Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Page 81

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Page 81
„ÞETTA Á EKKIAÐ VERA NEITT MÁL" Viðtal við Ingunni Snædal rithöfund Það er varla hægt að segja að nafn Ingunnar Snædal hafi verið á hvers manns vörum í íslenskum bókmenntaheimi þangað til í nóvember 2006 þegar hún vann Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir bók sína, Guðlausir menn - hugleiðingar um jökulvatn og ást. Ingunn hafði aðeins sent frá sér eina Ijóðabók áður og það rúmum áratug fyrr, Á heitu malbiki árið 1995. Það er skemmst frá því að segja að bókin Guðlausir menn sló rækilega í gegn þegar hún kom út. Fyrsta prentun seldist upp hjá forlaginu á örskömmum tíma og ekki skorti heldur hástemmdu lýsingarorðin; „besta Ijóöabók síðari ára" kallaði Hallgrímur Helgason bókina í nýlegri grein. Ingunn er fædd á Egilsstöðum og uppalin á Jökuldal en hefur gert víðreist um heiminn; hefur búið á Spáni, írlandi, í Kostaríku, Danmörku, veturlangt á Aran-eyjum út af vesturströnd írlands og f skamman tíma í Mexíkó. Hún er grunnskólakennari að mennt og hefur undanfarin ár kennt í Reykjavík og úti á landi. Hún stundar nú MA-nám í íslensku við Háskóla íslands. Guðlausir menn er áhrifamikil þroska- og lífsreynslusaga, ferðasaga og ástarsaga í senn. Þegar bókin hefst er Ijóðmælandinn á leið austur á land á æskuslóðirnar til aö vera viðjarðarför ömmu sinnar. Ljóðin fjalla um æsku hennar og heimabyggó, náttúruna, ást, samkynhneigð og fjölskyldu. Samskiptin við foreldra og bróður eru miðpunktur nokkurra Ijóða sem fjalla um þegar hún kemur út úr skápnum rúmlega þrítug að aldri: flyt fra barninu sem spyr í sífellu sígildra spurninga útlærð í sektarkennd hún heimsækir mig í litla herbergið á fjórðu hæð skilur ekki afhverju mamma kreistir mann svona fast þrjátíu og tveggja og var að missa mannréttindin Ingunn býóur mér upp á Ijúffengtte þar sem við setjumst niður á heimili hennar í Hlíðunum. Það eru bækur hvert sem litið er, ekki síst barnabækur og í eldhúsinu er dóttir hennar að glíma við stærðfræðina meðan við tölum um hinsegin bókmenntir í stofunni. En hvaða skilning skildi Ingunn leggja í þetta hugtak, „hinsegin bókmenntir"? „Ég hef velt þessu dálítið fyrir mér, ekki síst af því að við Úlfhildur Dagsdóttir leiddum bókmenntagöngu um miðbæinn á Hinsegin dögum í fyrra. Mér finnst sjálfri dálítið erfitt að skilgreina þetta nákvæmlega. Við 81

x

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1493

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.