Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.10.2020, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 21.10.2020, Qupperneq 30
Erla og Jónatan reka sauma-stofuna Ystagil í Garði. Þau hafa í gegnum tíðina verið mikið í því að laga tjöld. „Við höfum verið að nota gömul tjöld í viðgerðirnar, af því þau eru búin að hlaupa og veðrast, en núna þegar uppblásin tjöld eru mikið að koma inn þá er minna um tjaldviðgerðir,“ útskýrir Erla. „En við eigum svo mikið af tjöldum sem okkur hafa verið gefin eða við höfum keypt í Góða hirðinum. Það eru svo mikil verð- mæti í þeim að við tímum ekki að henda þeim. Maðurinn minn segir þess vegna: Hvernig væri að nota þessi tjöld og búa til marg- nota poka undir dósir og ýmis- legt? Og við slógum til.“ Pokarnir sem þau hjónin sauma eru á stærð við venjulega svarta ruslapoka. Á þeim er lykkja svo hægt sé að hengja þá upp og band til að binda fyrir þá. Pokarnir eru sterkir og sæmilega vatnsheldir. „Tjöld eru vatnsheld, en pok- arnir eru samt ekki gerðir til að geyma úti í langan tíma,“ útskýrir Erla. „En það getur til dæmis lekið úr f löskunum og dósunum í efnið og það er hægt að þvo pokana. Það má til dæmis setja þá í þvott með vinnufötunum.“ Erla segist hafa látið krakkana sína hafa poka en hún hefur líka reynt að selja þá þar sem þau hjónin eiga ógrynni af tjöldum og poka á lager. „Ég veit að margir hafa verið að nota gömul sængurver og þess háttar fyrir svona poka, en þau eru ekki eins sterk og tjöldin. Ég hef verið að selja pokana á 2.000 krónur stykkið en þrjá á 5.000. Þannig að þú græðir smá ef þú kaupir f leiri,“ segir Erla. Hún segir mestu vinnuna við pokasauminn vera að klippa tjaldið niður. „Ég er að vísu ekki að taka upp saumana, ég hef þá bara. En suma poka er ég lengi að sauma því ég nota allar pjötlur, hann verður þá kannski þrílitur eða röndóttur, svo eru sumir pokar einlitir. Ég reyni bara að nýta efnið eins og ég get.“ Erla segir að þau hjónin séu bara nýbyrjuð á að sauma tjald- pokana, en hún hefur þó verið að sauma alls kyns poka í mörg ár. „Ég hef saumað jólapoka lengi. Ég kaupi aldrei jólapappír. Ég sauma poka úr efni með jóla- mynstri og set gjafirnar í pokann. Efnið kaupi ég yfirleitt á útsölum. Svo saumaði ég innkaupapoka handa systrum mínum, það eru örugglega 23 ár síðan. Ég hef saumað innkaupapoka í mörg ár og til dæmis gefið öllum krökk- unum mínum,“ segir Erna og bætir við að henni hafi alltaf verið illa við plast, en hún hefur greini- lega verið á undan sinni samtíð í notkun fjölnota innkaupapoka. „Ég reyni að komast hjá því að nota plast. Ég nota plastpoka undir ruslið ef ég á ekkert annað, en ég kaupi þá ekki. Þessir burðar- pokar eru bara þvílík sóun, að kaupa einhverja fimm til sex poka undir vörurnar. Frekar set ég þær bara í innkaupakörfuna og tíni upp úr henni þegar ég kem í bílinn ef ég gleymi fjölnotapokunum mínum.“ Burðarpokar eru þvílík sóun Erla Vigdís Óskarsdóttir rekur saumastofu með manninum sínum Jónatani Ingimarssyni. Nýlega fóru þau að sauma ruslapoka úr gömlum tjöldum, en Erlu hefur alltaf verið illa við plastpoka. Erla Vigdís með pokana sem hún saumar úr gömlum tjöldum. MYND/AÐSEND Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@frettabladid.is Ég reyni að komast hjá því að nota plast. Ég nota plastpoka undir ruslið ef ég á ekkert annað, en ég kaupi þá ekki. STERKIR Í BROTAJÁRNI Við erum leiðandi í endurvinnslu brotajárns Hefur bíllinn þjónað sínum tilgangi? Fáðu greitt fyrir ónýta bílinn og Hringrás sér um ferlið við að farga honum. Kíktu inn á www.hringras.is 6 KYNNINGARBLAÐ 2 1 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 M I ÐV I KU DAG U RENDURVINNSLA

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.