Fréttablaðið - 21.10.2020, Side 54

Fréttablaðið - 21.10.2020, Side 54
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Örn Geirsson orn. geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Tónlistar- og tamninga-konan Fríða Hansen gaf út á dögunum lagið Nútíminn og skemmti-legt myndband með. Fríða segist vera sveita- stelpa í húð og hár, en hún starfar einnig sem tónlistar- og reiðkenn- ari. Hún segist hafa sýnt tónlistinni áhuga snemma. Ein af hennar fyrstu minningum sé um sig syngjandi hástöfum í bílnum lagið Nú liggur vel á mér, með pabba sínum. „Ég vildi helst hlusta á það aftur og aftur og söng hærra í hvert skipti, en þarna hef ég verið svona fimm ára, giska ég á,“ segir Fríða hlæjandi. „Í grunnskóla tók ég þátt í öllum söngkeppnum og leikritum, byrjaði að læra á blokkflautu eins og flestir íslenskir krakkar í 2. bekk og fór svo í gítar-, píanó- og söng- nám á unglingsárunum. Samkvæmt systkinum mínum og foreldrum var ég afar kotroskinn krakki með full- orðinslegan orðaforða. Bókaormur og spekingur. Það fór aldrei lítið fyrir mér,“ bætir hún við. Ástarjátning til lífsins Tónlistin sem Fríða er að vinna þessa dagana er einhvers konar rólegheita popptónlist, að hennar sögn. „Ég sem allt á íslensku. Textinn er yfirleitt spunninn út frá tilfinning- um tengdum náttúrunni, veðrátt- unni og fólkinu í kringum mig. Eins og lagið mitt Tímamót. Það varð til á haustdögum fyrir nokkrum árum þegar farfuglarnir voru að kveðja, græna grasið að verða gult og hita- stigið að detta niður fyrir frostmark. Þetta er einhvers konar ástarjátning til lífsins sem gengur sinn vanagang, það kemur alltaf haust eftir gott sumar og svo vor eftir veturinn. Ég þarf stundum að minna sjálfa mig á það. Lagið er popplag með djössuðu ívafi með fallegum texta, þó ég segi sjálf frá,“ segir hún. Lagið Tímamót segir hún marka ákveðin tímamót í sínu lífi, en lagið er það fyrsta sem hún gefur út. „Ég hef lengi verið á leiðinni að gefa út, en sambland af of frjóum huga og annríki á öðrum sviðum lífsins, hefur kannski aðallega staðið í vegi fyrir að ég hafi klárað þau lög sem ég á til. En ég vann lagið ekki ein, Stefán Þorleifsson, vinur minn til margra ára, spilaði inn píanóið og tók upp, og kom mér svo í sam- band við tónlistarmann búsettan í Kaupmannahöfn, Sigurdór Guð- mundsson, sem bætti við bassaleik, hljóðblandaði og fullvann lagið. Mér finnst okkur bara hafa tekist nokkuð vel til,“ segir Fríða. Skemmtileg verkefni Fríða samdi sitt fyrsta lag þegar hún var einungis tíu ára gömul og hefur því verið nokkuð lengi að, þrátt fyrir ungan aldur. „Það var píanóverk, samið á orgel sem afi minn átti, fótstigið níutíu ára Mannborg stofuorgel. Ég kann það enn þá og mun vonandi geta notað það í framtíðinni í ein- hver verkefni. Fyrsti textinn sem ég samdi fæddist svo sennilega í fyrsta bekk, en ég var alltaf að skrifa sögur,“ segir hún. Fríða segist vera með stór mark- mið fyrir næstu árin. „Mig langar líka að vera fyrir- mynd annarra stelpna og kvenna, sýna að allt sé mögulegt og það að vera maður sjálfur skipti mestu máli. Með því að láta mína eigin drauma rætast mun ég vonandi ná að hvetja aðra í kringum mig.“ Hún segist vera með nokkur ein- staklega skemmtileg verkefni í píp- unum. „Ég er að leggja lokahönd á lag sem ég er mjög spennt fyrir, og hef fengið ljóðskáldið og bókmennta- fræðinginn Hörpu Rún Krist- jánsdóttur, sem býr hérna hinum megin við ána, með mér í lið til að klára textann. Það að skapa er svo skemmtilegt að ég mun von- andi senda frá mér alls konar efni á næstu misserum,“ segir Fríða, sem kemur frá Leirubakka í Landsveit. Nýtur náttúrunnar Í sumar kom út lagið Lítið hús, með Hreimi úr Landi og sonum og Fríðu. „Við það lag kom út myndband sem Eiríkur Hafdal tók upp. Ég átt- aði mig þá á því að það að gera tón- listarmyndband þarf ekki að vera jafn f lókið og ég hafði haldið, og ákvað að heyra í Eiríki aftur með myndbandsgerð við lagið mitt. Við ákváðum að taka það upp í Heið- mörkinni, niðri við Elliðavatn. Það var mjög skemmtilegt, fengum fall- egan dag og náðum góðum skotum með dróna og myndavél,“ segir hún. Eins og áður kom fram hefur Fríða lengi verið í hestamennsku. „Ég hef verið á hestbaki síðan ég var barn og verið að þjálfa og keppa alla tíð síðan. Ég er sem sagt mennt- aður reiðkennari og tamningakona frá Háskólanum á Hólum og hesta- mennskan á nánast hug minn allan þegar ég er ekki að vinna við tónlist- ina. Mér finnst nauðsynlegt að eiga fjölbreytt líf og þessi tvö áhugamál og lifibrauð vinna enn þá mjög vel saman. Ég er líka mikil útivistar- kona, og er þess vegna frábært að geta slegið tvær flugur í einu höggi og verið úti að þjálfa hross og njóta náttúrunnar.“ Lagið Tímamót er hægt að nálg- ast á öllum helstu streymisveitum. steingerdur@frettabladid.is Tónelsk tamningakona úr Landsveit Á dögunum kom út lagið Tímamót, sungið og samið af tamninga- og tónlistarkonunni Fríðu Hansen. Hún segist hafa vera syngjandi frá því hún man eftir sér. Fríða samdi sitt fyrsta lag á níutíu ára gamalt fótstigið orgel þegar hún var einungis tíu ára gömul. Hún hefur verið í hestamennskunni frá barnæsku og kennir reiðmennsku. Fríða, sem er mikill dýravinur, með íslenska fjárhundinum Sunnu á fallegum haustdegi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI TEXTINN ER YFIR- LEITT SPUNNIN ÚT FRÁ TILFINNINGUM TENGDUM NÁTTÚRUNNI, VEÐRÁTTUNNI OG FÓLKINU Í KRINGUM MIG. MIG LANGAR LÍKA AÐ VERA FYRIRMYND ANNARRA STELPNA OG KVENNA, SÝNA AÐ ALLT SÉ MÖGULEGT OG ÞAÐ AÐ VERA MAÐUR SJÁLFUR SKIPTI MESTU MÁLI. 2 1 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R22 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.