Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Blaðsíða 52

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Blaðsíða 52
ÍUPPHARraÐAR //Athafnarými fyrir annars konar fólk Hinsegin skemmtanamenning, eða hin svokallaða sena, sprettur ekki af sjálfu sér hvar og hvenær sem er. Hún er flókið borgarfyrirbæri sem fær hvorki lifað né dafnaö nema að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þessi skilyrði veröa fyrst til hér á landi þegar nokkuö er liöið á 20. öldina, en þá hefur íbúum hinnar ungu Reykjavíkur fjölgað til muna. Einnig þeim sem upplifa annars konar ást og kynhneigðir. Hinu vaxandi borgarsamfélagi fylgja líka fleiri byggingar, fjölbreyttari göturými og þar af leiðandi æ fleiri skúmaskot. Sviðið hefur víkkað og dýpkað og tækifærunum fjölgað. Það hefur verið skapað rými til athafna. //Óminnisþokanerfullkominfjarvistarsönnun Svo er það máttur óminnisþokunnar. Henni má nefnilega aldrei gleyma þegar rifja skal upp hvað geröist á djamminu. Ólíkt óminni stjórnmálamannsins er þessi þoka líka ekta, sveipar minningarnar sinni óskýru slæðu til frambúðar og veitir þar af leiðandi fullkomna sönnun fyrir fjarvist frá atburðarás gærkvöldsins. Sérstaklega ef glösin voru fleiri en tvö eða þrjú. En stundum léttir þokunni. Þá skríða minningarnar fram úr fylgsnum sínum og bjóða í gönguferð um hinn gullna veg hinsegin skemmtanalífs. Og fyrst er gengið um skemmtistaðina. //Hreyfanleikinn íhuliðsheimum Þessi nýskapaða menning er í fyrstu hulin sjónum almennings. Hjarta hennarfervissulega að slá örar, en takturinn er ávallt rígbundinn þeim neikvæöa tíðaranda sem neyðir hina forboðnu með kenndir sínar niður undir yfirborð jarðar. Óttinn er slíkur og þögnin svo löng að hraðari og háværari taktur er illmögulegur að sinni. Ekki má heldur gleyma því að, fyrir utan næturbjart sumarið, liggur það í eöli næturlífsins aö lifa í skjóli myrkurs. Og það er margt sem myrkrið veit og margt sem aldrei ratar fram í skerandi dagsljósið. Ibúar þessara huliðsheima flytja sig líka ört á milli öldurhúsa bæjarins næstu áratugi. Sumir eru í leit að sakiausri skemmtan og upplyftingu. Aðrir á flótta undan sjálfum sér og lífnu og enn aðrir í leit að leikfélaga eða lífsförunauti. Líkt og gagnkynhneigðir samborgarar þeirra eru þeir á einn eða annan hátt að uppfylla þörf mannskepnunnar fyrir lífshamingju. Bara á forsendum annarra. Hér, eins og annars staðar, lýtur hinsegin fólk nefnilega hinu gagnkynhneigða forræði í einu og öllu. Hér beygir það sig undir ægivald duttlungafullra skemmtistaðaeigenda sem oft meina því aðgang og hrekja á milli staða. Og þótt óréttlætinu sé stundum mótmælt er það ekki fyrr en með léttara andrúmslofti undir lok 20. aldar að fólk fer að skemmta sér á eigin forsendum. //Tískan ogtíu mínúturnar En það er ekki mótlætið eitt sem veldur hreyfanleikanum. Þar sem tískan er gráðugur húsbóndi líður ekki á löngu áður en staðurinn í dag verður óhjákvæmilega staöurinn í gær ogjafnvel gömlu fastagestirnir fara þangað sem vinsælast er að vera. Nýr, heitari og troðfullur staður tekur við. En tískan snýst í hringi og nýja staðarins bíða brátt sömu örlög og þess gamla, sem þá skýtur hugsanlega upp á yfirboröið á ný. Og þar sem íslendingar eru neysluglatt áhlaupafólk með athyglisbrest snýst hjól tískunnar afar hratt á skerinu. Kappið ber oft líka forsjána ofurliði og stundum er því lagt upp I ferðina með bjartsýnina sem hina einu rekstrarlegu forsendu. Er þá nokkuð skrítið að margir uppiifi íslenska skemmtistaði sem einnota vöru með 10 mínútna líftíma? Eða að oft reynist örðugt að staðsetja kynvilltar klúbbaverur I tíma og rúmi? 194^950 //Borginvaknar Það er ekki ofsögum sagt að ailt frá árinu 1930 hafi hin aldna dama Hótel Borg borið höfuð og herðar yfir keppinauta slna á þessu hinsegin sviði. Þarna stendur hún enn vaktina við Austurvöll, stundum þreytt, en samt nánast eins og eilíf innan um alla hina staðina sem viröast I samanburðinum lifna og deyja I senn. Þarna hefst sagan og þangað leitar fólkið aftur og aftur eftir hinsegin skemmtimenningu. Borgarmenningu á Hótel Borg. Þórir Björnsson er hommi á nfræðisaldri og man því tímana tvenna: Já, Borgin hefur sko alltaf verið við lýði sem okkar samastaður. Eða, allavega alltfrá seinni heimsstyrjöld. Á strfðsárunum fyila líka þúsundir hermanna bæinn. Þeir koma við á Borginni, haida uppi fjörinu og íslenskar stúlkur „lenda I ástandi." Og þar sem hinsegin kenndir loða jafnt við heri sem aörar samfélagsstofnanir, lenda samkynhneigðir bræður stúlknanna líka I ástandinu. Dátarnir hafa vakið Borgina til þeirrar hinsegin tilveru sem Þórir lýsir: Það voru ógurlega margir íslenskir strákar með hermönnunum og upp frá þessu voru menn þarna I kringum aftari barinn og svo á dansgólfinu. Og þrátt fyrir þögnina fór það ekkert á milli mála hverjirvoru gay. Menn runnu einhvern veginn alltaf á lyktina. Á stríösárunum hefur Þórir reyndar enn ekki aldur til að renna á lyktina af amerísku liðsforingjunum inni á Hótel Borg. En þá má alltaf reyna við aðra staði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1493

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.