu um val á allsherjar þingstað íslendinga. Hæðir og fjöll voru bústaðir vættanna. Fjallhnjúkaraðirnir um- hverfis Þingvelli voru tilvalin heimili þeirra. Örnefnin á þessum slóðum er líka áberandi sönnun þess. Nöfn á fjöllum, sem kennd eru við vættir, má nefna Ármann, Skefil, Hrafn, Hlaðgerði, Hengil og Kálf. Ármann var verndarvættur Þingvallasveitar, og var gott á hann að heita. Hann átti í höggi við óvættir, er áttu heima í ná- grenni sveitarinnar og lengra í burtu, og bar ávalt sigur úr býtum í þeim viðskiptum. Hér er í raun og veru stríð milli ránhyggju og gróðurræktar; annað miðar að því að rífa niður og spilia náttúrugróðrinum en hitt að byggja hann upp og halda honum við. Hefir oltið á ýmsu með úrslitin. Góðvættir hafa ekki ætíð borið hærra hlut. Illar vættir fengu því áorkað, að Alþingi hrökklaðist burtu frá sínu eigin heimili á Þingvöllum. Og þær gerðu skóginum þau skil, að það tekur marga mannsaldra að rétta hann við aftur. Þar sem skógurinn var upprættur, hvarf jafnframt annar gróður, sem óx í skjóli hans. En þegar hann hvarf

x

Náttúruvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúruvernd
https://timarit.is/publication/1477

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.