Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Blaðsíða 67

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Blaðsíða 67
Hannes tekur undir þetta sjónarmið: I London skemmta hommar og lesbíur sér til dæmis ekki saman og er það mjög miöur. I þessu samhengi má segja að kostirnir við ísland endurspegli gallana við stórborgina, og öfugt. Helsti kosturinn við ísland er og verður nefnilega alltaf smæðin og nándin sem stórborgirnar vantar. Þær bjóða hins vegar upp á nafnleysið og fjöldann sem getur líka verið gott að hverfa inn í. Og þar sem ferðalög eru orðin mun auðveldari og hlutfallslega ódýrari en áöur var má segja að nútímamanneskjan geti í sívaxandi mæli notið þess besta af báöum heimum. //Sjálfsmyndin endurspeglast í skemmtanalífinu Framan af 20. öldinni fer hins vegar minna fyrir því að fólk stökkvi á milli landa til aö ná andanum eins og það gerir í dag. Og þar sem skemmtanamenningin er í felum og fordæmingin mikil kemur oft fyrir að eitthvað bresti. Þá grípur fólk oft til þekktra meöala og reynir að lækna laskaða sjálfsmynd. Eftirfarandi er upplifun homma á skemmtanalífi 6. og 7. áratugarins: Þetta var fábreytilegt og gekk út á að reyna að komast í sambönd. Þar sem sambúð karlmanna var forboðin voru menn hins vegar mikiö einir og parasambönd afar sjaldgæf. Þeir gerðu sér þá dælt við menn sem aldrei komu út úr skápnum. Harðgifta menn með börn. Að sumu leyti var þessi tími ágætur, en neyslan var samt alltaf áberandi og margir leiddust út í ofdrykkju. Ég hef því horft á eftir mörgum í gröfina, langtfyrir aldurfram, sökum drykkju eða sjálfsvíga. Og að mati Láru er ástandiö oft ansi slæmt á 8. og 9. áratugnum: Já, margir misnotuöu áfengið svo gróflega að þetta varð stundum hreinlega bara „vulgar". Samkvæmt Inga Rafni ertilkoma alnæmisins um miöjan 9. áratuginn heldur ekki til þess fallin að bæta sjálfsmyndina. Nei, á þessu tímabili vorum við farin að finna fyrir AIDS-sjúkdómnum og það setti auðvitað mark sitt á skemmtanalífið eins og allt annað. Eina helgina voru menn á djamminu. Þá næstu voru þeir bara dánir. Það var fílíngurinn sko. Veturliði bendir þó á nokkra hluti sem stundum vilja gleymast: Fólki hættir svolítið til þess að halda að eitthvað sérstaklega hafi verið trampað á hommum og lesbíum. En það er ekkert rétt. Það var verið að trampa á öllum og enginn fékk aö gera neitt. Helst ekki nokkurn skapaðan hlut! Og þótt þú ættir peninga og það héti opinberlega að þú gætir fariö úr landi, þá var raunin sú að þú fékkst engan gjaldeyri. Það þýddi náttúrulega í praksís að þú komst ekki nokkurn skapaðan hlut. Þú gast ekkert farió, gast ekkert gert. En eins og áður hefur verið greint frá breytist landslagið með tímanum, regluverkiö mýkist og frjálsræðið eykst. Með árunum minnka líka fordómarnir. Ingi Rafn nefnir einnig batnandi áfengismenningu: Maður heyrir sjaldan um að fólk sé að fara á tveggja daga fyllerí eins og almennt var í gamla daga. Það er ekkert lengur. Oft var þetta líka fólk sem var í ofboðslegri neyslu og sumir ekkert bara í áfenginu, heldur í dópinu líka. Ég held svei mér þá að drykkjumenningin sé orðin eitthvað heilbrigðari. Ætli það sé eitthvað sem unga fólkiö á senunni geti tekið undir? Aldís: Fólk hagar sér ofboðslega misjafnlega, en ég held að íslendingar séu að mörgu leyti feimnari en aðrar þjóðir og helli sig oft blindfulla bara til að þora á staöina og spjalla við fólkiö. Næsta dag man það svo varla eftir gærkvöldinu. Jens Fjalartekur í svipaðan streng: Fólkið á senunni hagar sér nú bara eins og flestir aðrir. Mjög blátt áfram og ófeimið þegar það er í glasi. Líklega má endalaust deila um hvort áfengismenningin fari batnandi eða versnandi og vissulega er enn nóg af giftum skápahommum í gagnkyn- hneigðum samböndum. Flestireru þó sammála um að hafi hinsegin fólk eitthvað verið frábrugðið öðrum hvað varðar áfengisneysluna, þá eigi það varla við hina yngri í dag. Að minnsta kosti sé áfengið mun sjaldnar notaö til að deyfa einhvern hinsegin sársauka. Islendingar virðast nefnilega upp til hópa, og alveg óháð kynhneigð, nota áfengið til að brjóta samkvæmisísinn og munu líklega alltaf höndla það misgæfulega. Á viðmælendunum má einnig heyra aó yngsta kynslóðin sé miklu opnari og frjálslegri en þær eldri og að almennt hafi sjálfsmyndin og skemmtanalífið þroskast. Lára hefur orðið: Já, það má segja að þetta sé fæðing, bernska og unglingsár. Það tók náttúrulega dálítinn tíma að slíta barnsskónum. //Veröld sæl og sýnileg Það er farið að birta af degi og því tímabært að hætta djamminu. Næturlífið verður því senn kvatt, í þeirri von að tekist hafi að gera örlitla grein fyrir því. Og að óminnisþokunni hafi jafnvel létt á köflum. Af yfirferðinni virðist óhætt að draga þá ályktun aó mikið öl hafi runnið í svelgi frá upphafi hinsegin skemmtanamenningar á íslandi. Islenskt samfélag hefur tekið stórkostlegum stakkaskiptum og næturmenning sú sem hin unga Reykjavík tekur undir sinn verndarvæng á fyrri hluta 20. aldar hefur vaxið og þroskast meö borginni sinni. Og í raun komið fram í dagsljósið. En í hverju er munurinn þá helst fólginn? Samkvæmt Þóri liggur hann í sýnileikanum: Þetta hefur breyst svo ótrúlega mikið. Maður gat aldrei almennilega verið opinn með samkynhneigðina, heldur passaði sig og lét ekki bera á henni. Sérstaklega ekki úti á götu. Ég vildi eiginlega óska að maður hefði verið upp á sitt besta núna síöustu 20 árin. Magga Pála bendir á fleira: Við höfum loksins komist á þann eðlilega stað að skemmtanalífi okkar er sinnt á opinberum vettvangi. Þetta snýst einfaldlega um að öll þjónusta sé aðgengileg fyrir alla, að við séum sjálfsagður hluti sam-félagsins og þurfum ekki að sækja í sér félag þá hluti sem aðrir sækja á almennan markað. Gott og vel. En verður þetta þá ekki til þess að hinsegin skemmtanamenning glati sérkennum sínum og verði borgaraleg, útflött og leiðinleg fyrir vikið? Streit, jafnvel? Eða er það kannski mergurinn málsins? Er kannski engin þörf lengur fyrir sérstaka hinsegin skemmtistaði og skemmtanir? Kristín hefur orðið: Jú, klárlega. Stundum langar mann bara sjúklega mikið að vera gay
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1493

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.