Fréttablaðið - 21.10.2020, Síða 29

Fréttablaðið - 21.10.2020, Síða 29
 Við gerum tillögu að flokkunarkerfi og merkingum og komum með ílátin á staðinn. Sömuleiðis gefum við út flokkunar- leiðbeiningar og fræðslu- bæklinga. Birgir Kristjánsson, fram-kvæmdastjóri ráðgjafar- og gæðasviðs, segir að sífellt fjölgi þeim fyrirtækjum sem not- færi sér þjónustu Íslenska gáma- félagsins og taki upp ábyrga stefnu varðandi mikilvægi f lokkunar. „Ráðgjafar- og gæðasvið Íslenska gámafélagsins veitir ráðgjöf til fyr ir tækja og sveitarfélaga varð- andi f lokkun auk umhverfismála almennt. Umhverfisvitund fólks hefur aukist mjög mikið á undan- förnum árum, en þegar kemur að fyrirtækjum geta úrgangsmál verið flókin. Við sendum ráðgjafa í fyrirtækin, skoðum hvað til fell ur og í hvaða magni og finnum hent ugar lausnir sem henta hverju fyrirtæki fyrir sig. Með réttri f lokk un er hægt að hámarka um- hverfislegan ávinning og fjárhags- legan. Þótt mjög margir séu orðnir meðvitaðir um flokkun og endur- vinnslu er algengt að í fyrirtækjum vefjist þetta aðeins fyrir fólki,“ útskýrir Birgir. „Það má alltaf gera betur þegar kemur að flokkun úrgangs. Flest stærri fyrirtæki eru með metnað- ar fulla umhverfisstefnu þar sem vel er tekið á f lokkunarmálum. Úrgangsflokkar fyrirtækja geta hins vegar verið mjög margir en við aðstoðum fyrirtæki við að finna bestu mögulegu lausnina út frá umhverfislegu og fjárhagslegu sjón ar miði. Hjá smærri fyrirtækj- um þarf að finna hentugar lausnir svo hægt sé að flokka að minnsta kosti pappír, plast, málma og líf- rænan úrgang. Við bjóðum alls kyns lausnir, til dæmis að setja papp írs f lokkana saman með plasti sem við flokkum síðan í stöðinni hjá okkur. Við leigjum hentug ílát, sækjum þau og tæmum,“ segir Birgir og bendir á fræðsluna sem boð ið er upp á. „Það er mjög gott fyrir fyrir- tæki að fá sérfræðing frá okkur sem mælir þetta út og finnur góða lausn. Við gerum tillögu að flokk unarkerfi og merkingum og komum með ílátin á staðinn. Sömuleiðis gefum við út f lokk- unarleiðbeiningar og fræðslu- bæklinga. Fræðsla til starfsfólks um mikilvægi f lokkunar og sjálfa úrgangsflokkana er afar mikil- væg, til að góður árangur náist. Þá er einnig mikilvægt að starfs- fólk fái upplýsingar um árangur flokkunarinnar og þess vegna mæl ir umhverfissvið okkar með reglu legri f lokkunarfræðslu, til að viðhalda góðri f lokkun hjá fyr ir- tækjum og sveitarfélögum. Þessi fræðsla getur verið í formi fyrir- lestra, handbóka, eða minni bækl- inga,“ segir Birgir. „Við hvetj um til þess að allur úrgangur sé f lokk- aður og almenna sorpið á helst að vera eins konar neyðartunna sem eingöngu er notuð fyrir það sem ekki er endurvinnanlegt, eins og tyggjó eða grímur og hanska sem er mikið notað núna vegna COVID. Ruslafötur við skrif borð á skrifstofum eiga ekki að þekkjast lengur, en flokkunarstöðvar eiga að vera á aðgengilegum stað,“ seg ir hann. „Stundum getur verið erfitt fyrir fólk að átta sig á hvað er pappír og hvað plast. Þegar svo er leyfum við plastinu að njóta vafans þar sem við getum flokkað það frá hjá okkur. Ef það reynist ekki endurvinnanlegt þá lendir það í orkuvinnslu í stað urðunar. Allt sem við getum ekki endurunn- ið sendum við úr landi, til viður- kenndra aðila sem framleiða úr því orku til húshitunar.“ Meðal þeirra vara sem Íslenska gámafélagið býður upp á eru flokk un arílát af öllum stærðum og gerðum til að nota innan- og utan húss. Þar má helst nefna djúp- gáma, grenndarstöðvar, fjölhólfa flokk unarílát, maíspoka og margt fleira sem hentar fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum. Íslenska gámafélagið er að byggja upp nýtt svæði að Koparsléttu á Esjumelum. Ný flokkun ar lína verður tekin í gagnið þar næsta sumar. „Það er mikil þróun í gangi í umhverfismálum og alltaf eitt- hvað nýtt í gangi. Við finnum fyrir mikilli vakningu meðal fólks og allir að leita leiða til að endurvinna hluti. Einnig er komin meiri krafa á framleiðendur að láta frá sér endur- vinnanlegar umbúðir,“ segir Birgir. Aðstoða með flokkun og losun Íslenska gámafélagið veitir fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum ráðgjöf um flokkun til endurvinnslu og innleiðingu á flokkunarkerfum. Í ráðgjöfinni er leitast við að finna góðar lausnir. Birgir Kristjánsson er framkvæmdastjóri ráðgjafar- og gæðasviðs Íslenska gámafélagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Íslenska gámafélagið vill stuðla að skilvirkari og umhverfis-vænni leiðum við endurvinnslu og förgun, með því að hætta að líta á rusl sem úrgang heldur frekar hráefni sem má nýta. Á síðasta ári stóð fyr ir tækið fyrir átakinu „Hættum að urða“ og var tilgang- urinn með því að hvetja stjórnvöld til að finna betri lausnir en urðun sem förg un ar leið. Íslenska gámafélagið sendir nú almennt sorp til orkuvinnslu- stöðva þar sem það er brennt til orku framleiðslu. Orkan er svo nýtt til rafmagnsframleiðslu og húshit- un ar í stað óumhverfisvænni kosta, eins og kola og olíu. Það sem af er ári hefur fyrirtækið flutt út um 11.500 tonn af almennu sorpi til orkuvinnslu, sem annars hefði verið urðað. Með urðun tapast bæði efni og orka úr hringrásarhagkerfinu og því enginn umhverfislegur ávinn- ingur með þeirri förgunarleið. Á Íslandi er flokkun heimilisúrgangs svipuð og á Norðurlöndunum, sem þýðir að almenna sorpið hentar sér- staklega vel fyrir þessar hátækni- brennslur þar sem hráefnið er einsleitt og álíka orkuríkt og þar. En hvert fer þetta þá? Ef vel er gengið frá endurvinnslu- hráefninu, það er að segja ef það er hreint og flokkað rétt, þá endar það í endurvinnslu og helst þannig inni í hringrásarhagkerfinu. Inni- haldið úr Grænu tunnunni, sem er plastumbúðir, sléttur pappi, fernur, dagblöð, tímarit og annar pappír ásamt smáum málmhlut- um er f lokkað frekar í f lokkunar- skemmu Íslenska gámafélagsins. Hráefnið fer á færiband þar sem segull tekur um það bil 60% af málmunum frá en restin heldur áfram á bandinu þar sem það er handflokkað. Þannig er tryggt að allir málmhlutirnir endi í réttu ferli. Á færibandinu eru pappírs- flokkarnir og plastumbúðirnar flokkaðar og síðan er hver flokkur fyrir sig pressaður og baggaður til að nýta plássið í gámunum sem best. Í dag fer almenna sorpið til Danmerkur, pappírsflokkarnir og málmarnir fara að mestu til Hollands en plastumbúðirnar til Svíþjóðar. Þetta er í okkar allra höndum – Hugsum áður en við hendum og gerum okkar besta til að halda hringrásarhagkerfinu gangandi því það er öllum í hag. Fer allur úrgangur í sömu holuna? Stutta svarið er nei. Hver úrgangsflokkur á sinn feril og tilgangur með endurvinnslu er að spara auðlindir og koma í veg fyrir að fylla ,,holuna“ af hráefni sem annars væri hægt að nýta áfram. Almennt sorp er pressað í bagga og sent erlendis til orkuvinnslu. Á flokkunarbandinu er endurvinnsluhráefnið handflokkað í rétta flokka.  Bylgjupappi á leið til endur- vinnslu. MYNDIR/ AÐSENDAR KYNNINGARBLAÐ 5 M I ÐV I KU DAG U R 2 1 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 ENDURVINNSLA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.