Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Blaðsíða 21

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Blaðsíða 21
Samtökin '78 tóku í forvarnarumræðunni og baráttunni vió útbreiöslu alnæmis. Það fer sorglega lítiö fyrir þessari umræðu nú og ungir hommar gera sér ekki lengur grein fyrir hversu alvarleg alnæmisógnin raunverulega er.“ //Ekki klisjuhommi Frosti segir að foreldrar sínir hafi ekki tekiö því illa þegar hann sagði þeim að hann væri hommi þótt þau hafi örugglega þurft tíma til að ná áttum. Síöur en svo. Og eftir að systir hans tilkynnti þeim að hún væri lesbía segir hann að hlutfall gagnkynhneigðra í fjölskyldunni hafi verið oróiö fremur lágt. Foreldrum þeirra komi fátt á óvart úr því sem komið er. „Þegar systir mín var að koma út úr skápnum var landslagið breytt. Hún bjó á Akureyri í nokkur ár og til marks um þær breytingar sem þar höfðu orðið frá því ég var þar þá starfar þar öflugur Norðurlandshópur Samtakanna ’78 og hommar og lesbíur eru sýnilegur hluti af bæjarlífinu.” Megnið af frítíma Frosta fer í að sinna formennskunni fyrir Samtökin ’78. Hann á þó annað tímafrekt áhugamál sem er íshokkí. „Ég er sjálfsagt ekki dæmigerður hommi, svona eins og klisjan segir að við eigum að vera. Ég er frekar venjulegur og leiðinlegur. Mér líður best úti í náttúrunni, bæði vegna fegurðarinnar en líka af hagnýtum ástæðum þar sem ég er stang- og skotveiðimaður. Ég hef ekki mikinn áhuga á tísku eða skemmtanalífi en æfi íshokkí hvenær sem færi gefst með Skauta- félagi Reykjavíkur. Mig dreymir reyndar um að stofna íshokkílið fyrir homma. Þannig gæti ég sameinað þessi tvö áhugamál." //Bætt löggjöf kallar á aukna fræðslu Undanfarin tvö ár hafa Samtökin '78 lagt mesta áherslu á aö móta fræðslustarfið og til að fylgja þeirri vinnu eftir höfum við ráðið fræðslustjóra í fullt starf. Katrín Jónsdóttir mannfræðingur og hjúkrunarfræðingur var ráðin í þessu stööu en hún mun ásamt stjórn og framkvæmdastjóra móta stefnu félagsins í fræðslu- málum og hrinda henni í framkvæmd. Við höfum kallað ríki og sveitarfélögtil samstarfs oggeröum til að mynda þriggja ára samstarfssamning við Menntasvið Reykjavíkur sem lítur að fræðslu til starfsfólks í grunnskólum borgarinnar. Reynslan annars staðar frá sýnir okkur að bætt löggjöf er ekki nægjanleg ein og sér til að tryggja réttindi samkynhneigðra. Reynsla annarra þjóða sem hafa innleitt framsækna löggjöf kennir okkur að ef fræöslu er ábótavant eykst hætta á ofbeldi og hatursglæpum. Þetta tvennt verður alltaf að haldast í hendur. Þá hafa aöstæður á íslandi gerbreyst og hér býr fjöldi fólks af erlendum uppruna sem margt kemur frá löndum þar sem réttarstaða og félagsleg staða samkynhneigðra er afar óljós. Það á ekki að venjast því um- burðarlyndi sem er gagnvart samkynhneigðum á íslandi í dag og til þessa fólks þurfum við að ná. Breyttar aðstæður kalla á breyttar áherslur og því reynum að beina fræðslunni að ólíkum hópum. //Landfræðileg miðja Frosti starfar hjá Birtingarhúsinu en hann iagði stund á háskólanám bæði í sálfræði og hagvísindum. Hann er í sambúð og búsettur í Sólheimum 30. Það er steinsnarfrá blokkinni þar sem Samtökin '78 voru stofnuð fyrir þrjátíu árum. „Það má segja að þetta sé einskonar landfræðileg miðja Reykjavíkur og mér skilst að útreikningar skipulagsyfirvalda staðfesti það,“ segir hann og hlær. „Það er í raun ótrúlegt hvað mikið hefur áunnist á þrjátíu árum en vió megum heldur ekki gleyma því hvað þetta er í raun stuttur tími. Við þurfum að þekkja sögu okkar til að fagna því hvað við höfum áorkað miklu en líka til að sjá hvað mikið getur breyst á stuttum tíma, til góðs eða ills. Sagan er og verður mikilvægur partur af okkur sjálfum og okkar samtökum. Menn geta reynt að skora hana á hólm en það er ekki hægt að skilja hana eftir.”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1493

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.