Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Blaðsíða 31

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Blaðsíða 31
 Einungis sex manns tóku þátt í þessari fyrstu mótmælastöðu, a!ft karlmenn. Hér má þekkja þá Þorvald Kristinsson sem er íforgrunni myndarinnar, bak við hann er Ólafur Guðbrandsson. Lengst til hægri er Guðni Baldursson. til skelfingar herlögreglumenn sem höfðu þá þegar gert upptæk öll hommaklámblöðin í prestsbústaðnum. Honum var varpað í fangaklefa á Vellinum og ekki sleppt þaðan aftur fyrr en hann hafði nafngreint tugi hermanna sem hann hafði átt vingott við meðan hann dvaldi á Keflavíkurflugvelli. Þeim var öllum vísað úr hernum með skömm. Þetta sagði hann mér og sambýlismanni mínum í bréfi sem hann skrifaði okkur og tók þá sérstaklega fram að hans örlög hefðu þó verið betri. Hann var fluttur í nýja sókn á Havaí þar sem hann hélt áfram að þjóna sinni kirkju og þá væntanlega einnig með sínu lagi.“ //Guðni og Helgi íkröfugöngu Árið 1982 var viðburðaríkt hjá hinu unga félagi. Áformað var að taka þátt í kröfugöngunni 1. maí en tiltækinu var ekki vel tekið af skipuleggjendum göngunnar. Ekki var þó amast við því að félagar Samtakanna ‘78 væru með þótt þeir fengju ekki formlega aðild að hátíðarhöldunum þennan dag. Þegar til átti að taka mættu þó aðeins tveir til að taka þátt. Það voru þeir Guðni Baldursson og Helgi Viðar Magnússon eiginmaður hans. Þeirgengu fyrir framan lúðrasveitina Svan með tæplega þriggja metra langan boröa, hvítan með tveimur bleikum þríhyrningum, sem á var letraö Atvinnuöryggi fyrir homma og lesbíur. Eftir á að hyggja segir Guðni Baldursson að þessi tveggja manna kröfuganga hafi verið, „skemmtilegasta aðgerð sem hann hafi tekið þátt í." Þá var þetta sama ár haldið í fyrsta sinn upp á frelsisdag homma og lesbía 27. júní með því að dreifa flugriti á Ingólfstorgi. Einungis sex félagar tóku þátt í þeirri aðgerð, þar af tveir Svíar sem voru hér gestkomandi. Það vildi þó félaginu til happs að þennan sama dag var útisamkoma á torginu í tilefni af því að nokkrir hjólreiðagarpar voru að leggja af stað í hringferð um landið og var því talsverður fjöldi fólks þar samankominn. Á fullveldisdaginn, fyrsta desember, árið 1982 stilltu sex félagar í Samtökunum sér upp á Austurvelli gegnt Alþingi og mótmæltu banni Ríkisútvarpsins á auglýsingum sem var beint til lesbía og homma og sinnuleysi stjórnvalda um það misréttí sem hommar og lesbíur þyrftu að búa við. Þótt aðgerðin væri ekki fjölmenn var mikill hugur í þátttakendum. Einn huldi andlit sitt framan af en eftir aó leið á mótmælaaðgerðina féll gríman. Atburðurinn vakti mikla fjölmiðlaathygli og kom málstað samkynhneigöra á kortið. Þá sýndi sjónvarpið frá þessum mótmælum en það hafði ekki gerst áður nema þegar Jón Ragnarsson, Nonni, fór í viðtal haustið 1975. Þá rak fréttakona sjónvarpsins upp í hann hljóðnema og spurði ábúðarmikil: „Eruð þér kynvilltur Jón.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1493

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.