Náttúruvernd - 01.06.1932, Qupperneq 6
6
landsins, hverju nafni sem þau nefnast, má skoða sem
innstæðu eða höfuðstól í banka eða sparisjóði. Ef vextir
af innstæðu í banka, og nokkuð af höfuðstólnum, er tekið
út árlega og eytt, fer svo að lokum, að innstæðan þrýtur.
Sama gegnir með hlunnindin. Ef þeim er rænt svo að
þau ganga til þurðar og nái sér ekki aftur, er auðsætt
hvernig fer. Þau hverfa með öllu. Sönnun þess er afdrif
geirfuglsins. Skógarnir hafa líka sína sögu að segja um
ofþjökun og miskunarlaust rán. Þar hirtu menn bæði
vextina og höfuðstólinn. Skógarkjarrið á Þingvallahrauni
eru ómerkilegar leifar af höfuðstól, sem náttúran hafði
komið þar á stofn. Með því að friða þær er reynt að
skila næstu kynslóð ofurlitlu af hinum rænda höfuðstól.
Bankahrun og óhöpp peningastofnana stafa venjulega frá
óskilvísum og óráðvöndum viðskiftamönnum. Og svo er
um forn bændabýli, sem rétt sézt votta fyrir í útjaðri
Þingvallaskógar. Þau hafa lagst í eyði — hrunið — vegna
vanskila og óreiðu ábúanda gagnvart náttúrugróðrinum.
Þeir hirtu bæði vextina og höfuðstólinn, og því urðu af-
leiðingarnar svo ömurlegar. Býli, sem enn .í dag lifa ná-
lega eingöngu á ránsafla úr skauti landsins, og standa
ekki í skilum við forðabúr náttúrunnar, eiga í vændum
hlutskifti eyðibýlanna.
Innan takmarka friðhelginnar á Þingvöllum er gert
ráð fyrir að leggja árlega alla vextina, af framleiðslu
náttúrunnar, við stofninn — náttúrugróðurinn — hvort
sem þeir heyra til jurta- eða dýraríkinu. Þess vegna má
enga jurt skemma þar eða skerða. Hin minnsta planta
sem hin stærsta, á að fá að lifa þar og deyja. Örlítil jurt
leggur líka skerf sinn, til höfuðstólsins, er síðar elur og
nærir næstu jurtakynslóð. Þetta gengur koll af kolli þang-