Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Blaðsíða 14

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Blaðsíða 14
en hún varfrekar mikill villingur, svolítil ævintýrastelpa. Við erum að leika með sippuband þegar hún segir mér að snúa mér við og halda fyrir augum. Hún ætli að sýna mér töfrabrögð. Mér fannst ég bara líta undan stutta stund en þegar ég tók hendurnar frá augunum þá hékk hún í bandinu. Ég reyndi að halda um fæturnar á henni en hún var of þung. Ég man að systir hennar kom og reyndi að leysa hana og við hjálpuöumst að en gátum það ekki. Mamma hennar kom að okkur og reyndi að blása í hana lífi en hún var dáin. Þetta gerðist á föstudegi og um helgina þá fréttu þetta allir. í skólanum á mánudegi var sorgarstund og allir þögðu. Einn grét. Ég grét bara þegar ég kom heirn." Þér hefur liðið mjög illa? „Já, og eftir að þetta gerðist byrjuðu nokkrir eldri strákar að segja að hún hefói gert þetta viljandi og aó ég hefði hjálpað henni. Mér fannst það mjög erfitt. Þá kom einn strákur til mín, sem hafði bara verið kunningi minn, og sagði að þetta væri ekki mér að kenna. Ég hefói aldrei getað hjálpað henni af því ég væri of lítill og veikburða. Þessi strákur var eiginlega orðinn besti vinur minn þegar ég flutti frá Patreksfirði." Eyjólfi iíóur vel í Kópavogi en hann segist sakna náttúrunnar. „Það er of mikiö af húsum í Kópavogi en útsýnið úr blokkinni okkar er fallegt. Ég sakna þess samt aó hafa sjóinn ekki nálægt mér eins og á Patreksfiröi. Mér líöur samt best þegar ég er umkringdur háum trjám á írlandi. Það er svo fallegt." //Eini homminn ískólanum Pabbi hans er skilinn öðru sinni og Eyjólfur býr núna með honum og yngri bróður sínum í hárri blokk í Kópavogi. Hann segist halda góðu sambandi viö stjúpmóður sína og systur sem komi til þeirra feðga um helgar. Hann afgreiðir á kassa í Bónus þegar hann er ekki í skólanum. „Ég bara sit endalaust í stól og hreyfi hendurnar svona vélrænt," segir hann og hlær. „Fyrst fannst mér gaman. En þetta er svo einhæft að núna reyni ég bara að vera annars staðar í huganum.” Robin, yngri bróðir Eyjólfs er einhverfur „Hann er enginn venjulegur bróðir. Þegar við vorum litlir vorum við mjög nánir. Við skildum hvorn annan þótt hann gæti ekki talað. Núna getur hann skilið einfaldar setningar en við höfum frekar fjarlægst hvor annan. Það er samt ekkert erfitt að passa hann. Hann situr bara og tætir eitthvað niður. Ég sé systur mína á Irlandi sjaldan, en mér finnst við vera nánari. Við erum oftast góð við hvort annað en stundum rífumst við eins og hundur og köttur." Eyjólfur hefur eignast marga vini í Kópavogí og Reykjavík en hann eyðir líka miklum tíma í tölvunni. „Það getur verið aó ég fari til írlands til að búa hjá mömmu í smátíma en það hefur nú ekkert verið alveg ákveðið. Hún er mjög skemmtileg og hún dekrar rosalega mikið við mig.“ Hann segist enn sem komið er vera eini homminn í skólanum. Hann viti allavega ekki um fleiri. En það hafi ekki skapað nein vandamál. Hann hafi eignast bæði vini og vinkonur og svo sé hann líka mikið í tölvunni. Þá hefur hann áhuga á bókum og hestum. „Ég les aðallega ævintýrabækur eins og Artemis Fowl, þá finnst mér Dan Brown líka skemmtilegur höfundur. Svo er fjölskylda mömmu með hesta á írlandi og mér finnst mjög gaman að fara á hestbak þegar ég er þar.“ En hvað langar þig að gera þegar þú verður stór? „Ég ætla að verða sálfræðingur. Ég get kannski ekki leyst öll heimsins vandamál en ég er góður hlustandi. Mér finnst athyglisvert hvernigfólk hugsar og heilinn virkar. Kannski langar mig líka til að hjálpa krökkum sem eru í sömu sporum og ég í dag.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1493

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.