Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Page 34

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78 - 01.06.2008, Page 34
Eftir það urðu engar réttarbætur fyrir samkynhneigða í fimmtíu og tvö ár. Þegar Norðurlandaráð homma og lesbía átti fund í Reykjavík í júní 1983 hafði það mikla þýðingu fyrir stööu homma og lesbía hér. Sjónir umheimsins beindust þá að bágri stöðu samkynhneigðra samanborið við hin Norðurlöndin þar sem samtök homma og lesbía áttu sér mun lengri sögu. „Svarthöfði Vísis táraðist þó yfir innflutningi á útlendri spillingu," segir Þorvaldur Kristinsson. „Hann taldi þetta dæmigert fyrir niðurlægingu Norðurlandaráðs. Lægra gæti samstarf Norðurlandanna ekki komist." Norðurlandaráð homma og lesbía krafðist þess í ályktun eftirfundinn 1983 að unnið yrði að jafnréttis- ogverndarlöggjöf fyrir samkynhneigða og mannréttindasamþykktir Evrópuráðsins og Sameinuðu þjóðanna um afnám misréttis gagnvart minnihlutahópum yrðu virtar. Þögn löggjafans um samkynhneigð var svo rofin árið 1985 þegar Kristín Kvaran þingmaður Bandalags jafnaðarmanna lagöi fram þingsályktunartillögu um að skipuð yrði nefnd til að kanna lagalega, //Sorglegasti tíminn Árið 1985 setja læknar frá Landlæknisembættinu sig í samband við Samtökin ‘78, til að ræða við félagsmenn um sjúkdóminn AIDS. Þeirri plágu sem átti eftir að varpa löngum skugga yfir Iff og starf samkynhneigðra eru gerð ítarleg skil annars staðar hér í blaðinu, af þeim manni sem einna gerst þekkir til. Sjúkdómurinn átti eftir að höggva stórt skarð í raðir homma og skilja eftir óbætanleg sár. Þá fylgdi honum erfið og oft og tíöum hatursfull umfjöllun og hræðsla við samkynhneigð sem hvorki fyrr né síðar var jafn stæk og á síðari hluta níunda áratugarins. Fordómarnir áttu sínar spaugilegu hliöar. Fréttakona af útvarpinu gerði boð á undan sér og vildi ræða við félagsmenn um sjúkdóminn. Hún mætti glaðbeitt í viðtal við Guðna Baldursson sem spurði hvort hún vildi ekki setjast niður með kaffibolla og heyra almennt um starfið áður en viðtalið hæfist. Fréttakonan hélt nú ekki. „Fyrir yður hef ég aðeins tvær spurningar," sagði hún og kveikti á upptökutækinu. „Númer eitt. Hafið þér mök við karlmenn af KefIavíkurfIugve11i? Og númer tvö. Eruð þér reiðubúinn til að láta af kynlífi yðar þar til lækníng er komin við sjúkdómnum?" Það var ekki oft sem félagar áttu þess kost að sjá Guðna Baldursson, þann vígreifa baráttujaxl kjaftstopp en þetta var í eitt slíkt skipti. Þótt fordómarnir væru títt miklir frá samfélaginu, bæði gagnvart félaginu og félagsmönnum og þeim væri gert lífið leitt bæði í einkalífi og á húsnæóis- og vinnumarkaði á stundum, voru fordómarnir frá hommum og lesbíum sjálfum oft og tíðum sárastir. Mikill ótti gerði oft vart við sig á fyrstu árum samtakanna og reiði út f þá sem vildu „auglýsa sjálfan sig og félagið." menningarlega og félagslega stöðu samkynhneigðra. Menn og konur úr öllum flokkum nema Alþýðuflokki og Sjálfstæöisflokki stóðu að tillögunni. Tillagan dagaði seinna uppi í Allsherjarnefnd þíngsins og kom aldrei til afgreióslu í þinginu.

x

Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtökin '78 - 30 ára Afmælisrit Samtakanna '78
https://timarit.is/publication/1493

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.