Fréttablaðið - 14.11.2020, Side 10

Fréttablaðið - 14.11.2020, Side 10
Kröftugur og sjálfbær vöxtur til lengri framtíðar Kynning á breytingum á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010–2030 Streymisfundur miðvikudaginn 18. nóvember, kl. 17 á reykjavik.is/adalskipulag-2040 og á facebook.com/Reykjavik Drög að umfangsmiklum breytingum á Aðalskipulagi Reykjavíkur hafa verið lögð fram til kynningar. Hægt er að gera athugasemdir við tillögurnar fram til 27. nóvember nk. Í tillögunum felst heildaruppfærsla á stefnu aðalskipulagsins um íbúðarbyggð. Auk þess eru boðaðar stöku breytingar á völdum atvinnusvæðum og samgöngu- innviðum. Gert er ráð fyrir því að tímabil aðalskipulagsins verði framlengt til ársins 2040 og sett eru fram ný meginmarkmið í nokkrum málaflokkum. Leiðarljós við mótun tillagna er að tvinna betur saman áætlanir um uppbyggingu húsnæðis, við áform um byggingu og styrkingu vistvænna samgöngukerfa; Borgarlínu, stofnleiða Strætó bs, hjólastígakerfis og gönguleiða. Það er í takti við Loftslagsstefnu borgarinnar til ársins 2040, leiðarljós svæðisskipulags til ársins 2040, meginmarkmið gildandi aðalskipulags, húsnæðisáætlun og Græna planið. Ætlunin er að skapa forsendur fyrir kröftugri vöxt borgarinnar samhliða því að styðja markmið um sjálfbæra borgarþróun, kolefnishlutleysi árið 2040, vernd náttúrusvæða, líffræðilega fjöl- breytni og samkeppnishæft, lífvænlegt, réttlátt og fjölbreytt borgarsamfélag. Breytingartillögur verða kynntar ásamt umhverfismati á fundinum og verður hægt að senda fyrirspurnir fyrirfram á netfangið skipulag@reykjavik.is. Frekari upplýsingar um drögin má finna á adalskipulag.is og um dagskrá fundar á reykjavik.is/adalskipulag-2040 Reykjavíkurborg Umhverfis- og skipulagssvið SAMGÖNGUR „Ég er þakklát fyrir þessa úttekt því hún sýnir hvernig staðan er,“ segir Inga Björk Mar- grétar Bjarnadóttir, verkefnastjóri upplýsinga- og kynningarmála hjá Landssamtökunum Þroskahjálp, um úttekt á strætóbiðstöðvum í Reykjavík sem lögð var fyrir skipu- lags- og samgönguráð Reykjavíkur í vikunni. Af 556 biðskýlum Strætó í borginni er ekkert með mjög gott aðgengi og aðeins fjögur með gott aðgengi. Tvö strætóskýli eru með mjög gott yfirborð en 443 með slæmt yfirborð. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólks- ins bókaði að þarfir fatlaðs fólks í umferðinni hafi ekki verið for- gangsmál árum saman. „Í raun má segja að Strætó hafi ekki verið ætlaður fötluðu fólki. Strætó sem almenningssamgöngur hefur ekki verið raunhæfur kostur fyrir fatlað fólk og þess vegna eru almennings- samgöngur lítið notaðar af hreyfi- hömluðu fólki og sjónskertu og blindu fólki.“ Inga Björk er í hjólastól og notar Strætó. Hún þarf að skoða Google- kort í þrívídd til að skoða stöðvarn- ar áður en hún leggur í ferðalag, svo hún sé viss um að hún komist í og úr vagninum. „Oft kemst ég svo ekki yfir götuna þegar út er komið. Eins og sést á myndunum í úttektinni er maður að lenda í sandi eða möl eins og árið sé 1970.“ Nokkuð hefur verið um að Strætó hafi endurnýjað biðskýli og í fyrra voru stafræn biðskýli tekin í notk- un. „Þetta er grafalvarlegt mál. Það eru mörg skýli ný, en samt tikkar ekki eitt skýli í mjög gott. Það er alvarlegast, að mínu mati.“ Inga Björk segir að Þroskahjálp muni fylgja þessari úttekt eftir og hvetur önnur sveitarfélög til að fara í svipaða úttekt. Enda sé það svo að þeir sem notast við hjólastóla eigi vini víðar en í Reykjavík og fari í nágrannasveitarfélögin. Þar er stað- an ekki betri. „Það er mikilvægt að kortleggja almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Fólk tekur alveg strætó á milli svæða, Reykja- vík er ekkert eyland.“ – bb Aðgengi ekki gott í strætó Ekkert strætóbiðskýli í Reykjavík er með mjög gott aðgengi. Fötluð kona sem notar strætó þarf að skoða kort frá Google áður en hún notar strætó. Umhverfis- og skipulagssviði, í samráði við aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks í Reykjavík og hagsmunaaðila, verði falið að vinna aðgerðaáætlun í kjölfar úttektarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Helstu niðurstöður Aðgengi Yfirborð Mjög gott 0 2 Gott 4 9 Ásættanlegt 38 20 Slæmt 372 443 Mjög slæmt 42 82 Samtals 556 Í raun má segja að strætó hafi ekki verið ætlaður fötluðu fólki. Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir COVID -19 Ástand húsnæðis, loft- skipta og aðbúnaðar á Landakoti var ófullnægjandi og líklega meginorsök þeirrar miklu smitdreifingar sem varð. Smit barst að öllum líkindum inn á Landakot með nokkrum ein- staklingum. Þetta kemur fram í frumniður- stöðum faraldsfræðilegrar rann- sóknar á COVID-19 tilfellum á Landakoti sem kynnt var í gær, Lovísa Björk Ólafsdóttir, sérfræði- læknir á sviði smitsjúkdóma og sýk- ingavarna, tók saman. Ekki er ein, undirliggjandi orsök fyrir COVID-19 hópsýkingunni sem kom upp á Landakoti, að mati Lovísu heldur voru margir samverkandi þættir sem lágu að baki þeirri alvar- legu atburðarás sem átti sér stað. Á tíma bilinu 22. októ ber til 29. októ ber greindust 98 ein staklingar í tengslum við hóp smit á Landa koti, 52 starfs menn og 46 sjúk lingar. Skýrsluhöfundur telur nauðsyn- lega að styrkja stöðu sýkingavarna- deildar innan stjórnkerfis spítalans og fjölga starfsfólki deildarinnar. „Æskilegt er að hafa öflugra og skipulagðara eftirlit með grunn- þáttum sýkingavarna svo sem hand- hreinsun, réttri notkun á hlífðar- búnaði, gæðum umhverfisþrifa og svo framvegis, til þess að hægt sé að beita viðeigandi íhlutunum og bæta fylgni við úrræði sem vitað er að dragi úr líkum á spítalasýkingum.“ – ilk Lélegt húsnæði líkleg orsök smitdreifingar SAMFÉLAG Áslaugu Örnu Sigur- björnsdóttir, dómsmálaráðherra, voru í gær af hentar tæplega 21 þúsund undirskriftir fólks sem mótmæli brottvísun senegalskrar fjölskyldu sem hefur búið á Íslandi í rúm sex ár. Fjölskyldan bíður þess að vita hvort kærunefnd útlend- ingamála taki mál þeirra aftur upp. Kolbrún Helga Pálsdóttir, sem skipulagði undirskriftasöfnunina, segir í samtali við Fréttablaðið að Áslaug Arna hafi tekið við undir- skriftunum og tekið vel í þær. Hún segir að það sé skýr vilji sem komi fram í fjölda þeirra undirskrifta sem söfnuðust á fáum dögum að fjölskyldan fái að vera hér. Bassirou Ndiaye og Mahe Diouf hafa búið á Íslandi í rúm sex ár og eignast hér tvær dætur. Bassirou segir að hann sé mjög þakklátur þeim stuðningi sem Íslendingar hafi sýnt. „Málið er enn til umræðu hjá nefndinni þannig það er ekkert nýtt að frétta um málið hjá Útlendinga- stofnun. Við bíðum bara niðurstöðu nefndarinnar,“ segir Bassirou. Kærunefnd útlendingamála fékk málið á sitt borð um miðjan síðasta mánuð. Lögmaður fjölskyldunnar, Elín Árnadóttir hjá KLS lögmönn- um, sagði í síðustu viku að henni þætti eðlilegt að hagsmunamat barnanna væri tekið fyrir sérstak- lega hjá nefndinni. – la Mót mæla brott vísun 1 4 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.