Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Blaðsíða 72

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Blaðsíða 72
BLESSAÐ BARNALAN Þegar pörin tvö, hommarnir og lesbíurnar, sögðu vinum og ættingjum að þau ættu von á barni saman voru viðbrögð fólks með ýmsu móti. Margir óskuðu þeim innilega til hamingju og litu greinilega svo á að full ástæða væri til að fagna litlu barni, hvernig sem það væri til komiö. Afar og ömmur voru alsæl með aö bæta við barnabarnahópinn. Aðrir hófu miklar varnaðarræöur, bentu á að líffræðilegi faðirinn Þorsteinn Magni gæti lenti í alls konar vandræðum með forræðið, Orri Þór maki hans yrði settur til hliðar og ætti engan rétt, líffræðílega móðirin Steinunn Inga yrði að kljást við ótrúlegar flækjur vegna skipan mála og Kolbrún Edda maki hennar yrði réttlaus með öilu, nema þær færu þá leiðina að Kolbrún Edda stjúpættleiddi barnið. Sem Þorsteinn Magni tók ekki í mál, enda hafði hann ekki hugsað sér að feðra barn án þess að vera skráður faðir þess og hafa forræði með móöurinni. Fjórmenningarnir leystu málin sín á milli, hvað sem ölium vangaveltum og úrtöluröddum vina og ættingja leiö. „Við vorum á tímabili með lögfræðing í starfi við að ganga frá öllum pappírum. Lögfræðingurinn, Valborg Þ. Snævarr, hafði nú ekki fengió mörg mál af þessum toga til sín,“ segja þau. „Við reyndum að sjá fyrir allar þær aðstæóur sem gætu komið upp. Hvernig fer með forræðið ef Steinunn fellur frá? Hvaða rétt á Orri ef þeir skilja? Við vildum skrá þetta allt saman niður, en grunnforsenda þess að við eignuðumst barn saman er vinátta okkar og gagnkvæm viröing. Hagmunir sonar okkar ráða algjörlega. í raun er þetta fyrirkomulag ekkert frábrugðið því þegar karl og kona eignast barn og skilja svo. Þá þarf að semja um alla hluti, með hagsmuni barnsins að leiöarljósi. Við þurfum hins vegar ekki að buröast með særðartilfinningar eða reiði, sem fylgir oft skilnaði." //Vildu að barnið þekkti uppruna sinn Reynir Björn Þorsteinsson er fimm mánaða snáði, sem býr svo vel að eiga tvær mömmur ogtvo pabba. Hann á heima hjá mömmunum, Steinunni Ingu Björnsdóttur og Kolbrúnu Eddu Sigurhansdóttur, sem hafa verið saman í hálft fimmta ár og í staöfestri samvist í tæp tvö ár. Stundum fer hann til pabbanna, Þorsteins Magna Björnssonar og Orra Þórs Bogasonar, sem hafa verið í staðfestri samvist í svipaðan tíma. Reynir Björn er enn svo lítill að hann er ekki lengi í einu í „pöbbun", en um leiö og hann eldíst aðeins er líklegt aö hann eyði drjúgum tíma hjá pöbbum sínum, rétt eins og mömmum. Þegar hann byrjar í skóla þurfa foreldrarnir fjórir að taka afstöðu til þess hvort þeir ætli að búa í sama hverfi, til að auðvelda guttanum að rölta á milli heimila. En hvers vegna fóru þau þessa leið? Steinunn og Kolbrún hefðu getað farið í tæknifrjóvgun með gjafasæði. Fyrir nokkrum árum hefðu þær að vísu þurft að leita útfyrir landsteinana, til dæmis tii Danmerkur, þangað sem fjölmargar íslenskar lesbíur hafa farið á undanförnum árum. Núna hefðu þær ekki einu sinni þurft að skreppa til Danmerkur, því íslenskar lesbíur eiga kost á tæknifrjóvgun hér á landi. „Við kusum að fara þessa leið, af því að við vildum að barniö ætti kost á að þekkja uppruna sinn,“ segir Steinunn. „Við veltum vissulega fyrir okkur að fara hina leióina, en sú regla gildir bæði hér á landi og í Danmörku að sæðisgjöfum er tryggð nafnleynd. Við erum alls ekki að dæma um hvort er betra, það verður hver að ákveða fyrir sig. Okkar niðurstaða var að leita til vina okkar, en önnur leið hentar áreiðanlega öðrum betur.“ Aðrar lesbíur sem eiga börn spurðu þær gjarnan hvernig f ósköpunum þær tímdu að deila barni sínu með öðru pari, þeim Þorsteini og Orra. „Okkur fannst hins vegar felast styrkur í þessu, þeir myndu hjálpa okkur við uppeldið og fá tækifæri sem hefði ekki boóist þeim annars. Við litum aldrei á það sem vandamál að barnið okkar ætti fleiri foreldra en okkur tvær. Börn verða aldrei of elskuð." Kolbrún var sú forsjála. Hún varfarin að velta fyrir sér barneignum áður en hún kynntist Steinunni, enda ákveðin frá unglingsaldri að verða mamma. „Ég fékk þessa hugmynd í byrjun árs 2003, að tala viö Þorstein og Orra og spyrja þá hvort þeir væru til í þetta eftir nokkur ár. Ég þekkti tvær stelpur sem bjuggu saman og höfðu eignast barn með vini sínum. m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1493

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.