Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Blaðsíða 42
í þingheimi en frumvarpi þess efnis sem fyrst var flutt af Ólafi Erni
Haraldssyni þingmanni Framsóknarflokks hafði í tvfgang verió hafnað,
fyrst árið 1996 og aftur ári sfðar. Guðrún Ögmundsdóttir, þingmaður
Samfylkingarinnar, mælti ásamt fleiri þingmönnum úr öllum flokkum
fyrir þingsályktunartillögu árið 2003 um skipan nefndartil að kanna
réttarstöðu samkynhneigðra og gera tillögur til úrbóta.
Fulltrúi Samtakanna ‘78 í þeirri nefnd var Þorvaldur Kristinsson
en Anni Haugen, einn reyndasti félagi Samtakanna ’78, varfulltrúi
Féiagsmálaráðuneytisins. Nefndin var sammála um að banna ætti
að mismuna samkynhneigðum á vinnumarkaði, þeirgætu skráð
sig f sambúð líkt og gagnkynhneigðir og hún var sammála um að
hvetja þjóðkirkjuna til að breyta afstöðu sinni hvað varðaði kirkjulega
vígslu. Hún klofnaði hinsvegar þegar kom að því hvort lesbíur ættu
að öölast rétt til tæknifrjóvgana og hvort samkynhneigðir mættu
ættleiða börn frá útlöndum. Fulltrúar Samtakanna skiluðu ásamt
fulltrúa Menntamálaráðuneytisins öflugu áliti og lögðu til að þetta yrði
leyft. Hinn helmingur nefndarinnar var því mótfallinn. f stað þess að
rfkisstjórn Halldórs Ásgrímssonar færi þá leið að semja frumvarp sem
tæki mið af því sem allir urðu sammála um var lagt fram frumvarp
árið 2006 sem var nánast samhljóða áliti Þorvaldar, Anniar og fulltrúa
Menntamálaráðuneytisins.
Lokasigrinum var fagnað þegar lögin tóku gildi á frelsisdegi homma og
lesbfa árið 2006. Samkynhneigðir geta nú skráð sig í sambúð án þess
að staðfesta samvist sína og hafa um eitthundrað pör notfært sér það.
Lesbíur fengu ennfremur heimild til að fara í tæknifrjóvgun á opinberum
sjúkrastofnunum og samkynhneigð pör fengu að ættleiða börn. Kirkjan
stóð sem fyrr f vegi fyrir því að hægt væri að lögfesta kirkjulega vígslu
svo lögin tóku eingöngu til borgaralegra athafna. Á síðasta Kirkjuþingi
var ákveðið að prestar mættu vígja sambönd samkynhneigðra ef
þeir svo kysu en þeim bæri ekki skylda til þess. Bent hefur verið á
að slík afstaða kirkjunnar sé tvíbent í meira lagi og gæti verið skref
afturábak þar sem einstakir prestar hafi nú fengið grænt Ijós á að
mismuna sóknarbörnum sfnum eftir geðþótta. Guðni Baldursson segir
að fullum réttindum sé nú náð og kirkjan geti bara átt sig. „Það er í raun
tímaskekkja að kirkjan sé að blanda sér í veraldlegar athafnir af þessum
toga og umsvif hennar fara minnkandi á því sviói sem betur fer."
NU MA E& \J€RA (kOtttikí T (ce65StriOK
V°wt>A, VönJpA ‘STELPA....