Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Blaðsíða 19

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Blaðsíða 19
Auövitað er lýðræði ekki skilvirkasta stjórnarform sem til er en i því felst þó frjómagn og sköpunarkraftur sem önnur form hafa síður. Skilvirkasta stjórnarform sem um getur er hins vegar upplýst einræði og það ríkti óhindrað í Samtökunum '78 í mörg ár. Starfið fólst aðallega í að skrifa fræðigreinar í blöð um sjúkdóminn hómófóbíu og halda umræðufundi, gjarna í safnaðarheimilum þjóðkirkjunnar; að sögn til að „kortleggja andstöðuna” en kannski vildu menn bara ekki fá óupplýstan hommaskríl inn á sig. //Hneykslaðirá Samtökunum'78 Eftir 1980 fór að rofa til í íslensku samfélagi og smám saman fóru landflótta hommar að ttnast aftur heim. Þannig vildi til að þeir sem höfðu haft hvað mestan áhuga á starfi lceland Hospitality fluttust flestir aftur heim um sama leyti haustið 1981. Þá varð Ijóst að fylgi Samtakanna '78 hafði rýrnað niður í nánast ekki neitt og þau voru varla mikið meira en blöð f skrifborðsskúffu. í næstum fjögur ár frá stofnun þeirra hafði ekki verið haldin ein einasta samkoma eða skemmtun þar sem menn gætu hist og talað saman án þess að sitja undir einstrengingslegum fundarsköpum. Reyndar hefur lagahyggjan og fundarskapaástríðan loðað við Samtökin '78 fram á þennan dag. Menn sem höfðu búið og tekið þátt í gaylífinu í borgum á borð við Kaupmannahöfn, Amsterdam, London og San Francisco voru einfaldlega hneykslaðir á Samtökunum; á sofandahætti félaganna og durtshætti forsvarsmanna þeirra við gay almenning. Eftir miklar viðræður og fundahöld fékkst þó loks leyfi stjórnarinnar til að efla til skemmtunar í nafni Samtakanna og fyrsta gay ballið á ísland var haldið milli jóla og nýárs 1981. Það var glæsilegt og vel sótt og menn skemmtu sér hiö besta. Upp úr sauð þó þegar tímarit birti grein um gay hreyfinguna á íslandi og ballið og birti myndir með. Enginn þeirra sem sáust á myndunum kvartaði þó einu orði og greinin var hin vinsamlegasta í alla staði en forystumenn Samtakanna ærðust. Þeir höfðu lagt hart að sér við að ávinna sér traust og virðingu málsmetandi gagnkynhneigðs fólks og koma því í skilning um að hommar og lesbíur væru kúgaður minnihlutahópur, vansæl olnbogabörn Úrmatarboði hjáMSCseint á níunda áratugnum þjóðfélagsins, sem ættu sér engan málsvara nema Samtökin. Frá þeirra sjónarmiði gekk það drottinsvikum næst að þessir aumingjar héldu skemmtun á eigin forsendum og leyfðu sér síðan blygðunarlaust að segja frá því opinberlega //MSC ísland Upp úr þessu hófst áralangt þras en hægt og rólega færðist dálítið líf í Samtökin og í stjórnina völdust nýir menn sem höfðu meiri skilning á félagsþörf og félagsþrá fólks. Þegar leið á níunda áratuginn kom líka upp óþekktur sjúkdómur og menn höfðu um nóg annað að hugsa en þrætur og þras um innanfélagsmál. Eftir sem áður var þó alltaf greinileg togstreita milli hópa þangað til þeir sem stóðu á sínum tíma fyrir lceland Hospitality tóku sig til í maí 1985 og stofnuðu sitt eigið félag á jafn lýðræðislegum forsendum og það var. Stofnendurnir voru sammála um að skemmtilegustu gay staðirnir sem þeir þekktu væru leðurbarirnir og það vantaði algjörlega þann þátt gayltfsins á íslandi. Þvl skyldum við ekki hafa leðurklúbb hér? Jafnframt mætti öllum þá vera Ijóst að nýja félagið væri ekki klofningur úr Samtökunum og ekki I neinni samkeppni við þau sem forsvari samkynhneigðra. Hins vegar fengist þá loksins vettvangur til að halda uppi siðmenntuðu samkvæmislífi á gay forsendum. Þetta reyndist heillaráð; félagar I MSC hafa verið og eru langflestir líka félagar I Samtökunum og samvinna félaganna er með mestu ágætum. MSC ísland hefur haldið uppi félagslffi fyrir gay karlmenn I rúma tvo áratugi og er virkur þátttakandi I alþjóðasamstarfi sams konar klúbba I tveimur bandalögum, Evrópusambandi og Noröurlandasambandi. I tíu ár hefur klúbburinn haft eigin samkomustað þar sem allt starf er unnið I sjálfþoðavinnu. Tengslin við gömlu grasrótarsamtökin, lceland Hospitality, hafa alltaf verið augljós en þó varð sumum dálítið um kaflafyrirsögn I grein skeleggs blaðamanns I Grapevine I fyrrasumar þar sem fjallað var um gay lífið I Reykjavík. Blaðið er gefið út á ensku og fyrirsögnin sem hann valdi fyrir umfjöllunina um MSC ísland var: A Refuge for Former Sexual-political Refugees eða Griðastaóur fyrir fyrrverandi sexúal-pólitlska flóttamenn. þÓRÓLFOR. OCc SlGcURJPALL. VöK-0 A H«MKASKYTTFR.U ÓSK.TOHL’ÍB fE&AR MStLÍM TflKO ÓVÆ.NTA StEFMO.--- 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1493

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.