Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Blaðsíða 81

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Blaðsíða 81
„ÞETTA Á EKKIAÐ VERA NEITT MÁL" Viðtal við Ingunni Snædal rithöfund Það er varla hægt að segja að nafn Ingunnar Snædal hafi verið á hvers manns vörum í íslenskum bókmenntaheimi þangað til í nóvember 2006 þegar hún vann Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir bók sína, Guðlausir menn - hugleiðingar um jökulvatn og ást. Ingunn hafði aðeins sent frá sér eina Ijóðabók áður og það rúmum áratug fyrr, Á heitu malbiki árið 1995. Það er skemmst frá því að segja að bókin Guðlausir menn sló rækilega í gegn þegar hún kom út. Fyrsta prentun seldist upp hjá forlaginu á örskömmum tíma og ekki skorti heldur hástemmdu lýsingarorðin; „besta Ijóöabók síðari ára" kallaði Hallgrímur Helgason bókina í nýlegri grein. Ingunn er fædd á Egilsstöðum og uppalin á Jökuldal en hefur gert víðreist um heiminn; hefur búið á Spáni, írlandi, í Kostaríku, Danmörku, veturlangt á Aran-eyjum út af vesturströnd írlands og f skamman tíma í Mexíkó. Hún er grunnskólakennari að mennt og hefur undanfarin ár kennt í Reykjavík og úti á landi. Hún stundar nú MA-nám í íslensku við Háskóla íslands. Guðlausir menn er áhrifamikil þroska- og lífsreynslusaga, ferðasaga og ástarsaga í senn. Þegar bókin hefst er Ijóðmælandinn á leið austur á land á æskuslóðirnar til aö vera viðjarðarför ömmu sinnar. Ljóðin fjalla um æsku hennar og heimabyggó, náttúruna, ást, samkynhneigð og fjölskyldu. Samskiptin við foreldra og bróður eru miðpunktur nokkurra Ijóða sem fjalla um þegar hún kemur út úr skápnum rúmlega þrítug að aldri: flyt fra barninu sem spyr í sífellu sígildra spurninga útlærð í sektarkennd hún heimsækir mig í litla herbergið á fjórðu hæð skilur ekki afhverju mamma kreistir mann svona fast þrjátíu og tveggja og var að missa mannréttindin Ingunn býóur mér upp á Ijúffengtte þar sem við setjumst niður á heimili hennar í Hlíðunum. Það eru bækur hvert sem litið er, ekki síst barnabækur og í eldhúsinu er dóttir hennar að glíma við stærðfræðina meðan við tölum um hinsegin bókmenntir í stofunni. En hvaða skilning skildi Ingunn leggja í þetta hugtak, „hinsegin bókmenntir"? „Ég hef velt þessu dálítið fyrir mér, ekki síst af því að við Úlfhildur Dagsdóttir leiddum bókmenntagöngu um miðbæinn á Hinsegin dögum í fyrra. Mér finnst sjálfri dálítið erfitt að skilgreina þetta nákvæmlega. Við 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1493

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.