Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Blaðsíða 65

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Blaðsíða 65
 HEIMASAMKWMir //„ H var er partý í kvöld?" Það væru hreinlega svik við söguna að gera grein fyrir skemmtanalífi hinsegin fólks án þess að minnast á heimapartýin. Eins og með svo margt annað á þessum vettvangi er upphaf þeirra þó heldur óljóst. Heimildir vitna um partý á svipuöum tíma og Elías Mar og félagar sitja á Laugavegi 11, en hugsanlega má rekja þau afturfyrir heimsstyrjöld. Hver veit? Eitt er þó víst. Hlutverk þeirra í sögu hinsegin fólks er veigamikiö. Á 7. og 8. áratugnum er hinsegin fólk enn í dimmum skápnum. Hætti það sér hins vegar út á djammið þarf þaö að vera mætt fyrir 23.30 til að komast inn. Gildir svo einu hvort föstudagsstemmningin er súr eöa sæt, lýðurinn skal heim að sofa klukkan 1. Á laugardagskvöldum eru varðhundar ríkisforsjárinnar örlítið rausnarlegri og leyfa útivist til klukkan tvö. Séu þessar breytur lagðar saman við áðurnefnda fordóma á skemmti- stöðunum þarf engan snilling til að sjá hversu mikilvæg heimapartýin eru þeim sem ekki eru hreinlega flúnir af landi brott. Veturliði hefur orðió: Þetta var raunverulega þannig á þessum árum að síðdegis á föstudegi fóru símarnir aó glóa: „Hvar er partý í kvöld og hvað er að gerast um helginal?" Þá var ekki að spyrja að því að allt kerfiö fór í gang, hringt um allar trissur, komist að því hverjir skulduðu heimboð og svo framvegis og innan skamms voru menn þannig komnir með áætlun helgarinnar í hendurnar. Og þessi samkvæmi voru svo mikilvæg að þau urðu hreinlega að stofnunum í skemmtanalífinu. Lýsingar Inga Rafns eru svipaðar: Já, og eflaust má segja að þau hafi svaraö þessari stöðugu eftirspurn eftir stöðum og tíma til að skemmta sér á. En svo var það líka öryggiö sem þau veittu. Þau voru nefnilega alltaf miklu frjálslegri en skemmti- staðirnir og þar gat fólk dansaö og kysst án þess að vera rekiö út. Þórir tekur undir þessi sjónarmið, en segir samkvæmin líkajafn misjöfn og þau eru mörg: Sum voru dannaöri en önnur og viö héldum stundum tilkomumikil heimboð með borðskreytingum og tilheyrandi. Fyrir vikiö klíndu gárungarnir á okkur nöfnum eins og Postulínsgengið. Þá voru einnig haldin þemapartý, þar sem til dæmis allir mættu í dragi eða grímubúningum. Og samkvæmt Veturliða eru partýin haldin bæði fyrir og eftir böii: Já, og á 22 tímabilinu náði þróunin svo hámarki í þessu séríslenska fyrirbæri „fyrir utan ball“, að standa eöa sitja á tröppum og gangstéttum fyrir utan staðina eftir lokun. Þar var svo veitt og valið inn í eftirpartýin. Við félagarnir rannsökuðum þetta og skiptum þessu í fimm þætti: Sá fyrsti var partýiö fyrir ball. Annar þáttur geröist svo á barnum og gólfinu uppi. Sá þriöji fór fram á neðri hæðinni fyrir lokun og sá fjórði í þvögunni fyrir utan. Sá fimmti var svo í eftirpartýinu. Og það var að sjálfsögðu fyrst í fimmta þætti sem eitthvað fjör fór að færast í leikinn. Eins og áður hefur komið fram helst partýmenningin í hendur við framboð á skemmtistöðum og opnunartíma. í júlí 1979 verður bylting í þessum efnum og fólki leyft að skemmta sér til klukkan 1 á virkum dögum og 3 um helgar. Nítján árum síðar, eða í júlí 1998 tekur lögreglusamþykkt Reykjavíkur svo breytingum og í mars 1999 er samþykkt ný og endurskoðuö regiugerð um áfengissölu. Breytingarnar gera veitinga-mönnum nánast kleyft að hafa opið allan sólarhringinn um helgar og Ingi Rafn segir heimasamkvæmin líða fyrir það: Ég man eftir mörgum skrautlegum heimapartýum um 1990, þegar einungis var opið til þrjú. Þá kom fyrir að menn djömmuðu alla nóttina og allan daginn og fóru svo ekki úr partýinu fyrr en aftur um kvöldið. Til aö fara aftur út að djamma. Það má svo eiginlega segja að partýin hafi dáið með breyttum opnunartfma. Hið breytta partýlandslag er líka eitthvað sem Aldís og hennar kynslóð upplifa áratug síðar: Við vinkonurnar höldum partý fyrir flest böll. Þaó er alltaf gott að hita upp saman og skella sér svo á gott ball eða bara út á djammið. Ég verð hins vegar minna vör við eftirpartý enda tollir maður vanalega niðri í bæ fram eftir morgni. ÞRÓUNSKEMKTANAMENNINGAR OG^Á^KY^AR //Af streiturum, hanastélshommum og viskílesbíum Þegar svo er komið út á djammið rekst hinsegin fólk oft á tíöum á gagnkynhneigða fólkið, eða hina svokölluöu streitara. Um muninn á skemmtanahegðun þessarra hópa tveggja segir Veturliði: Þaö er svo merkilegt að í skemmtanalífi okkar sér maður streitlífið í dálitlum spegli. Auðvitað með svolítið öðrum formerkjum, karlmenn að hitta karlmenn og allt það, en samt eru svo mörg lögmál sem eiga alveg vió. Streit skemmtanalffið er náttúrulega miklu stærra og þaó eru bara fáar borgir sem geta státað af slíkri stærð í gaylífinu. En þegar maöur skoðar þessa smækkuðu mynd, þá skilur maður stundum streit lífið betur. Svona vísindalega. Og hvort sem fólk er gay eða streit heldur það alltaf að þetta snúist um að þjóna einhverjum kynferðislegum tilgangi. Undirliggjandi er það náttúrulega það sem heldur mannlífinu áfram og gangandi, það er auðvitað satt. En ég hef tekið eftir þvf að gay staðir, sérstaklega þeir sem eru nú svona virkilega vel sóttir og fínir, eru erfiðustu staðirnirtil að ná sér í einhvern til að sofa hjá. 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1493

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.