Náttúruvernd

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Náttúruvernd - 01.06.1932, Qupperneq 18

Náttúruvernd - 01.06.1932, Qupperneq 18
18 mylja moldina rækilega og kúffylla holuna. Ef holurnar eru gerðar haustið áður en gróðursett er, rotnar moldin og jafnar sig yfir veturinn og verður aðgengilegri fyrir plönturæturnar, að vorinu. Sé gróðursett í holurnar jafn- óðum og þær eru grafnar, þarf að þrýsta moldinni saman með fætinum, og raunar hvort sem er, er þá skóflunni stungið lóðrétt niður í miðja holuna, og helmingnum af moldinni mokað upp úr henni, verður þá lóðréttur veggur eftir skóflufarið; upp við hann er svo plantan lögð. Mold- ipni er síðan sópað að rótinni, og farið eins að og þegar gróðursett er í höggnar holur. Plöntur gróðursettar með hnaus. Þar sem birkiskógur er algerlega varinn fyrir skepnum, sáir hann sér ört út, ef hann á annað borð ber þroskað fræ. 1 útjöðrum skógarins, og þar sem rjóður eru, þýtur urm- ull af trjáplöntum upp með grasinu. Þar sem plöntur þess- ar vaxa þétt má grisja þær — taka þær upp hér og hvar, og flytja hvert sem vill, til gróðursetningar. Að jafnaði ætti þó ekki að taka upp stærri plöntur en 10—40 sm. háar. I kringum plöntuna er stungið á fjóra vegu, svo langt frá rótinni, að hún skaddist ekki, eða sem minnst. Sé jarðvegur þykkur og þéttur í sér, þar sem plantan er tekin, verður hnausinn keilumyndaður og helzt vel utan um rótina. Þurfi að flytja plöntuna langan veg, þarf að greiða rótina nákvæmlega úr hnausnum, og gæta þess, að hún skaddist ekki eða þorni meðan á því stendur, og flytja svo plöntuna í umbúðum. En sé aðeins um stuttan veg að ræða, sem plöntuna á að flytja, er hún látin vera kyr í hnausnum. Og þess er þá að gæta, að ekki molni utan af henni í flutningnum. Þar sem plöntuna á að gróðursetja með hnausnum, er grafin hola, hæfilega, stór fyrir hnaus-

x

Náttúruvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúruvernd
https://timarit.is/publication/1477

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.