Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Blaðsíða 34

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Blaðsíða 34
Eftir það urðu engar réttarbætur fyrir samkynhneigða í fimmtíu og tvö ár. Þegar Norðurlandaráð homma og lesbía átti fund í Reykjavík í júní 1983 hafði það mikla þýðingu fyrir stööu homma og lesbía hér. Sjónir umheimsins beindust þá að bágri stöðu samkynhneigðra samanborið við hin Norðurlöndin þar sem samtök homma og lesbía áttu sér mun lengri sögu. „Svarthöfði Vísis táraðist þó yfir innflutningi á útlendri spillingu," segir Þorvaldur Kristinsson. „Hann taldi þetta dæmigert fyrir niðurlægingu Norðurlandaráðs. Lægra gæti samstarf Norðurlandanna ekki komist." Norðurlandaráð homma og lesbía krafðist þess í ályktun eftirfundinn 1983 að unnið yrði að jafnréttis- ogverndarlöggjöf fyrir samkynhneigða og mannréttindasamþykktir Evrópuráðsins og Sameinuðu þjóðanna um afnám misréttis gagnvart minnihlutahópum yrðu virtar. Þögn löggjafans um samkynhneigð var svo rofin árið 1985 þegar Kristín Kvaran þingmaður Bandalags jafnaðarmanna lagöi fram þingsályktunartillögu um að skipuð yrði nefnd til að kanna lagalega, //Sorglegasti tíminn Árið 1985 setja læknar frá Landlæknisembættinu sig í samband við Samtökin ‘78, til að ræða við félagsmenn um sjúkdóminn AIDS. Þeirri plágu sem átti eftir að varpa löngum skugga yfir Iff og starf samkynhneigðra eru gerð ítarleg skil annars staðar hér í blaðinu, af þeim manni sem einna gerst þekkir til. Sjúkdómurinn átti eftir að höggva stórt skarð í raðir homma og skilja eftir óbætanleg sár. Þá fylgdi honum erfið og oft og tíöum hatursfull umfjöllun og hræðsla við samkynhneigð sem hvorki fyrr né síðar var jafn stæk og á síðari hluta níunda áratugarins. Fordómarnir áttu sínar spaugilegu hliöar. Fréttakona af útvarpinu gerði boð á undan sér og vildi ræða við félagsmenn um sjúkdóminn. Hún mætti glaðbeitt í viðtal við Guðna Baldursson sem spurði hvort hún vildi ekki setjast niður með kaffibolla og heyra almennt um starfið áður en viðtalið hæfist. Fréttakonan hélt nú ekki. „Fyrir yður hef ég aðeins tvær spurningar," sagði hún og kveikti á upptökutækinu. „Númer eitt. Hafið þér mök við karlmenn af KefIavíkurfIugve11i? Og númer tvö. Eruð þér reiðubúinn til að láta af kynlífi yðar þar til lækníng er komin við sjúkdómnum?" Það var ekki oft sem félagar áttu þess kost að sjá Guðna Baldursson, þann vígreifa baráttujaxl kjaftstopp en þetta var í eitt slíkt skipti. Þótt fordómarnir væru títt miklir frá samfélaginu, bæði gagnvart félaginu og félagsmönnum og þeim væri gert lífið leitt bæði í einkalífi og á húsnæóis- og vinnumarkaði á stundum, voru fordómarnir frá hommum og lesbíum sjálfum oft og tíðum sárastir. Mikill ótti gerði oft vart við sig á fyrstu árum samtakanna og reiði út f þá sem vildu „auglýsa sjálfan sig og félagið." menningarlega og félagslega stöðu samkynhneigðra. Menn og konur úr öllum flokkum nema Alþýðuflokki og Sjálfstæöisflokki stóðu að tillögunni. Tillagan dagaði seinna uppi í Allsherjarnefnd þíngsins og kom aldrei til afgreióslu í þinginu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1493

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.