Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Blaðsíða 7

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Blaðsíða 7
Jóhanna Sigurðardóttir félags- ogtryggingamálaráðherra ávarpar Samtökin 78 á 30 ára afmæiinu. Þegar Samtökin ‘78 fagna sfnu þrítugasta starfsári er við hæfi að Ifta yfir farinn veg í réttindabaráttu samkynhneigðra. Sú var tíðín hérlendis að samkynhneigðir þurftu að fara f felur með ástarmál sín og kynhneigð, Það þótti mikið feimnismál að kynna maka fyrir nánustu ættingjum og vinum. Mikið hugrekki þurfti til að tjá sig opinberlega um kynhneigð sfna. Sá sem það gerði mátti oft sæta aðkasti og lítilsviróingu í samfélaginu. Samtökin ‘78 voru stofnuð við þessar aðstæður árið 1978. Samtökin hafa frá upphafi barist fyrir því að samkynhneigðir einstaklingar njóti fullrar viðurkenningar og réttinda og séu sýnilegir þegnar í samfélaginu. Á þeim þrjátíu árum sem liðin eru frá stofnun samtakanna er óhætt að segja að mikil breyting hafi orðið á afstöðu fólks til samkynhneigðra. Sá árangur hefur ekki náðst án fyrirhafnar. Aðdáunarverð framganga ýmissa samkynhneigðra einstaklinga sem hafa gengið fram fyrir skjöidu, opinberað kynhneigð sína og lagt sig þannig undir í atlögu við fordóma samfélagsins, hefur lyft grettistaki f þessum efnum. í slíkri baráttu er ómetanlegt að hafa á bak við sig öflug félagasamtök eins og Samtökin ‘78 sem samhliða hafa staðið fyrir umfangsmikilli fræðslu í skólum, á vinnustöðum og með opinni umræðu í samfélaginu öllu. Réttur og frelsi sérhvers einstaklings til að haga einkalífi sínu í samræmi við kynhneigð sína nýtur almennrar viðurkenningar í samfélaginu nú á tímum. Markviss barátta samtakanna fyrir réttindum samkynhneigðra að lögum er aðdáunarverð. Ég er sannfærð um að þessi barátta Samtakanna ‘78 hefur einnig komið öðrum minnihlutahópum til góða. Samtökin ‘78 hafa byggt upp mikið stuðningsnet fyrir einstaklinga sem viðurkenna samkynhneigö sína. Þetta stuðningsnet hefur hjálpað fjölda manns við að fara yfir þessa krossgötu í lífinu með fuliri reisn. Það á jafnt við um einstaklinga sem og fjölskyldur þeirra. Gleðigangan og Hinsegin dagar sem haldnir eru hvert sumar hér landi eru eitt dæmi um hið mikla afrek sem Samtökin ‘78 hafa unnið á þessum þrjátíu árum. Gieðigangan er orðin mikilvægur hluti af menningarlífi landsmanna og þar meö tilvist og sýnileika samkynhneigðra. Á ári hverju kemurfjöldi manns, aðstandendur og aðrir, til þess að sýna samstöðu með samkynhneigðum á þessum degi. Því miður hefur barátta fyrir réttindum samkynhneigðra ekki veriðjafn árangursrfk í mörgum öðrum ríkjum. íslensk stjórnvöid eru ekki stikkfrí í þeirri baráttu og það skiptir miklu máli að rödd íslands heyrist ogfordæmi þess í réttindamálum samkynhneigðra verði sýnilegt á alþjóðavettvangi. Ég mun sem félags- og tryggingamáiaráðherra leggja mitt af mörkum tii þess að íslensk stjórnvöld verði til fyrirmyndar á þessu sviði. í því sambandi má geta þess að á vegum Félags- og tryggingamálaráðuneytisins er starfandi nefnd sem gegnír því hlutverki að bera saman íslensk lög og ákvæði í mismununartilskipunum Evrópusambandsins með það að markmiði að aðstæður hér á landi samræmist þeim réttindum sem felast í tilskipununum. Afnám hvers kyns mismununar í samfélaginu er mér hjartans mál. Félagasamtök eru tæki fólks til að ná sameiginlegu markmiói. Ég er þeirrar skoöunar að þótt margt hafi áunnist á þessum þrjátíu árum sé enn full þörf fyrir Samtökin ‘78. Umræðan og barátta samkynhneigöra fyrir réttindum sínum innan þjóðkirkjunnar undanfarin misseri sýnir það og sannar. Þótt vissulega megi segja að málefni samkynhneigðra þróist þar í rétta átt þá vantar enn upp á skilning og umburðarlyndi þjóðkirkjunnar í málefnum samkynhneigðra. Sú staðreynd hefur valdið mörgum vonbrigóum og sorg. Við þessi tímamót vii ég þakka Samtökunum ‘78 fyrir það mikla starf sem þau hafa unnið síðastliðin þrjátfu ár. Ég veit að hið mikla baráttuþrek sem þau hafa sýnt er öðrum til eftirbreytni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1493

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.