Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Blaðsíða 32

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Blaðsíða 32
Hið harðsnúna róðralið Gasellurnar, skipað konum úr Samtökunum '78, vakti oftar en einu sinni ósvikna athygli á sjómannadaginn. Hér er verið að fagna sætum sigri í garði félagsmiðstöðvarinnar við Lindargötu. //Taugatitringur íkvennahreyfingunni Árið 1983 birtist viðtal við tvær lesbíur, þær Lilju Steingrímsdóttur og Láru Marteinsdóttur í Helgarpóstinum, en þar með var þögnin um íslenskar lesbíur rofin. Viðtalið vakti gríðarlega athygli. Pabbi Lilju, þekktur athafnamaður í borginni og tólf barna faðir, varð hinsvegar æfur yfir viðtalinu og keyrði milli verslana og söluturna og reyndi að kaupa upplagið. Tvær aðrar lesbíur komu fram í sama blaði en af þeim birtust einungis skuggamyndir og viðtaliö var nafnlaust. Þegar líða tók á áratuginn kváðu fleiri lesbíur sér hljóðs í fjölmiðlum um kynhneigð sína, meðal annars höfundur þessarar greinar í sjónvarpsþættinum Geisla árið 1986. Þá birtist stór grein í tímaritinu Mannlífi árið 1987, þar sem rætt var við Elísabetu Þorgeirsdóttur, Stellu Hauksdóttur, Snædísi Þorleifsdóttur, Katrínu Jónsdóttur og undirritaða. Margar þeirra höföu verið virkar í starfi Samtakanna 78. Ein þeirra kvenna sem rætt var við í Mannlífsgreininni var Margrét Pála Ólafsdóttir en hún óskaði nafnleyndar en segir það í eina skiptið á ævinni. Fyrstu kynni hennar af Samtökunum ‘78 voru árið 1985 en Samtökin voru þá til húsa í Brautarholti. „Ég og þáverandi sambýliskona mín fréttum af kvennakvöldi á vegum samtakanna snemma á árinu 1985 og ákváöum að fara og hitta aðrar lesbíur," segír Margrét Pála. „Við fundum húsið í myrkrinu sem var þá staðsett í dimmu og drungalegu iðnaðarhverfi. Það var ekki hlaupið að því að komast upp á fjórðu hæð því að það var rafmagnslaust í stigaganginum. Eftir að hafa klöngrast upp stigana í myrkrinu fór aö berast til okkar niður af lágri tónlist og kvenmannsröddum. Við voru þá komnar í Samtökín ‘78.“ Löngun kvenna til að stofna sitt eigið félag vartil staðar en margar þeirra söknuðu þess að vera ekki sýnilegar undir merkjum kvennahreyfingarinnar en fyrir því var hefð í mörgum nágrannalöndum. Þekkt er sagan af bandarísku konunni sem kom á skrifstofu Rauðsokkahreyfingarinnar og spurði eftir íslenskum lesbíum. Konunni sem varð fyrir svörum brá nokkuð við og hún svaraði án umhugsunar. „Hér eru engar lesbíur." Hún hafði ekki fyrr sleppt orðinu en hún áttaði sig á því hvað þetta væri óviðeigandi og þar sem hún vildi heldur ekki að Bandaríkjakonan héldi að hún væri á móti lesbíum bætti hún óðamála við. „Þær eru báðar í Kaupmannahöfn núna.“ Bikarinn tæmdur í botn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1493

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.