Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Blaðsíða 46

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Blaðsíða 46
Svo fór að berast ein og ein Ijósmynd af grindhoruðum mönnum með beinaber andlitogsokkinaugu. HowAIDS Changed Amcnca Cmt wi*st* vs »r intit, tvt wt mmtit f*« K*f, M H HMiM t*t í* AÞMA14 tHAt lift A« A4f\«(i V«M C% 0i**4t<*»* 0V« (UttVAI AM» OlAtOfiO k *-> it» Mww >uM< • V>< iki# >wW mi »W-[i«w>|iriiKiiÍ W f#—i« <oy»» **» MMMm ÍM tr* Hk>l(Wttl 1IW*t W» \ í«»<y«r iNM\“l m |M*« »<íi Vm ímiJ l^ii tV**nH«WA' •«* «> m*. orw»1 «.»>. V • En þrátt fyrir að illa gengi með baráttumálin gekk betur inn á við: okkur tókst að fá sífellt fleiri til að verða sýnileg, koma úr skápnum einsog það var kallað, þó það væri ekki nema í þröngum hópi eða á Samtakaböllunum. Æ fleiri gengu til liös við Samtökin ‘78. Hérgegndi skemmtanalífið innan Samtakanna aðalhlutverki. Það lokkaði marga útúr skápnum og hjálpaði þeim að kynnast öörum samkynhneigðum og öölast jákvæðari sjálfsmynd. Og auðvitað var vonin um ástina og kynlífið sem skemmtanalífið lofaði öllum í ríkum mæli... aðalhvatinn. Þótt hægt gengi var allt á uppleið og menn bjartsýnir og lífsglaðir. //Fyrstu fréttirnar En þá fór að berast ein og ein frétt að utan um sjúkdóm sem virtist herja mest á homma. Sjúkdómurinn var í fyrstu illa skílgreindur og nafnlaus en svo virtist sem hann birtist í sortuæxlum og alvarlegri lungnabólgu og veikti ónæmiskerfið. Svo fór að berast ein og ein Ijósmynd af grindhoruöum mikió veikum ungum mönnum, hommum, með beinaber andlit og sokkin augu. Sjúkdómurinn leiddi til dauða og engin lækning til og engin lækning í sjónmáli, Hvað var að gerast? Hvernig smitaóist sjúkdómurinn? Upplýsingarnar komu hægt og bítandi. Uppúr 1980 veittu bandarískir læknar því athygli að samkynhneigðir menn voru að veikjast af sama sjúkdómi að því er virtist. Næstu árin jókst fjöldi veikra til muna. Fljótlega kom í Ijós að hér var á ferðinni smitsjúkdómur sem eyðilagði ónæmiskerfið og leiddi til dauða. Áhættuhóparnir voru fyrst og fremst hommar og svo sprautufíklar en auðvitað gátu allir smitast. Smitleiðirnar voru kynlíf og blóðgjafir. Þessar upplýsingar byrjuðu að streyma inn 1983 og þá oftar en ekki pakkaðar inn í fordóma- og hatursfullar hryllingsumbúðir. Maður þurfti oft að grafa eftir staðreyndunum í sorpblaðamennskunni. Fyrirsagnir eins og „Telur svínasótt orsök kynvillingaplágunnar í Bandaríkjunum" (Mbl. 28.4.83) voru algengar. Hér eru tvö dæmi til viöbótar: „Vilja rannsaka alla kynvillinga í landinu" (Sænsk heilbrigðisyfirvöld) (Mbl 18.8.93), „AIDS - Kynvillingaplágan" (Dagbl 15.8.83) Þegar hér var komið sögu var komið nafn á sjúkdóminn, AIDS (Acquired Immune Deficiency Syndrome), sem á íslensku var nefnt eyðni og síðar alnæmi. Sjúkdómurinn var samt enn fjarri veruleika okkar hér á landi og við upplifðum hann aðallega í gegnum dagblöð og sjónvarp en ekki úr nánasta umhverfi. Næstu tvö árin gerðist lítið en sjúkdómurinn tikkaði inn í okkar hóp óséður, einsog moldvarpa. //Viðurkenndu ekki samkynhneigð Það var ekki fyrr en haustið 1986 sem alvaran blasti við. Þá var í Morgunblaðinu birt grein um útbreiðslu alnæmis hér á landi og tölurnar voru ógnvænlegar. í Ijós kom að 29 manns höfðu verið greindir með veiruna og 70% þeirra eða 20 manns voru hommar. Alls höfðu 116 hommar farið í mótefnamælingu þannig að 17,2 % þeirra voru smitaðir. Þetta var stór hópur í litlu samfélagi og við vöknuöum upp við vondan draum og skildum allt í einu að samfélagið var ekkert að sinna okkur - fyrr enn sem dauðvona sjúklingum á spítölum. En við vildum að samfélagið axlaði ábyrgð gagnvart samkynhneigðum og tæki á mjög slæmri félagslegri stöðu þessa hóps vegna þess að það væri besta forvörnin gegn alnæmi. Og við vildum öflugt forvarnarstarf sem beindist að samkynhneigðum. En hér stóð hnífurinn í kúnni. Samfélagið hafði aldrei viðurkennt tilvist samkynhneigðra hvað þá réttindi til handa samkynheigðum eða skyldur gagnvart þeim. En nú var sú staða komin upp að stofnanir samfélagsins neyddust til að byrja samræðu við samkynhneigða og það var í fyrsta skipti sem það átti sér stað. Læknarnir Helgi Valdemarsson prófessor í ónæmisfræði og Kristján Erlendsson, nýútskrifaður læknir í ónæmisfræðum, riðu á vaðið og mynduðu tengsl og umræðugrundvöll við nokkra meðlimi Samtakanna ‘78. Þessi viðleitni þeirra til að mynda tengsl við stærsta áhættuhópinn og reyna að skilja sjónarmið samkynhneigðra í víðara samhengi var ekki alltaf vel séð af ráðamönnum. Yfirvöld vildu taka á sjúkdómnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1493

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.