Fréttablaðið - 21.10.2020, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 21.10.2020, Blaðsíða 36
Íslensku álframleiðend- urnir selja nánast alla sína framleiðslu til evrópskra viðskiptavina. Því mun hið nýja tollaumhverfi líklega styrkja þeirra stöðu. Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@frettabladid.is Markmið þeirra sem standa að g ininu Olafs-son er þríþætt: Ná fótfestu á íslenska mark- aðnum, hefja útflutning til fjögurra til átta landa, og loks selja í miklum mæli á erlendum mörkuðum. Þetta segir Arnar Jón Agnarsson, fram- kvæmdastjóri Eyland Spirits. Hluthafar f yrirtækisins eru nokkrir Bandaríkjamenn sem efnast hafa af fjárfestingum í Kísil- dalnum, Sigurjón Sighvatsson kvik- myndaframleiðandi og Arnar Jón. „Við náðum markmiðum okkar á Íslandi og erum að róa að því að hefja útf lutning,“ segir hann og nefnir að sala á gininu sé hafin í Sviss og horft sé til þess að selja til Englands, Spánar og fjögurra fylkja í Bandaríkjunum. „Við erum stórhuga,“ segir Arnar Jón. „Það ætti að vera komin hreyf- ing á málin um áramót.“ Að hans sögn er framlegðin af hverri sölu ekki mikil. Því þurfi að selja í miklum mæli. Arnar Jón segir að þeir sem standi að fyrirtækinu séu f jár- sterkir og það hafi opnað margar dyr fyrir fyrirtækið. Hluthafarnir séu þó ekki reiðubúnir að tapa háum fjárhæðum. „Við tökum eitt skref í einu með það að leiðarljósi að ná eins langt og við getum.“ Arnar Jón segir að hugmyndin að fyrirtækinu hafi sprottið í veiðiferð árið 2015 með Bandaríkjamönn- unum. „Ég er upprunalega úr veiði- bransanum,“ segir hann. Arnar Jón hafði um árabil Laxá í Ásum á leigu ásamt öðrum. „Okkur langaði til að framleiða íslenskt áfengi sem gæti keppt alþjóðlega,“ segir Arnar Jón. Lyk- ilatriði í markaðssókninni væri íslenskt vatn og hreint fram- leiðsluland. Hugmyndin hafi þó ekki komist á rekspöl fyrr en eftir veiðiferð þremur árum seinna. Við hafi tekið vandaður undirbúning- ur, „þetta reddast-hugarfari“ var haldið í skefjum eins og kostur var. Fleiri vörur Að hans sögn mun Eyland Spirits bjóða upp á fleiri vörur en gin. „Gin er fyrsta varan okkar. Gin er sá áfengismarkaður sem hefur verið í mestri sókn undanfarin tíu ár.“ Gin sé auk þess framleitt úr jurtum og því hafi eins mikið af íslenskum jurtum verið nýtt til framleiðsl- unnar og hægt var. Eyland Spirits leituðu til Breta til að þróa með þeim bragðið á gininu. Sú vinna tók um ár. „Bretinn hefur komið að þróun margra af frægustu ginum veraldar,“ segir Arnar Jón. „Við vildum að bragðið myndi end- urspegla Ísland; það væri ferskt með smá jörð, létt og auðdrekkanlegt og veitti fólki ánægju,“ segir hann. Að sögn Arnars Jóns hafi þeir hitt í mark með bragðið, því Olafsson hafi hreppt tvenn gullverðlaun í sumar. Í upphafi var lögð áhersla á að selja Íslendingum Olafsson ginið, til að sanna að varan ætti erindi á markað. „Við náðum markmiðum okkar á fyrstu þremur mánuð- unum. Markmiðin lutu að því hve margar vínflöskur yrðu seldar í Vín- búðinni, hve mikið í Fríhöfninni og hve mikið til veitingahúsa og kráa. Við settum okkur háleit mark- mið og erum í skýjunum með við- tökurnar. Við erum til að mynda í öllum Vínbúðum landsins. Augljóst var að markaður var fyrir ginið. En svo kom COVID-19. Það setur strik í reikninginn þegar nýrri vöru er hleypt af stokkunum,“ segir hann. Hvernig voru löndin valin sem selja á ginið til? „Við völdum markaði eftir stærð og áhuga á gini. Að sama skapi horfðum við til markaða þar sem við höfum sambönd og eins þar sem er áhugi á íslenskum vörum. Næstu skref hjá okkur eru að treysta okkur betur í sessi á íslenska markaðnum. Það koma nýjar og spennandi vörur á markaði eftir áramót.“ Arnar Jón segir að það sé dýrt að selja í miklum mæli til stórra mark- aða. Sendingarnar séu stórar. Vægi samfélagsmiðla mikið Hvernig stundið þið markaðsstarf á erlendum mörkuðum? „Erlendir markaðir eru eins mis- jafnir og þeir eru margir. Í Banda- ríkjunum byggir markaðsstarfið á að finna dreifingaraðila sem hefur áhuga á þinni vöru og metnað fyrir henni. Þetta er eins og gott hjóna- band, það þarf að finna rétta mak- ann ef vel á að ganga. Auk þess þarf að styðja dreifingarfyrirtækið með markaðsefni og fjármagni. Í Sviss skiptir dreifingarfyrirtækið ekki jafnmiklu máli, því salan fer mest fram í stórmörkuðum. Þar þarf því að gera samninga beint við stór- markaði. Það sem hefur komið á óvart er hve vægi samfélagsmiðla er mikið í markaðssetningu. Við verðum að vera virk á samfélagsmiðlum, enda erum við að keppa við samfélags- miðla stórfyrirtækja sem hafa verið lengi að. Það er mikil vinna fólgin í því að pósta þrisvar til fjórum sinnum á viku. Ef vel á að vera þarf ljósmynd- ara, textahöfund og hugmynda- smið. Yfir árið birtast mögulega 200 innslög, þar af 20 myndbönd, og póstur númer 197 þarf að vera jafn áhugaverður og efnið sem birtist fyrst. Til viðbótar þarf ný mynd að fylgja hverjum pósti. Við nýtum samfélagsmiðla til að auglýsa Ísland og íslenska tón- list. Einblínum ekki einvörðungu á Olafsson ginið.“ Er ekki dýrt að framleiða ginið á Íslandi og f lytja út? „Nei, í stóra samhenginu er það ekki. Það væri mun dýrara að fram- leiða ginið í miðríkjum Bandaríkj- anna þar sem fjöldi þeirra er fram- leiddur í Omaha. Það gefur okkur ómetanlegan slagkraft að koma frá Íslandi. Vissulega er framleiðslu- kostnaður hærri, en það skiptir ekki máli hvort gæðavara er tveimur Bandaríkjadölum dýrari eða ódýr- ari.“ Stórhuga í útflutningi á Olafsson gini Bandarískir fjárfestar frá Kísíldalnum og Sigurjón Sighvatsson í hluthafahópnum. Breti þróaði bragðið með forsprökkum Olafsson. Ginið vann til tvennra verðlauna fyrir bragðið í sumar. Ísland er lykillinn í markaðssetningunni. Hugmyndin kviknaði í veiðiferð. Arnar Jón Agnarsson, segir mikil verðmæti fólgin í því að framleiða ginið á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Heitir í höfuðið á Eggerti Ólafssyni Arnar Jón segir að Olafsson- ginið heiti í höfuðið á 18. aldar skáldinu og náttúrufræðingnum Eggerti Ólafssyni. Hann hafi ferðast um Ísland í kringum 1750 ásamt Bjarna Pálssyni og ritað ferðabók, fyrir tilstilli Konung- lega danska vísindafélagsins. Hann hafi birt nákvæma lýsingu á landinu og jurtum, og Arnar Jón segir að hann hafi ekki alltaf farið fögrum orðum um landsmenn. „Við höfum birt textabrot úr bókinni á samfélagsmiðlum.“ Að hans sögn var hægt að fara á dýptina með vörumerkið með því að tengja það við Eggert. „Miðinn á flöskunni, sem hann- aður er af frönskum listamanni, er byggður á ferðabók Eggerts. Hann var magnaður maður sem dó langt fyrir aldur fram, drukknaði ásamt eiginkonu sinni, skömmu eftir brúðkaup þeirra.“ Við tökum eitt skref í einu með það að leiðarljósi að ná eins langt og við getum. Gin er sá áfengis- markaður sem hefur verið í mestri sókn undanfarin tíu ár. Evrópusambandið hefur ákveð-ið að allt að 48 prósenta inn-f lutningstollar verði lagðir á kínverskar álvörur. Framkvæmda- stjórn ESB tilkynnti þetta á dög- unum, en rannsókn á innflutningi álvara af ýmsu tagi frá Kína til ríkja ESB, hefur staðið yfir síðan í febrúar. ESB hefur því fetað í fótspor Banda- ríkjanna í þeirri viðleitni að vinna gegn markaðsráðandi stöðu Kína á álmarkaði. Íslensku álframleið- endurnir selja nánast alla sína framleiðslu til evrópskra viðskipta- vina.  Því mun hið nýja tollaum- hverfi líklega styrkja þeirra stöðu á markaði. Rannsókn framkvæmdastjórn- arinnar á álinnf lutningi frá Kína hófst eftir að hagsmunasamtök álframleiðenda í Evrópu, European Aluminum (EA), sendu inn kvörtun vegna meintrar undirverðlagningar á kínversku áli á mörkuðum í Evr- ópu. Að sögn EA hafði innf lutn- ingur á kínversku áli til Evrópu tvöfaldast á árunum 2014 til 2019. „Áhrif innf lutningsins [frá Kína] hefur leitt af sér samdrátt í fram- leiðslu og minnkandi markaðs- hlutdeild evrópskra framleiðenda, sem hefur neytt fjölda fyrirtækja til að endurskipuleggja rekstur eða jafnvel loka verksmiðjum, með til- heyrandi atvinnumissi fjölmargra,“ sagði í tilkynningu vegna málsins. Innf lutningstollarnir eru á bilinu 30 til 48 prósent og öðluðust þegar gildi þann 14. október síðastliðinn. Rannsókn framkvæmdastjórnar- innar mun endanlega ljúka í apríl næstkomandi, en fastlega er búist við því að tollarnir verði þá festir í sessi til ársins 2026. Aðgerðir framkvæmdastjórnar- innar nú snúa að því að styrkja stöðu evrópskra framleiðenda gagnvart kínversku álverunum, en framleiðendur þar hafa ákveðna skattalega hvata til að f lytja út álvörur, en 15 prósenta útflutnings- tollur er á hreinu áli. Sá tollur fellur niður sé álið hálfunnið á einhvern hátt, og þar að auki fá kínverskir framleiðendur ákveðinn skattaaf- slátt við útf lutning á hálfunnum álvörum. Erlendir fjölmiðlar hafa greint frá því að það hafi því færst í vöxt á undanförnum árum meðal kínverskra álframleiðenda að stunda lágmarksáframvinnslu á álinu, til að njóta áðurgreindrar skattahagkvæmni sem hlýst af því. Málmurinn er svo aftur bræddur niður, gjarnan hjá milliliðum stað- settum í öðrum löndum, og seldur til  endanlegs viðskiptavinar  sem hreint ál. Bandarísk yfirvöld hafa raunar þegar hafið rannsókn á þessum viðskiptaháttum. Það er, að áfram- unnið ál sé f lutt frá Kína, aftur brætt niður í hrátt ál – til að mynda í Víetnam eða Mexíkó – og svo þaðan flutt inn til Bandaríkjanna án inn- flutningstolla, sem annars gilda um kínverskt ál. Samkvæmt greiningar- fyrirtækinu CRU, sem sérhæfir sig meðal annars í málmum, er allt að 95 prósentum af árlegum sex millj- óna tonna álútflutningi Kína í formi áframunninna álvara. – thg Tollar á kínverskt ál sem flutt er til Evrópusambandsríkja Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun leggja allt að 48 prósent toll á álvörur frá Kína og fylgir þar með í fótspor Bandaríkjanna MYND/AÐSEND 2 1 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R12 MARKAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.