Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Blaðsíða 9

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Blaðsíða 9
Sjöfn Helgadóttirfékkuppáskrifaða kvenhormóna hjá Níelsi Dungal, þegarfjölskyldan komstaðsamkynhneigð hennarárið1940. Kvenhormónarnir dugðu ekki til. Hún varð fyrsta konan til að koma á vettvang Samtakanna '78, fimmtíu og þriggja ára. í dag er hún áttatíu og þriggja ára og nöturleg lífsreynsla hefur ekki enn náð að slökkva fjörið í augunum. Hún hvessir þeim á mig þar sem ég sit við sjúkrarúmið hennar á Landakoti og segir: „Ég átti alltaf nógan sjens góða mín. Þú skalt athuga það." Sjöfn Helgadóttir var lítil stelpa sem vildi ganga í buxum. Þá gengu stelpur í kjólum eða pilsum og kotí. Ekki Sjöfn. „Þetta þótti í lagi uppi í sveit og sumstaðar í sjávarplássum þegar ég var að alast upp. I Reykjavík áttu stelpur hinsvegar að klæðast pilsi. Ég átti óskaplega bágt þegar það var reynt að troða mér í pils eða kjóla. Barðist um á hæl og hnakka." Hún var fljótari að hlaupa en aðrir krakkar og hafði áhuga á smíóum og fótbolta. Hún bjó ásamt eldri systkinum og móður á Njálsgötu 62 í Reykjavík þegar hún man fyrst eftir sér. Systkinin voru alls þrettán, sum voru flutt að heiman enda var Sjöfn langyngst í systkinahópnum. „Mig langaöi alla tíð meira að vera strákur og veistu; það hefur ekkert breyst." Afhverju? „Af því að ég var svo skotin í stelpunum", segir hún og glottir. //Yndislegtsumar Mamma Sjafnar varð veik af krabbameini og lagðist banaleguna þegar Sjöfn var sjö ára. Pabbi Sjafnar, sem vartalsvert mikið eldri en móðirin, var bóndi og útvegsmaður stærstan hluta ævinnar. Hann fórí miðju veikindastríði móðurinnar að búa á Selártjörn í Rangárvallasýslu meö talsverðan bústofn. Sjöfn fór þangaö sumarið sem hún var fimm ára ásamt móður sinni og dvaldi þar fram á haust. „Þetta var yndislegt sumar fyrir okkur mömmu en hún hefur sjálfsagt átt í sálar- stríði án þess að ég yrði þess vör. Pabbi var kominn með ráðskonu og hafði gert henni barn. Þetta var ekki eina dæmið en saga hálfsystkina minna er og veröur sjálfsagt óskráð. I eitt skipti þurfti að gifta myndarlega prestdóttur vinnumanni af því aó hún gekk með barn pabba sem hafði drepið niður fæti á prestsetrinu." Sjöfn fór ásamt móður sinni og systkinum aftur til Reykjavíkur en heilsu móður- innarfór óöum hrakandi. Hún var mikið á sjúkrahúsi en lá oftast fyrir þegar hún var heima. Þá segist Sjöfn hafa setiö á rauðum skemli fyrir framan rúmið hennar og reynt að vera stillt og góð meðan mamma hennar las fyrir hana sögur. //Uppnefnd ískóla í Miðbæjarskólanum var Sjöfn fyrst kölluð öfuguggi. Það var skammaryrði sem hún átti eftir að heyra oftar þegar hún komst á fullorðinsár. í skólanum var það þó ekki vegna þess að hún laðaðist að stelpum heldur vegna þess að hún skrifaði með vinstri hendi. „Kennarinn tók í höndina og batt hana fyrir aftan bak til að venja mig af þessu. Ég reyndi að nota hægri höndina en gat ekki skrifað með henni og það leit út eins og einhver hefði klórað á pappírinn. Skólastjórinn gekk stundum stofu- gang og þegar hann kom í okkar bekk kom hann auga á mig þar sem ég var að gráta ofan í bókina. Hann leysti á mér höndina, leiddi mig burt úr stofunni og inn á skrifstofu til sín og gaf mér perubrjóstsykur. Þegar hann kvaddi mig sagði hann, „þú skrifar svo framvegis með vinstri hendinni.““ Upp úr því fóru krakkarnir að uppnefna hana öfugugga. //Stikað um miðbæinn Pabbi Sjafnar var sjaldan í bænum. „Þegar hann kom í bæinn var hann á yfirreið eins og biskup í vísitasíu, uppábúinn og fullur tilhlökkunar eftir að fá sér í staupinu. Ég fékk stundum að fara með honum í bæinn og þá stikaði hann svo hratt niður Njálsgötu í átt aö Njarðargötunni að ég þurfti aó hlaupa við hlið hans til að hafa við honum. Og svo fórum við um ríki pabba. Á fyrsta áfangastaönum fékk ég að sitja á tunnu meðan hann fékk sér brennivín og hákarl hjá Gunnari vini sínum í versluninni Von. Því næst var farið niður á Laugaveg 42 til Sigga og Söru í Sokkabúðinni. Þessi yfirreiö endaði síðan hjá Jónatan gullsmið. Allsstaðar var drukkið ótæpilega og ég fékk eins mikið sælgæti og ég gat í mig látið.“ Það kom fyrir nokkrum sinnum að Sjöfn læddist úr rúminu sínu á Njálsgötunni þegar allir voru sofnaðir til mömmu sinnar og kúrði við hliðina á henni í rúminu. í eitt slíkt skipti kom eldri systir hennar og ætlaði að taka hana. Þá stöðvaði mamma Sjafnar hana og sagði: „Leyfðu litla greyinu að kúra fyrir ofan mig í rúminu og hlýja sér.“ Um nóttina vaknaði Sjöfn á sófanum frammi í stofu. Eldri systur hennar sögðu henni að mamma hennar væri farin til guðs. „Það var gengið frá líkinu heima eins og oftast í þá daga. Kistan stóð svo opin inni í herberginu í tvo daga svo vinir og ættingjar gætu kvatt hina látnu.“ Fyrstu árin eftir dauða móður sinnar bjó Sjöfn hjá eldri systur sinni á Njarðargötu í Reykjavík en íbúðina fékk systir þeirra gegn því að annast um hana. //HarmleikuríHöfnum Þegar Sjöfn var ellefu ára keypti faðir hennar jörðina Kotvog í Höfnum. Hann bjó þar útvegsbúi meö ráðskonu sinni, eldri bræðrum Sjafnar og hálfsystur hennar. Þegar hún var tólf ára var hún send til hans til að hjálpa til á heimilinu. Einn dag að vorlagi, þann fimmta apríl árið 1939, þegar fermingardagur Sjafnar var óðum að nálgast, fóru börnin í Höfnunum heim úr skólanum full tilhlökkunar en bátarnir áttu að leggja næturlóðin eins og það var kallað. Öll börnin áttu að fá að fara með enda margir bátar f þessu litla þorpi. Heimili Sjafnar tilheyrðu tveir bátar, Sjöfn og Bára. Á öðrum var pabbi hennar formaður en á hinum bróóir hennar. Þegar Sjöfn kemur heim til sín með skólabækurnar er henni óvænt bannað að fara. „Hann skipaði mér að fara að læra fyrir skólann og hlustaði ekki á neinar fortölur." En í þetta sinn ákvað hún að hlýða ekki pabba sínum heldur læddist niður að sjónum og meðfram hlöðnum brimgarði fyrir neðan bæinn. Við bryggjuna tókst henni að lauma sér um borð í bát bróður síns sem hughreysti hana og lofaöi að tala máli hennar. „Hann sagði: „Auövitað færð þú að fara eins og hinir krakkarnir. Ég sé um kallinn þegar við komum heim.” En það kom nú aldrei til þess.“ Þegar bátarnir nálguðust þorpið varö Ijóst að þykkur reykjarmökkur lá yfir öllu. Það greip um sig mikil skelfing um 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1493

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.