Fréttablaðið - 14.11.2020, Síða 32

Fréttablaðið - 14.11.2020, Síða 32
Foreldrar Kamölu Harris vor u báðir innf ly tj-endur, móðir hennar indversk og faðir henn-ar frá Jamaíku. Þau skildu þegar Kamala var fimm ára og móðir hennar, Shyamala Gopalan Harris, sá upp frá því að mestu um uppeldi dætranna, Kamölu og litlu systur hennar, Mayu. Shyamala starfaði við krabbameinsrannsóknir og var virk í mannréttindabaráttu í Bandaríkjunum og Kamala hefur því ekki langt að sækja baráttu- þrekið. „Ég hugsa ítrekað til þessarar 25 ára indversku konu sem fæddi mig á Kaiser-sjúkrahúsinu í Oakland í Kaliforníu. Þann dag gat hún lík- lega ekki ímyndað sér að ég stæði nú frammi fyrir ykkur segjandi þessi orð: Ég samþykki tilnefningu ykkar sem varaforseti Bandaríkj- anna,“ sagði Kamala meðal annars eftir að sigur hennar og Joe Biden, næsta forseta Bandaríkjanna var ljós. Stoltar, svartar konur Í ævisögu sinni, The Truths We Hold: An American Journey, sem kom út á síðasta ári, segir Kamala frá æsku sinni í Oakland. Hún segir þar frá því að móðir hennar hafi áttað sig á því að í Bandaríkjunum yrðu þær systur álitnar svartar og því hafi hún alið þær upp sem sjálfs- öruggar, stoltar, svartar konur eða „confident, proud black women“. Kamala lærði lögfræði við How- ard-háskóla í Washington DC, en þangað hafa í gegnum tíðina aðal- lega sótt svartir nemendur. Árið 2014 giftist Kamala Dou- glas Emhoff, sem starfar fyrir skemmtanaiðnaðinn í Kaliforníu. Doug, eins og hún kallar hann, á tvö uppkomin börn, Cole og Ellu, en sjálf hefur Kamala ekki eignast börn. Með kosningu Kamölu verður Douglas fyrsti „second gentleman“ Bandaríkjanna en aldrei fyrr hefur karlmaður verið maki forseta eða varaforseta þar í landi. Kamala Momala Í tilefni af mæðradeginum á síðasta ári skrifaði Kamala grein í tímaritið ELLE um reynslu sína af stjúpmóð- urhlutverkinu. Þar segir hún frá því hvernig hún, sem sjálf er skilnaðar- barn, áttaði sig strax á því hversu erfitt það geti verið fyrir börn að taka á móti nýjum maka foreldris. Því hafi hún haldið ákveðinni fjarlægð, þar til hún og Doug voru ákveðin í að verja lífi sínu saman. Þau fóru hægt í sakirnar í þessum efnum og biðu með að Kamala kynntist börnunum. Í dag aftur á móti eru þau sam- rýnd fjölskylda og Kamala lýsir því í greininni hvernig vinskapur hafi einnig myndast milli hennar og móður barnanna. Hún segist upphaf lega hafa heillast af Doug, eiginmanni sínum, en það hafi verið Cole og Ella sem hafi endanlega náð henni á sitt vald. Yfirheyrslur yfir James Comey, yfirmanni FBI, varðandi afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016, fóru fram í júní 2017, á sama tíma og útskrift Ellu úr menntaskóla. Kamala sem sat í eftirlitsnefnd þingsins sem rannsakaði málið, varð að vera viðstödd yfirheyrsl- urnar og lýsir hún því í greininni hvernig það hafi tekið á hana að vera ekki viðstödd. Hún leitaði ráða hjá kollega í öldungadeildinni sem huggaði hana með orðunum: „Börnin okkar elska okkur fyrir þær manneskjur sem við erum og þær fórnir sem við færum.“ Kamala segir einnig frá því hvernig hún og börnin hafi sam- eiginlega ákveðið að þau vildu ekki nota orðið stjúpa og því hafi þau ákveðið að fyrir þeim héti hún einfaldlega: Momala. Fylgið hrundi Árið 2003 bauð Kamala sig fram til embættis borgar sak sóknara San Francisco og var kjörin, og sjö árum síðar var hún svo kjörin aðal- sak sóknari Kali forníu fylkis. Árið 2016 tilkynnti hún um fram- boð til öldungadeildarinnar og hefur hún setið á þingi frá upphafi árs 2017. Kamala var önnur svarta konan til að sitja á öldungadeildar- þingi Bandaríkjanna og sú fyrsta af suður-asískum uppruna. Í sjónvar psþættinum Good Morning America þann 21. janúar árið 2019, tilkynnti Kamala að hún byði sig fram sem forsetaframbjóð- andi Demókrata. Kosningabaráttunni var hrundið af stað í heimabæ Kamölu, Oak- land. Yfir 20 þúsund manns mættu og hvöttu hana til dáða á sólríkum eftirmiðdegi. Hún þótti standa sig vel í kapp ræðum og mældist með allt að 20 prósenta fylgi sem þó dró f ljótt úr og í ágúst var það komið í fimm til átta prósent. Þá var ljóst að for valið yrði kapp hlaup milli Joe Biden, Bernie Sanders og Eliza beth War ren. Ég er ekki milljarðamæringur Í byrjun desember dró Kamala framboð sitt til baka og í tilkynn- ingu til stuðningsmanna sinna notaði hún skort á fjármagni sem skýringu. „Ég er ekki milljarðamæringur. Ég get ekki fjármagnað mitt eigið framboð,“ skrifaði hún, sem skot á mótframbjóðendur sína. „Og þegar liðið hefur á kosningabaráttuna hefur reynst erfiðara og erfiðara að afla þess fjár sem við þurfum til þátttöku.“ Það var svo þann 11. ágúst síðast- liðinn að tilkynnt var að Kamala yrði varaforsetaefni Joe Biden og f lestir vita rest, þessi ákvörðun Joe Biden og hans fólks var á sama tíma örugg og hugrökk. Þann 20. janúar munu þau, ef allt gengur eftir, taka við stjórnartaumunum í Hvíta hús- inu. Vön að brjóta blað Kamala verður fyrsta konan til að gegna embætti varaforseta Banda- ríkjanna, en hún hefur áður brotið blað. Hún var fyrsta svarta mann- eskjan og fyrsta konan til að verða borgarsaksóknari San Fransisco og einnig í stöðu sinni sem aðal- saksóknari Kaliforníu. Þegar hún var kjörin á öldungadeildarþing árið 2016, var hún fyrsti svarti öld- ungadeildarþingmaður Kaliforníu. Kamala hefur sagt frá því að móðir hennar hafi sagt við hana að hún hefði alla burði til að vera fyrst til að gera ýmislegt, en hún þyrfti einfaldlega að gæta þess að vera ekki síðust. Vill ljá raddlausum rödd Hún hefur látið hafa eftir sér að hún hafi valið að verða saksóknari til að ljá raddlausum rödd og er þekkt fyrir að vera hörð í horn að taka. Hún hefur barist fyrir réttar- farslegum umbótum og kynþátta- jafnrétti. Þegar lögregla í Minneapolis myrti hinn svarta George Floyd í maí og mótmæli brutust út um öll Bandaríkin, vakti Kamala athygli fyrir framgang sinn, en hún lét í sér heyra um lögregluof beldi gagnvart svörtum. En hún hefur einnig verið gagn- rýnd fyrir störf sín sem saksóknari, meðal annars fyrir að fara fram á hækkaða fangelsistryggingu við vissum glæpum og fyrir að neita að styðja við sjálfstæðar rannsóknir á lögregluof beldi. Gagnrýndi Trump óspart Kamala hefur verið hávær gagn- r ý na nd i f r á f a r a nd i for s et a , Donalds Trump, meðal annars fyrir að hafa sent herinn gegn frið- sælum mótmælendum. Þá lét hún hafa það eftir sér að það væri ekki í anda þeirra Bandaríkja sem barist var fyrir, að senda herinn gegn sínu eigin fólki. Styrkleikar Kamölu liggja helst í því að hún er ein best þekkta stjórnmálakona landsins, hún er líkleg til að geta höfðað til íhalds- samra sem og frjálslyndra, og reynsla hennar í löggæslu ætti að koma sér vel í áskorunum okkar tíma. Ég var þessi litla stelpa Mynd eftir nýútskrifuðu lista- konuna Bria Goeller, þar sem hún skeytir Kamölu saman við skugg- ann af sex ára gamalli Ruby Brid- ges, hefur ferðast víða um veraldar- vefinn og vakið mikla athygli. Á myndinni er Kamala klædd í svarta dragt og pinnahæla með tösku í hendi og þar sem hún gengur fram hjá ljósum vegg birtist skugginn af Ruby Bridges, sem sex ára gömul var fyrsta, svarta stúlkan til að ganga í almennan barnaskóla í New Orleans árið 1960. Hin 23 ára Bria hannaði mynd- ina, sem fékk nafnið „That little girl was me“, fyrir Carl Gordon Jones, stofnanda og eiganda fatamerkis- ins WTF America-Good Trubble. Carl, sem hefur ekki verið hljóður um álit sitt á Trump, framleiddi meðal annars stuttermabol með áletruninni „I’m not anti-Americ- an. I’m just anti-Stupid“. Skemmst er frá því að segja að bolirnir seld- ust upp. Myndin fór á veraldarvefinn í október, en vakti fyrst athygli þegar Joe Biden og Kamala Harris unnu forsetakosningarnar. Carl og Bria vissu ekki hvaðan á þau stóð veðrið þegar myndin skyndilega fór á f lug og jafnvel Ruby Bridges sjálf birti hana á Instagram-reikn- ingi sínum með orðunum: „Það er heiður að vera hluti af þessari vegferð og ég er þakklát fyrir að standa við hlið þér.“ Alin upp sem stolt svört kona Kamala Harris verður í janúar fyrst kvenna sett í embætti varaforseta Bandaríkjanna. Með valinu er svo sann- arlega brotið blað í sögu Bandaríkjanna því að Kamala er ekki bara kona, hún er svört kona, asísk-svört kona. Kamala hér ásamt Doug eiginmanni sínum þegar hún tilkynnti um forsetaframboð sitt, í heimabæ sínum Oakland í Kaliforníu, að viðstöddum yfir 20 þúsund manns. Í fangi Kamölu er systurdóttir hennar Amara. FRÉTABLAÐIÐ/GETTY Kamala og Doug giftu sig árið 2014, fyrir átti Doug tvö börn og Kamala ekk- ert, en Kamala segir börnin hafa innsiglað sambandið. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Myndin „That little girl was me“ hefur vakið mikla athygli, en hún sýnir Kamölu og skugga sex ára gamallar Ruby Bridges, hönnuður er Bria Goeller. Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is ÞANN DAG GAT HÚN LÍK- LEGA EKKI ÍMYNDAÐ SÉR AÐ ÉG STÆÐI NÚ FRAMMI FYRIR YKKUR SEGJANDI ÞESSI ORÐ: ÉG SAMÞYKKI TILNEFNINGU YKKAR SEM VARAFORSETI BANDA- RÍKJANNA. 1 4 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R32 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.