Náttúruvernd - 01.06.1932, Blaðsíða 21

Náttúruvernd - 01.06.1932, Blaðsíða 21
21 íí áttúrn vernd. Algerð friðun verður jafnan öruggasta leiðin, sem menn geta farið, til að varðveita fágæt villt dýr og jurtir frá gereyðingu. Að vísu getur tamning og ræktun komið í staðinn fyrir friðun, en hæpið er, að mönnum takizt að veita þau skilyrði, sem hæfa hverri tegund. Enda er venja að lýsa friðun yfir tegundinni, þegar sýnilegt er, að hún er að því komin að deyja út, ef menn vilja ekki missa hana alveg, en ekki byrjað á að rækta hana. Enda þá orðið um seinan, ef illa tekst. Það er mikil þörf á að friða fugla hér á landi. Fyrst og fremst vegna þess, að flestir þeirra eða jafnvel allir gera þjóðinni meira gagn en ógagn. f öðru lagi eru fugl- arnir með þeim fegurstu og skemtilegustu dýrum, sem til eru, og í þriðja lagi til þess að halda tegundunum við, sem til eru á landinu. Slík friðun mun að vísu vera óvel- komin hjá mörgum, einkum þeim, sem gera fugláveiði sér að atvinnu eða drepa fugla sér til skemmtunar. Hér eru til fuglafriðunarlög, en þau eru brotin meira og minna og vettugi virt. Kemur það oft til af því, að sumum mönn- um finnst það meinbægni og óréttlæti að banna með lög- um að nota sér náttúrugæði landsins. Náttúruverndar- félag ætti meðal annars að hafa hér verkefni að vinna, kenna mönnum að virða, og hafa í heiðri friðunarlög þau, sem til eru og að auka þau og endurbæta. Hér skal þó ekki að sinni farið út í einstök atriði þeirra mála, sem náttúruverndarfélag hefði til meðferðar. En víst er um það, að verkefni fyrir slíkan félagsskap hér á landi, er nálega ótæmandi. Félaginu stæði opin leið

x

Náttúruvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúruvernd
https://timarit.is/publication/1477

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.