Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Blaðsíða 75

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Blaðsíða 75
íslenskur brautryðjandi Þaö fer hins vegar lítið fyrir því sem kalla má bókmenntir iesbía og homma á Islandi fyrr en upp úr miöri 20. öldinni. Ósýnileikinn sem einkenndi líf samkynhneigðra á fslandi náöi einnigtil listrænnar sköpunar. Elías Mar ruddi brautina með því að fjalla um samkynhneigðar ástríður og kynlíf á opínskárri hátt en áður. í bókinni Eftir örstuttan leik (1946) er fjallað um lífsleiða í höfuðborg hins nýja lýðveldis og þar er m.a. hægt að greina erótískan undirtón í samskiptum nokkurra karipersóna. Næsta bók Elíasar, Man ég þig löngum (1949) var fyrsta íslenska skáldsagan sem hafði samkynhneigða aðalpersónu. Sú saga átti reyndar að verða tveggja binda verk en síðara bindið kom aldrei út og segir það líklega sína sögu um undirtektirnar. Róttækasta dæmið um „hinsegin" skáldskap Elíasar er líklega smásagan Saman lagt spott og speki, sem var prentuð í 150 eintökum á vegum Helgafells árið 1960 og tileinkuð Þórði Sigtryggssyni. Þórður var óvenjulegur persónuleiki í bæjarlífinu á fyrri hluta 20. aldar og átti marga vini meðal lista- og menntamanna, m.a. Halldór Laxness sem hafði hann að fyrirmynd í frumgerð Atómstöðvarinnar, þótt sú fyrirmynd ætti eftir að þoka fyrir annarri, persónu Erlendar í Unuhúsi, í endanlegri gerð sögunnar. Þórður hneigðist til karla og fór ekki leynt með það. Sögumaður í smásögu Elísasar er menntaskólanemi sem hittir sérkennilegan eldri mann á göngu sinni um gamla kirkjugarðinn. Þeir taka tal saman og margt sem þeím fer á milli er skondið og óvænt. Fólk er afbrýðisamt af því það treystir ekki. -Hverjum treystir það ekki? spurði ég og þá horfðirðu á mig þessum stóru augum þínum og það var sárt að sjá sársauka þeirra og flótta. Það var sárt að horfa á þig þegar þú áleist þig seka en fannst þú ekki fá neitt við ráðið. Stundum hélt ég að þú værirviss um að þú stjórnaðist frekar af einhverjum dularfullum öflum sem hefðu tekið bólfestu í tilfinningum þínum en hinni miskunnarlausu sjálfri þér. Vigdls Grímsdóttir. Z ástarsaga. 1996. Að sögn Þorvaldar Kristinssonar sagði Elías svo frá að hann hefði ekki gert annað en að skrifa upp skoðanir Þórðar í smásögunni. Væntanlega hafa viðhorf hans til ungra pilta fengið að fljóta með. í sögunni er eftirminnílegur kafli þar sem eldri maðurinn stendur við gröf ungs vinar sfns, Ganymeds Jónssonar, og minnist samvista þeirra. Ekki þarf að undra þótt lýsingar á borð við þessa hafi ollið nokkru uppnámi meðal siðavandra lesenda: Mikið var fagurt og aðdáunarvert að sjá drenginn, fimmtán ára gamlan, afklæðast af sjálfsdáðum hverri spjör og leggjast á grúfu upp í rúm. Oooooh! Alveg eins og þetta væri sjálfsagðasta verk í heimi - sem það og var. Ganymed var sá allra bezti sem ég hef faðmað um dagana. Hann gerði svo yndislegar hreyfingar á móti. Mikið var ég undrandi yfir þvf, hve velþroskaðan lim svo grannvaxinn unglingurgat átt... Forsíðuteikning Alfreðs Flóka var einnig í djarfari kantinum. Hana prýða tveír naktir piltar og er engu víkið undan í þeim efnum. Eftir útkomu sögunnar var Elfas sviptur skáldastyrk sem hann hafði notið, og þótti honum hugsanlegt að það tengdist þessari djörfu sögu sem var töluvert langt á undan sinni samtíð. //Þrírhinsegin meistarar Það er til marks um veika stöðu samkynhneigðra á íslandi á 8. og 9. áratugnum að þá komu engar skáldsögur fram þar sem samkynhneigðir voru í aðalhlutverki eða tilfinningaleg sambönd þeirra skoðuð á jákvæðan hátt. Það var einfaldlega ekki gert ráð fyrir að bókmenntir gætu tekið á hinsegin ástum á sambærilegan hátt og þær lýstu gagnkynhneigðum samböndum. Gott dæmi um viðhorf þessa tíma er að finna í ritinu Hugtök og heiti í bókmenntafræði, sem kom út 1983 og hefur síðan verið undirstöðurit í íslenskum bókmenntum. Þar er „ástarsaga" skilgreind þannig að efnisþráður hennar sé „iðulega ofinn úr vandkvæðum tveggja einstaklinga af gagnstæðu kyni", Það að fjallað væri um gagnkynhneigða elskendur þótti hreinlega forsenda þess að hægt væri að skrifa ástarsögu. Einu sinni voru kynvillt kona og kynvilltur maður og voru þau vinir. Þau reyndu að vera einsog kona og maður sem eru gefin saman í hjónaband en vissu vel að þau voru kynvillt. En reyndu aldrei aö vera það. Og héldu áfram að haga sér eins og það elti þau stanslaust brúðarljósmyndari. Og þau litu Ijómandi vel út. Þangað til þau komu heim á kvöldin að hjörtun þeirra krömdust. Kristín Ómarsdóttir. Einu sinni sögur. 1991. 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1493

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.