Fréttablaðið - 21.10.2020, Page 24

Fréttablaðið - 21.10.2020, Page 24
Ly f jaf y r ir t æk ið Cor i­pharma vinnur að því að ganga frá umfangs­mikilli fjármögnun sem ætlað er að renna stoð­um undir þróun á sam­ heitalyfjum. Ef ætlanir Cori pharma ganga eftir – en starfsemin byggist á þeirri gríðarmiklu þekkingu á lyfja­ þróun sem uppgangur Actavis hafði í för með sér – mun það velta um 75 milljónum evra, jafnvirði 12,3 millj­ arða króna, árið 2025 og skapa 260 störf í þekkingargeiranum. Jónína Guðmundsdóttir, sem tók við sem forstjóri Coripharma í apríl, hefur farið vandlega yfir framtíðar­ plön lyfjafyrirtækisins, enda krefst lyfjaþróun mikillar fyrirhyggju. Hún segir mikinn áhuga á því að reisa við burðugt þekkingarfyrir­ tæki á Íslandi. „Við sjáum fram á að vera komin með stöðugan rekstur í lok árs 2023 en þangað til stefnum við á að fjár­ festa talsvert í lyfjaþróun,“ segir Jónína í samtali við Markaðinn. Coripharma sótti 2 milljarða króna í nýtt hlutafé í febrúar og hefur nú hafið annað fjármögn­ unarferli sem er í umsjón Kviku eins og hið fyrra. Umfang fjármögn­ unarinnar, sem félagið stefnir á að klára snemma á næsta ári, nemur 2,5 milljörðum króna. Viðræður hafa átt sér stað við núverandi hluthafa, innlenda fjár­ festa og einnig innlenda fagfjár­ festasjóði sem lífeyrissjóðir koma að. Aðspurð segir Jónína ólíklegt að erlendir fjárfestar taki þátt í þessari fjármögnunarumferð. „Við teljum okkur enn eiga inni hjá íslenskum fjárfestum og það má segja að Coripharma haki í mörg box sem eru í umræðunni í dag. Þetta er félag í þróunar­ og tæknigeiranum sem stefnir að því að tvöfalda starfs­ mannafjöldann á næstu fimm árum. Við erum að byggja upp þekkingu og endurvekja lyfjaframleiðslu í land­ inu. Það er erfitt að finna góð fjár­ festingatækifæri þegar vaxtastigið er svona lágt og fá félög í Kauphöllinni eru á miklu vaxtarskeiði. Raunar held ég að Coripharma gæti vel átt heima í Kauphöllinni eftir árið 2025,“ segir Jónína. Stærstu hluthafar Coripharma eru framtakssjóðurinn TFII, sem er í stýringu Íslenskra verðbréfa, félag­ ið BKP Invest, sem er í jafnri eigu Bjarna og Kenneths Peterson, stofn­ anda Norðuráls, tryggingafélagið VÍS og Eignarhaldsfélagið Hof, í eigu bræðranna Sigurðar Gísla og Jóns Pálmasona. Á meðal fjárfesta sem bættust í hluthafahópinn á síðasta ári voru fjárfestingarfélögin Stálskip, Brim­ garðar, sem eru í eigu systkinanna Eggerts Árna, Guðnýjar Eddu, Gunnars Þórs og Halldórs Páls Gísla­ barna, og Eldhrímnir, en það er í eigu hjónanna Ingimundar Sveins­ sonar arkitekts og fjölskyldu. Þá er Pretium, félag í eigu Guðbjargar Eddu Eggertsdóttur, fyrrverandi forstjóra Actavis á Íslandi, einnig á meðal stærstu hluthafa. Skyndilegt tækifæri Coripharma hóf undirbúning verktökuframleiðslu á lyfjum fyrir alþjóðleg lyfjafyrirtæki með kaup­ um á verksmiðju Actavis í Hafnar­ firði á miðju ári 2018. Við kaup þess á lyfjaþróun Actavis í maí á síðasta ári, eignaðist Corip­ harma allar þróunar­ og framleiðslu­ einingar Actavis á Íslandi og starfa þar nú tæplega 100 starfsmenn, en nær allir eru fyrrverandi starfs­ menn Actavis. Lyfjaþróun Actavis átti að fylgja með risasölu á Medis, dótturfélagi Actavis sem heldur utan um sölu á hugviti samstæðunnar, til alþjóðlegs lyfjafyrirtækis, en þegar hætt var við söluferlið var ákveðið að ganga til viðræðna um sölu á þróun­ ardeildinni til Coripharma. „Upphaflega var gert ráð fyrir að Coripharma myndi einbeita sér að verktökuframleiðslu og byggja svo upp þróun til lengri tíma litið. En þegar skyndilega myndaðist tæki­ færi á að kaupa lyfjaþróun Actavis þá var stokkið til. Þetta var mikið gæfuspor því nú erum við með tví­ þætt viðskiptalíkan þar sem hvort vegur annað upp.“ Eins og hugtakið gefur til kynna snýst verktökuframleiðsla um framleiðslu fyrir önnur lyfjafyrir­ tæki, sem eiga hugvitið á bak við lyfin. Framlegðin er ekki mjög há en með kaupum á lyfjaþróun Actavis kemst rekstur Coripharma hins vegar upp á næsta stig. „Afurð lyfjaþróunar eru skrán­ ingarskjöl (e. dossier), sem eru í raun hillumetrar af pappírum með uppskriftum og öllum þeim prófun­ um sem staðfesta að samheitalyfið virki nákvæmlega eins og frum­ lyfið. Þarna erum við að tala um frumlyf með einkaleyfi sem rennur út á næstu árum og samheitalyfið getur þá komið inn á markaðinn,“ útskýrir Jónína. „Við sjáum um þróun lyfsins, skráningu og framleiðslu en gerum samninga við erlend lyfjafyrirtæki um að þau fái að dreifa lyfinu undir sínum eigin vörumerkjum. Sem sagt, við segjum við kúnnann að hann geti farið inn á markaðinn með okkar hugvit en á móti fáum við hlutdeild í sölunni.“ Markaður í miklum vexti Yfirleitt tekur þróunarferlið, það er frá því að þróunin er hafin og þangað til markaðsleyfið fæst, hátt í fjögur ár. Lyfjaþróun Actavis var hins vegar komin langt á veg með þróun nokkurra lyfja þegar hún var keypt yfir til Coripharma. „Við munum fá markaðsleyfi fyrir fyrsta samheitalyfið, sem er f logaveikilyf, áður en einkaleyfið rennur út í júní 2021 og höfum nú þegar skrifað undir samninga við viðskiptavini í Suður­Evrópu þar sem frumlyfið hefur verið hvað mest notað. Við klárum síðan þriðja „dossierinn“ á þessu ári og fjóra á næsta ári. Þetta er allt að fara á f leygiferð.“ Næstu ár munu því annars vegar helgast af því að afla verktökusamn­ inga við önnur lyfjafyrirtæki til að nýta framleiðslugetu verksmiðju félagsins í Hafnarfirði sem best og hins vegar að klára þróun og gera samninga um markaðssetningu á samheitalyfjum félagsins. Áform Coripharma gera ráð fyrir að fyrir­ tækið þrói fimm til sex lyf á ári. „Við erum búin að velja lyf til að setja á markað á árunum 2021 til 2025 og nú erum við að horfa á árin 2026 til 2030. Við veljum verkefni sem henta okkar verksmiðju og vélakosti,“ segir Jónína. Hún bendir á að markaðurinn sé í miklum vexti. „Ef við horfum á allan lyfja­ markaðinn á alþjóðavísu þá er gert ráð fyrir að hann vaxi að meðal­ tali um 2,6 prósent fram til ársins 2029. Samheitalyfin vaxa hraðar, um 3,8 prósent, og taka þannig til sín markaðshlutdeild á kostnað frumlyfja. Ef við köfum enn dýpra og skoðum þann markað sem Cori­ pharma er að einblína á, það er Coripharma sækir milljarða fyrir metnaðarfull áform í lyfjaþróun Lyfjafyrirtækið Coripharma vinnur að 2,5 milljarða króna fjármögnun til að renna stoðum undir lyfjaþróun. Rúmlega 12 milljarða króna tekjur á árinu 2025 samkvæmt viðskiptaáætlun og 260 störf. Byggja upp þekkingarfyrirtæki á grunni þess sem uppgangur lyfjageirans á Íslandi hafði í för með sér. Íslendingar verði atkvæðamiklir í alþjóðlegum lyfjaiðnaði og flestir vilja heim fyrir rest. Jónína Guðmundsdóttir starfaði fyrst hjá félagi sem var tekið yfir af Delta, sem varð síðar að Actavis. Þar starfaði hún á markaðssviðinu fram til ársins 2003 þegar hún fór til Medis, dótturfélags Actavis, og leiddi þar meðal annars viðskiptaþróun. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Þorsteinn Friðrik Halldórsson tfh@frettabladid.is Það er mikil ástríða fyrir því að byggja upp þekkingarfyrirtæki í lyfjaiðnaði á Íslandi. Og ég er í sambandi við fólk sem er starfandi hjá lyfjafyrir- tækjum úti um allan heim og það langar alla heim fyrir rest. Fólk minnir á sig. Stórt hlutfall starfsmanna í lyfjaframleiðslu sinnir gæðaeftirliti. 2 1 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R8 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.