Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Blaðsíða 54

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Blaðsíða 54
1960-1970 1970-1980 //Borg í viðreisn og hommar á Hábæ Laugavegur 11 er sóttur af hommunum meira og minna allan 6. áratuginn, eða allt þangað til aörir staðir taka við. Samkvæmt lögmálinu. Sjöundi áratugurinn verður svo áratugur Viðreisnarstjórnar í landsmálum og samkvæmt Þóri upplifir Hótel Borg líka sína eigin viðreisn: Já, vinsældir hennar hafa farið upp og niður, en hádegisbarinn, sem var frá tólf til hálf þrjú á laugardögum, var alltaf sérstaklega öflugur. Annar hommi kastar frekara Ijósi á ástandið: Við vorum töluvert á Borginni á árunum ‘62-'64 og sumir gengust jafnvel við samkynhneigðinni væru þeir spuröir. Málið var bara að það spuröi enginn. Fólk hélt, vissi og hvíslaði en enginn talaði um þetta. Enda voru menn kannski ekkert komnir þarna eingöngu til að kjafta. Mönnum ber saman um að á þessum árum hafi barinn á Naustinu einnig verið töluvert vinsæll viðkomustaður. Þórir nefnir Itka Glaumbæ: Já, hann var alltaf dálítið gay. Þar var alltaf eitthvað að gerast, eða allt til að hann brann 1971. í apríl 1962 opnar svo veitingastaðurinn Hábær efst á Skólavörðu- holtinu, þar sem nú er Hótel Leifur Eiríksson. Staðurinn er lítill og k dálítið úr ieið og veitir kærkomið skjól frá skarkala miðbæjarins. Á m neðri hæðinni er bar og matstofa sem seiur kínverskan mat. Á þeirri efri er annar bar og setustofa og þangað fara hommar og listamenn að venja komur sínar upp úr 1964. Einn gestanna lýsir staðnum: Þetta var góður veitingastaður, en heldur dýr. Þarna var mikið um að vera, sérstaklega á föstudagskvöldum og geysimikið um homma. Stundum upp undir 20-30 manns á barnum, sem líklega rúmaði um 40 manns. Andrúmsloftið var virkilega notalegt og bauö upp á mikið sull, sukk og kjaftagang. Starfsfólkið vissi allt um okkur hommana og það var bara hið besta mál. Þórir bætir við: Dagurinn hófst oft á Borginni í hádeginu, svo var heimapartý og að lokum farið á Hábæ um kvöldiö. Seinna er garðurinn við húsiö opnaður og kallaöur „Garður hins himneska friðar". Borðum og bekkjum er slegið upp, boðið upp á tónlist og vinsældirnar aukast. Gestum af öóru sauðahúsi fer fjölgandi, en eftir því sem stemmingin breytist tínast hommarnir hljóðlega á brott, einn af öðrum. U*m'nr nýtt veitinga ndLkcl hús í R.vík f GJER opnaði nýtt og sérstætt | val arkitekt teiknaði og sá um veitlnga- eða veizluhús hér í smíöi þess á vegum Húsbúnaðar Revklavík. Ilefur haff hlotiff I h.f. Vekia sum húsKÖgnin atíiygli //Bömpað á Sesari og troðið upp í Stúdentakjallaranum Þegar síðustu hommarnir yfirgefa Hábæ um miðjan 8. áratuginn hefur enn á ný færst fjör í Borgina. Haukur Morthens, Óli Gaukur og Svan-hildur halda uppi stuðinu og hommarnir stíga jafnvel nokkur varfærnisleg spor saman. Mest þó í gríni. Á þessum árum fer líka að verða ákveöin gerjun í skemmtanalffinu. Diskóið fer að ryðja sér til rúms og upp spretta nýstárlegir skemmtistaðir. Veturliði Guðnason lýsir Sesari sem opnar f Ármúlanum 1975: Sesar var svona upplýstur diskóstaður með Ijósum í gólfinu og veggjunum og allir að dansa bömp og voða skrítið. Þangað fjölmenntu hommarnir og voru bara við dansgólfið. Það var ekkert sem heitir! Og sama ár og hommarnir fara að bömpa á Sesari opnar Stúdentakjallarinn. Hann er af allt öðrum meiði og verður á næstu árum griðastaður margra lesbía. Lára Marteinsdóttir er ein þeirra: Það var alltaf gott að sækja kjallarann heim. Þarna var sambland af stúdentum, listamönnum og leikurum og mikið um tónleika og uppákomur. Jafnvel kom fyrir aö lesbíur tróðu upp. Gestirnir voru líka það opnir og frjálslyndir að þeir tóku okkur afar vel og við urðum hluti af hópnum. BÖMPAÐÁBARNUM Þjónarnir á Sesari brosa sínu breiðasta og hel tvöföldum vodka í appelsín íjanúar1976. 198^^990 //Óðal varðanna, kynvillturKlúbburogséreignarrétturáSafarí Þegar nær dregur árinu 1980 verður sviptivindasamt. Sesar leggur til dæmis upp laupana og er leystur af hólmi af stjörnum prýddri Hollywood. Borgin er enn á ný í góðri sveiflu og samkvæmt Láru ríkir þar nú dálítið vinstrisinnað andrúmsloft: Já, þarna blönduðum við geði við hugsjónafólk úr pólitík og listum. Stemmingin var þvf oft mjög róttæk og umræður líflegar. Diskódrottningarnar fóru hins vegar bara í Hollywood. Og ekki má gleyma Óóali. Sá staður opnar 1971, öólast vinsældir meóal hinsegin fólks í lok áratugarins og er farinn að skáka Borginni árið 1982. Fimmtudagskvöldin verða vinsæl og hefjast þá oft með viðkomu í Samtökunum ‘78 á Skólavörðustfg áður en haldið er á Óöal. En það er ekki bara fjör á Óðali. Hommarnir lenda í endurteknum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1493

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.