Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.11.2020, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 14.11.2020, Qupperneq 6
Samgöngustofa auglýsir laus til umsókna 15 leyfi til leiguaksturs fólksbifreiða á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, 3 leyfi á Akureyri og 1 leyfi í Árborg. Þau ein geta sótt um leyfi sem hyggjast stunda akstur leigubifreiðar að aðalatvinnu og hafa lokið námskeiði fyrir leigubifreiðastjóra. Til að öðlast leyfi þurfa umsækjendur að uppfylla leyfisskilyrði, skv. 5. gr. laga nr. 134/2001 og rg.nr. 397/2003 um leigubifreiðar, með síðari breytingum. Úthlutun leyfis fer fram á grundvelli starfsreynslu við akstur leigubifreiðar, sbr. 6. gr. reglugerðarinnar. Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu Samgöngustofu, www.samgongustofa.is. Umsóknarfrestur er til og með 20. nóvember nk. Sími: 480 6000 . www.samgongustofa.is AUGLÝSING VEGNA ÚTHLUTUNAR ATVINNULEYFA TIL AKSTURS LEIGUBIFREIÐA Samgöngustofa SKÓLAMÁL Alls voru 133 börn með leyfi frá skóla frá foreldrum og 53 leikskólabörn þann 9. nóvember, samkvæmt tölum sem Skóla- og frí- stundasvið Reykjavíkur birti. Hæst fór talan 12. október, þegar 287 börn úr grunnskólum fengu leyfi frá skólastarfi frá foreldrum, en sama dag voru 93 börn með leyfi frá for- eldrum úr leikskólum borgarinnar. Teknar voru saman upplýsingar varðandi COVID-19 hjá öllum starfsstöðvum sviðsins einu sinni til tvisvar í viku í bylgju tvö og þrjú. Þar kemur fram að 159 börn í leik- og grunnskólum borgarinnar hafi fengið COVID, en af þeim hefur 117 batnað og 42 voru með virkt smit í byrjun vikunnar. Hrefna Sigurjónsdóttir, fram- kvæmdastjóri Heimila og skóla, segir að það sé erfitt að gera sér grein fyrir hvort þetta séu margir nemendur eða fáir, sem hafi fengið leyfi. Það geti verið fjölbreyttar aðstæður og ástæður. „Börnin geta líka verið í áhættu- hópi. Ég held að þegar barn fær leyfi þá þurfi að rökstyðja það af hverju barnið á að vera heima. Þegar börn eru heima, þá er þeim samt fylgt eftir víðast hvar. Kennararnir hringja og fylgja eftir náminu og athuga með nemendur.“ Hún bendir á að þegar rannsókn Velferðarvaktarinnar um skólaforð- un var birt skömmu fyrir COVID, kom í ljós að um 2.000 grunnskóla- börn glíma við skólaforðun og mæta lítið í skólann. Meðal helstu ástæðna skólaforðunar eru and- leg vanlíðan nemenda og erfiðar aðstæður heima fyrir. „Það var áhugavert, allavega þegar COVID skall á fyrst, þá virt- ust mörg börn sem voru að glíma við skólaforðun pluma sig betur – í meira fjarnámi, og höfðu meiri sveigjanleika með mætingu. Það er eitthvað sem þarf að rannsaka. Það hefur ekki bara verið að gerast hér á Íslandi heldur líka í öðrum löndum,“ segir Hrefna. Hún bætir við að þegar öllu er snúið á hvolf komi margt í ljós enda nemendur fjölbreyttur hópur. „Fjöl- breyttari kennsluhættir virðast henta ákveðnum hópi jafnvel betur. Þessi reynsla getur nýst seinna meir, að hafa fjölbreytileikann, þegar um er að ræða sérstakar aðstæður.“ Á fundi skóla- og frístundaráðs í vikunni var einnig lagt fram svar við fyrirspurn Sjálfstæðisf lokks- ins um aðgerðaplan borgarinnar í COVID, um kennslu og nám. Í við- bragðsáætluninni kemur meðal annars fram hvernig skólarnir skuli kortleggja stöðu hvers nem- anda, meðal annars út frá aðgengi að tækjum og búnaði, aðstöðu á heimili og hvers konar stuðning barnið þurfi. Þá er þess sérstaklega getið að haft sé samband við hvert barn daglega, sem er heima vegna COVID-aðgerða. Sérstaklega skal hugað að nem- endum í viðkvæmri stöðu, svo sem nemendum með kvíða, nemendum í neyslu og nemendum með annað móðurmál en íslensku. benedikt- boas@frettabladid.is Hundruð barna fengu leyfi frá skóla Foreldrar fengu leyfi fyrir 287 börn úr námi í grunnskólum Reykjavíkur þegar þriðja bylgja COVID-19 skall á. Um 2.000 börn glíma við skólaforðun og þau virðast standa sig betur með meiri sveigjanleika í mætingu. Slík hefur einnig verið raunin úti í heimi. Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur tók saman upplýsingar um stöðu útbreiðslu COVID-19 innan starfsemi skóla- og frístundasviðs og þróun útbreiðslunnar í bylgju 2 og 3. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Af gátlista Reykjavíkurborgar vegna náms sem stutt er af neti 1. Tryggja skal að haft sé sam- band við hvern einasta nemanda á hverjum virkum degi í fjarveru hans frá skóla. Það er hægt að gera með því að nota t.d. skólalausnir Google (s.s. Google Meet og Google Classroom) eða með símtali, eftir aðstæðum. 2. Gæta þarf sérstaklega að að- stoð við þá nemendur sem gætu þurft námslegan og félagslegan stuðning. Hægt er að leita til miðlægrar stoð- þjónustu s.s. brúarsmiða Miðju, Máls og læsis, kennsluráðgjafa á þjónustumiðstöðvum og sér- kennslufulltrúa á fagskrifstofu SFS. 3. Ef kemur til lokunar skóla vegna smits eða sóttkvíar og nauð- synlegt reynist að flytja nám og samskipti yfir á net eða í annað form þarf að skipuleggja námið út frá aðstæðum hverju sinni. Sveigjanlegt nám með stuðning af neti snýst ekki um að yfir- færa hefðbundna skólaum- hverfið inn í rafrænt umhverfi. 4. Í sveigjanlegu námi studdu af neti skal halda eins mikið og mögulegt er í hæfniviðmið sem lögð hafa verið til grundvallar í kennsluáætlunum skólaársins. Verði breytingar á þeim skal upplýsa bæði nemendur og for- ráðamenn um það. 5. Gera þarf áætlun um hvernig haga skal námsmati með tilliti til sveigjanlegs náms. Mikil- vægt er að sýna skilning við verkefnavinnu og taka tillit til mismunandi aðstæðna barna þegar kemur að námslegum stuðningi heima fyrir. 6. Huga þarf að fjölbreyttum kennsluháttum og leggja áherslu á skapandi verkefni sem geta aukið gleði nemenda og gert nám fjarri skólanum eins gefandi og innihaldsríkt og mögulegt er. Mikilvægt er að hafa áherslur menntastefn- unnar að leiðarljósi þar sem fagmennska og samstarf setja barnið sem virkan þátttakanda í öndvegi. Það var áhugavert, allavega þegar COVID skall á fyrst, þá virtust mörg börn sem voru að glíma við skólaforðun pluma sig betur – í meira fjarnámi, og hafa meiri sveigjanleika með mætingu. Hrefna Sigurjóns- dóttir GARÐABÆR Í nýjustu fundargerð umhverf isnefndar Garðabæjar lýsir fulltrúi Garðabæjarlistans yf ir ánægju með starfsskýrslu skógræktarfélags bæjarfélagsins, þar sem tillögur um að GKG verði úthlutað landsvæði við Smalaholt er gagnrýnd. Samkvæmt skýrsl- unni er til skoðunar að leggja níu holu golfvöll sem myndi ná allt að fimmtán hektara inn á svæðið í Smalaholti, þar sem skógræktarfé- lagið hefur lagt skóg. Ag nar Már Jónsson, f ram- kvæmdastjóri GKG, kannaðist við þessa umræðu þegar Fréttablaðið ræddi við hann. Hann segir að þetta sé tillaga frá bænum um að nýta undir framkvæmdir land- svæði þar sem nú er níu holu golf- völlur GKG, Mýrin. Það eina sem klúbburinn hafi farið fram á sé að hann standi jafn vel og fyrir breyt- ingar. „Það er engin niðurstaða komin en við viljum auðvitað finna ein- hverja farsæla lausn. Margir mis- skilja það að þetta sé til stækkunar á okkar svæði á kostnað skógrækt- arinnar. Ef af þessu yrði myndum við vilja vinna þetta í samstarfi við alla hagsmunaaðila, til að skapa fallegt útivistarsvæði fyrir alla. Klúbburinn hefur sjálfur sinnt skógrækt af milli elju og plantað tug þúsunda trjáa á svæðinu.“ Fréttablaðið fjallaði um það fyrir tæpu ári þegar Skógræktarfélag Garðabæjar lýsti yfir mótmælum við tillögur um breytingar á Vífils- staðalandi. Átti meðal annars að nýta reit þar sem grunnskólabörn í Garðabæ hafa gróðursett í áratugi. Bæjarfélagið fékk landið frá ríkinu og Ríkisspítölum fyrir 30 árum til skógræktunar. Í ályktun Garðabæjarlistans er tekið undir óánægju stjórnar skóg- ræktarfélagsins með að skipuleggja golfvöll inn í skóginn, enda sé þetta elsti og gróskumesti skógur svæðis- ins. Hann sé ómetanlegt útivistar- svæði með gönguleiðum sem henta í hvaða veðráttu sem er. Þá er því bætt við að það að skógurinn eigi að víkja fyrir golfvelli samkvæmt nýju skipulagi, sé sorgleg þróun, það þurfi líka pláss fyrir göngufólk og þá sem stundi ekki golf. Þá er því bætt við að vonast sé til þess að ákvörðunin verði endur- skoðuð. Bæjaryf irvöld ættu að gera gróðurmat á svæðinu til að átta sig á kostnaði. Á tímum lofts- lagsbreytinga þegar leitað er leiða til að minnka áhrif gróðurhúsaloft- tegunda sé í áformum bæjarins að höggva niður skóg. – kpt Garðabæjarlistinn ekki tilbúinn til að fórna Smalaholti undir nýjan golfvöll Yfirlitsmynd af vallarsvæði Golfklúbbs Garðabæjar. MYND/ AF VEF GKG Það er engin niður- staða komin en við viljum auðvita finna ein- hverja farsæla lausn. Agnar Már Jónsson 1 4 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.