Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Blaðsíða 82

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Blaðsíða 82
hvað eigum við aö miða? Eru hinsegin bókmenntir bækur sem hinsegin fólk skrifar, burtséð frá því hvort þær fjalla um hinsegin efni að einhverju leyti? Eóa eru það bókmenntir sem lýsa hinsegin reynslu eða þar sem samkynhneigðar persónur koma við sögu, sama þótt höfundurinn sé gagnkynhneigöur? Ég held að maður þurfi ekkert endilega að vera gay til að skrifa hinsegin bókmenntir. Hins vegar finnst mér oft hundleiðinlegt að lesa „hinsegin lýsingar" eftir gagnkynhneigða höfunda af því þeir enda iðulega með því að skrifa eitthvað sem er algjör klisja, þótt þeir séu mjög vel meinandi í sjálfu sér. Stundum fæ ég algjöran bjánahroll bara yfir því hvernig fjallað er um efnið, tii dæmis um aö koma út úr skápnum o.s.frv. Efnistökin veröa oft svo lituð af pólítískri rétthugsun, og maður finnur að höfundinum finnst þetta allt hálfvandræðalegt eða skrýtið. Síðan er líka erfitt að fjalia um og skilgreina hinsegin bókmenntir í íslensku samhengi af því að sagan okkar er svo stutt. Þetta eru eiginlega ekki nema nokkrar bækur. Þess vegna er hætt við því að sýn okkar á hlutina bjagist dálítiö. Var til dæmis bara svona hljótt um Elías Mar af því hann var hinsegin? Það er fullt af skáldum frá svipuðum tíma sem hafa fallið í gleymsku án þess að eiga það skilið, til dæmis Steinar Sigurjónsson. Ekki var hann hommi. En það er auðvitað fullkomlega skiljanlegt að sagan skuli ekki vera lengri en þetta. Hvaöa forsendur voru svosem til að skapa hinsegin bókmenntir á íslandi á meðan hommar og lesbíur þurftu hreinlega aö flýja land vegna fordóma?" En hvað með mikilvægi hinsegin bókmennta í samfélaginu í heild? Skipta þær máli? „Já, þær skipta gríðarmiklu máli, ekki síst fyrir ungt fólk sem er að velta þessum málum fyrir sér. Það þurfa að vera til bækur sem spegla okkar veruleika eins og hann er. Ég veit t.d. að bókin mín er eitthvað lesin í Menntaskólanum við Hamrahlíð, þar geta nemendur valið hana í ákveðnum áföngum og það finnst mér alveg frábært. Það skiptir gríðarlega miklu máli að ungu fólki finnist þetta vera eðlilegur hlutur. Ef það hefur aðgang að hinsegin bókmenntum í skólakerfinu þá hjálpar það við að kæfa fordómana. Það er nóg af áróðri úr hinni áttinni. Fyrst einhverjir brjálaðir amerískir predikarar geta lagt undir sig heilu drottningarviðtölin í Kastljósinu verðum við að nota okkar vopn á móti. Annars er ég ekki frá því að ég hafi verið betri fulltrúi gegn fordómum í garð samkynhneigðra áður en ég kom út úr skápnum sjálf. Ég hef alltaf haldið þessu á lofti í eigin kennslu, fjallað um samkynhneigð sem eðlilegan hlut og hvatt krakkana til að vera fordómalaus. Áður fyrr fannst þeim ég sjá þetta frá þeirra sjónarhóli og þá var ég í allt öðru hlutverki, en núna geta þau alveg eins sagt „Jájá, þú segir þetta bara af því að þú ert sjálf samkynhneigð.““ Ingunn er þó ekki á því að hún hafi leitað mikið t smiðju hinsegin skálda gegnum tíðina. „Ég veit ekki hvort önnur „hinsegin" skáld hafa haft einhver sérstök áhrif á mig í skáldskapnum. Kristín Ómarsdóttir hefur auðvitað áhrif af því hún er svo mikill snillingur í því sem hún gerir, en ég er ekkert viss um að það hafi neitt að gera með það að bækurnar hennar eru „hinsegin." Sama máli gildir um Guðberg. Ég les fyrst og fremst bara alveg rosalega mikið af bókum, helst, en ekki eingöngu, góðum bókum. En ég er mjög lítið að spá í hvort þær eru hinsegin eða ekki. En það er samt mjög gott að hafa aðgang að þeim bókum sem maður þarf á að halda, af hvaða toga sem þær eru. Bókasafn Samtakanna '78 er til dæmis alveg frábært. Ég kom þangað fljótiega eftir að ég kom út úr skápnum og fannst merkilegt að sjá allar þessar endalausu hillur af bókum um hinsegin málefni, miklu meira en mér hafði nokkurn tímann dottió í hug að væri til. Þarna var maður að afgreiða og ég vatt mér að honum og spurði hvort hann ætti einhverjar bækur fyrir konur sem væru orðnar fullorðnar þegar þær koma út út skápnum. Hann hallaði sér aftur í stólnum og jánkaði íbygginn, og teygði sig beint í bók sem heitir „Women Coming Out in Later Life" eða eitthvað í þá átt. Þetta fannst mér magnað, ég man að ég hugsaði: „Vá, það eru í alvörunni til bækur um allt!“ Hún gagnaðist mér nú reyndar ekkert sérstaklega vel af því hún var einum of mikið sniðin að amerísku samfélagi og speglaði ekki þann veruieika sem ég stóð frammi fyrir. En bókasafnið er óskaplega merkilegt fyrirbæri engu að síður." Hvað með þín eigin verk - eru þau hinsegin? „Ég spái eiginlega voðalega lítið í það. Ég kom út svo seint, ég var orðin 32ja ára þannig að fyrir mér var þetta allt öðruvísi reynsia en ef ég hefði t.d. komið út þegar ég var tólf eða þrettán ára. Þetta snýr í sjálfu sér ekki veruleikanum við nema upp að vissu marki. Það að vera lesbía er bara hluti af mínu ídentíteti, ég fer t.d. ekki út og næ mér í splunkunýjan vinahóp bara af því ég er komin út úr skápnum. Þetta er ekkert svo mikió mál. Ég vil heldur ekki lenda í því að vera flokkuð einhvernveginn „sér" bara útafþví að ég er hinsegin. Ég vil að fólk lesi bækurnar mínar bara sem bókmenntir, en ekki sem „hinsegin bókmenntir." Það sjðnarhorn er svo þröngt og afmarkandi. Núna ertil dæmis væntanleg eftir mig Ijóðabók sem inniheldur bæði gömul og ný Ijóð. Elstu Ijóðin eru ort áður en ég kom út úr skápnum, þegar ég átti kærasta og þau eru ort til hans. í nýrri Ijóðunum yrki ég síðan til konunnar minnar. Svo þetta „hinsegin" hugtak er mjög fljótandi stærð í mínum skáldskap og á bara stundum við.“ Ég spyr Ingunni hvort það hafi tekið á að skrifa Guðlausa menn. Ljóðin eru jú óvenju hreinskilin enda snúast flest þeirra um áhrifaríka atburði og tilfinningaþrungið lífsuppgjör. „Ég veit það ekki, jú að vissu leyti. Ég gekk auðvitað nærri mér með þessum Ijóðum en samt ekkert nær mér en ég vildi sjálf. Síðan er þetta auðvitað líka skáldskapur í bland, það er ekki allt satt sem stendur í Ijóðunum mínum. Stundum þarf maður að fella fjórar persónur saman í eina, eða tvo atburói í einn. En ég veit að margir standa í þeirri meiningu að allt í bókinni sé satt, af því hvað viðfangsefnið er persónulegt. Hvatinn að bókinni var sá að amma mín dó, og það var mjög erfitt. Ég kveið því eiginlega mest hvað fólkið sem stendur mér næst myndi segja. Sumt fólk var alveg gáttað á því hvað ég væri opinská og hafði áhyggjur af því hvaða áhrif það hefði á fjölskyldu mína. í bókinni yrki égtil dæmis á mjög hreinskilinn hátt um hjónaband bróður míns, og ég var stundum spurð: „Talar bróðir þinn ennþá við þig?“ En fjölskylda mín var mjög sátt við Ijóðin, og það var í rauninni það eina sem skipti mig máli. Ekki síður sum eldri skyldmenni mín, t.d. systir ömmu. Mérfannst það gott. Annars skiptir það mig ekki miklu máli hvað fólk úti í bæ hugsar um mig, meðan það hefur ánægju af að lesa það sem ég skrifa.“ 82
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1493

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.