Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Blaðsíða 44

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Blaðsíða 44
//Kirkjan hjálpaði til Hrafnhildur Gunnarsdóttir var formaður ð tfmabilinu og fékk það verkefni í arf að passa uppá að ekki færi allt í háaloft í samfélaginu meðan lögin færu í gegn. Hún þakkar kirkjunni að lögin um tæknifrjóvgun og ættleiðingar gengu jafn greiðlega fyrir sig á Alþingi og raun bar vitni. „Kirkjan þyrlaði upp moldviðri þegar fjölmiðlar gengu á presta vegna þessara vígslumála. Það varð til þess að andstaða við önnur og mikilvægari mðl fyrir okkur, svo sem tæknifrjóvgun og ættleiðingar kafnaði í fæðingu. Við vorum guðslifandi fegin að rífast við svartstakka Þjóðkirkjunnar um kirkjulegar athafnir meðan þetta sigldi allt áreynslulaust í gegn." En Hrafnhildur fékk einnig annað veigamikið hlutverk sem formaður. Hún kom því til leiðar að transgender fólk fékk formlega inni í félaginu með því að barátta fyrir réttindum þeirra er nú hluti af markmiði félagsins. Að sama skapi fengu tvíkynhneigðir líka sitt pláss, þrettán árum eftir lætin ðrið 1994. Hrafnhildur segir að Susan Stryker sem flutti fyrirlestur um reynslu sína sem transgender einstaklingur á Hinsegin bíódögum árið 2006, hafi opnað augu margra sem áður höfðu átt erfitt með að skilja sameiginlegan reynsluheim homma, lesbía og transgender fólks. „Égvar alveg ákveðin í að breyta þessu þegar ég tók við sem formaöur en ég vildi fara þá leið að fræða fólk til að forðast sársaukafullar deilur. Það hafa alltaf verið margír innan Samtakanna sem hafa verið uppteknir af þessu „streit lúkki.““ //Fjölbreytt þjónustustofnun ídag Um fimmhundruð manns eru félagar í Samtökunum ‘78 en fjöldinn hefur fimmfaldast frá árinu 1990 en þá þótti það mikill áfangi að hafa náð eitthundrað félagsmönnum. Þeir víðburðir sem félagið stendur fyrir eru einn helsti félagslegi vettvangur hinsegin fólks. Enn þarf að standa skýran vörð um réttindi samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transgender fólks og hafa hugfast að fordómar eru enn til staðar í samfélaginu og nýir geta hæglega skotið rótum. Samtökin hafa tekið breytingum frá sínum sokkabandsárum og hafa nú borgaralegra yfirbragð en áður. „Samtökin hafa hægt og bítandi verið að breytast úr grasrótarsamtökum í þjónustustofnun en slík breyting var óhjákvæmileg," segir Hrafnhildur Gunnarsdóttir. „Það erfjöldi verkefna sem bíður Samtakanna ‘78, ekki síst hvað varðar þjónustu við homma og lesbíur," segir Þorvaldur Kristinsson. „Við eigum að þjónusta fólk frá vöggu til grafar. Svona samtök þurfajafnt að eiga kistufána í regnbogalitum og geta leíöbeint lesbtum sem vilja fara í tæknifrjóvgun. Það er heldur ekki óhugsandi að menn vilji til að mynda reisa elliheimili fyrir þennan hóp í framtíðinni. Við þekkjum dæmi um það frá öörum löndum að það er full þörf á.“ „Samtökin verða að halda áfram að afla málstaðnum fylgis," segir Guðni Baldursson. „Það er margt ógert. Til dæmis þarf að skrifa söguna. Og fyrir hvern og einn er það mikilvægt að hafa stökkpall út í lífið þótt ekki sé nema í stuttan tíma. Þetta hefði allt verið auðveldara í gamla daga ef það hefði veriö til svona félag." Hinn gamli arfur baráttunnar lifir hinsvegar áfram í Hinsegin dögum sem hafa allt frá árinu 2000 veríð fjöldasamkoma og á allra sfðustu árum hefur aðsóknin nær slegið sjálfum sautjánda júní við enda fáir sem standast hommum og lesbíum snúning þegar kemur að því að skipuleggja fslenskt Karnival. Sextíu og sex manns tóku þátt í fyrstu gleðigöngunni árið 1993 sem Samtökin ‘78 stóðu fyrir og Sandra Björk Rúdólfsdóttir skipulagði með glæsibrag. Árið 1994 var aftur gengiö og mættu þá litlu fleiri. Það var árið 1999 sem fyrst voru haldnir útitónleikar undir merkjum Gay Pride hreyfingarinnar. Þá mættu fimmtán hundruð. Árið eftir fór aðsóknin fram úr öllum vonum en fimmtán þúsund voru við hátíðarhöldin í miðborginni. f fyrra er talið að um sjötíu til áttatíu þúsund manns hafi verið í miðborginni vegna Gay Pride hátíðarhaldanna. Þaó er ólíklegt að þátttakendur í fyrstu gleðigöngunum hafi órað fyrir því að þessi fyrsti vísir af gleðigöngu samkynhneigðra á íslandi yrði sú sigurganga sem á hverju ári liðast stolt og óbuguð niður Laugaveginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1493

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.