Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.11.2020, Qupperneq 98

Fréttablaðið - 14.11.2020, Qupperneq 98
Ljósmæður er í aðalhlut-verki í nýjustu skáld-sögu Auðar Övu Ólafs-dóttur, Dýralífi. „Það eru nokkur ár síðan ég ákvað að skrifa bók um sögu- persónu sem væri að reyna að skilja ljósið og að hún skyldi vera ljós- móðir. Þetta er tvíradda skáldsaga, saga tveggja Dómhilda sem báðar eru ljósmæður og sú eldri er ömmu- systir söguhetju. Aðrar starfsstéttir sem koma við sögu tengjast reyndar líka ljósinu: rafvirki, björgunarsveit skipuð konum og leiðsögumaður í norðurljósaferð,“ segir Auður. Spurð hvort hún hafi fengið hugmyndina að bókinni þegar ljósmóðir var valið fegursta orð íslenskrar tungu segir hún: „Það er rétt að ein kveikja að hugmyndinni var þegar Íslendingar völdu fegursta orð tungumálsins árið 2013. Í öðru sæti var lýsingarorðið hugfanginn og í fyrsta sæti níu stafa nafnorð, starfsheiti heilbrigðisstarfsmanns: ljósmóðir. Dýralíf hefst á erfiðustu reynslu mannsins, að fæðast og þurfa að venjast ljósinu, og mér þótti skáld- lega rökrétt að upptakturinn að bókinni skyldi vera tilvitnun í Les pensées eftir franska heim- s p e k i n g i n n Bla ise Pa s- cal í þýðingu v inar míns, Péturs Gunn- a r s s o n a r . Hugsanir Pas- cal hafa fylgt mér allt frá því ég var náms- maður í París og tilvitnunin fjallar um það að maðurinn viti við fæðingu ekki hver hann sé eða hver þessi heimur er eða yfirleitt að hann sé fæddur. A ld rei þe s su vant byrjaði ég á fyrsta kaf la bókar og skrif- aði hann í einni striklotu. Ég læt bókina gerast í mesta myrkrinu, á þremur dögum fyrir jól, af því að besti tíminn til að skilja ljósið er þegar minnst er af því.“ Kona í Vesturbænum Skáldsagan fjallar um mennskuna og dýr. Blaðamaður spyr Auði hvort henni finnist maðurinn vera skyn- semisvera. Auður svarar: „Það getur vel verið að maðurinn sé skynsem- isvera, hann er líka ó-skynsemis- vera. Vitsmunavera hefur jákvæða merkingu í tungumálinu, en því má ekki gleyma að maðurinn notar vitsmuni sína ekki bara til góðs, heldur líka til ills, til að sýna slægð og grafa undan náunga sínum og skara eld að eigin köku, og líka til að eyðileggja náttúruna. Maðurinn er þó líka fær um að sýna mikið örlæti og í bókinni er ég líka upptekin af eiginleikum á borð við hugrekki og æðruleysi. Og hlutverki tilviljunar- innar í lífi okkar.“ Alls kyns eyðing, þar á meðal útrýming dýra, og umhverfisvá, er í bakgrunni sögunnar. „Það er erfitt að vera samtímahöfundur og horfa fram hjá því hvernig við höfum farið með jörðina, segir Auður. „COVID-faraldurinn, sem er hvergi nefndur á nafn í bókinni, er beintengdur loftslagsbreytingum. Með eyðingu skóga er sífellt verið að þrengja að villtum dýrum í þeirra náttúrulega umhverfi og færa þau nær manninum. Þau bera sjúkdóma yfir í manninn. Margir telja að við séum að fara inn í tímabil þar sem einn vírussjúkdómur tekur við af öðrum. Ég held að umhverfisvá megi tengja ýmsum áhugaverðum spurn- ingum um eðli mannsins og reyni að gera það í bókinni. Aðalatriðið hjá mér er þó alltaf að segja sögu. Ég læt persónu í bókinni, ömmusystur söguhetju, skrifa greinar í blöð um umhverfismál og dýravernd fyrir hálfri öld og sem enginn las. Þann- ig leik ég mér að því að láta „konu í Vesturbænum“ nota ýmis hugtök sem voru ekki hluti af umræðunni þá, eins og „latt sæði“ sem „nenni ekki að synda að egginu“, þegar hún rekur ófrjósemi til eiturefna í haf- inu. Kveikjan að þessu er sú að öll vitneskja um það hvert stefndi var þegar til staðar fyrir fimmtíu árum. Nema það hlustaði enginn. Skila- boðin hafa verið skýr: Ef við öxlum ekki ábyrgð á ofneyslu okkar og eyðileggingu jarðar, gæti maðurinn orðið skammlífasta dýrategundin.” Hið brothætta líf Blaðamaður vill samt fullyrða að skáldsaga Auðar sé ekki svartsýn saga. „ Svartur heimur kallar á bók um ljósið. Sagan er óður til ljóssins og til hins brot- hætta lífs,“ segir Au ðu r. „Von bókar innar – og þá er ég að tala um rödd sög upersónu, ekki höfundar, felst í því að m a n n d ý r i ð geti tekið upp á því að haga sér óútreikn- a n leg a , l ík a á já k væða n hátt. Til góðs fyrir heildina. M a ð u r i n n getur fundið upp á ýmsu sn iðug u og í sameiningu geta menn leyst vandamál ef þeir vilja. Til þess þarf að vísu fyrst að horfast í augu við vandamálið og viður- kenna það.“ Spurð hvort hún sé sjálf svartsýn eða bjartsýn segir hún: „Sjálf sveifl- ast ég milli vonar og svartsýni. Eins og flestir, held ég. Ef maður er mjög raunsær getur maður dottið niður í botnlausa svartsýni. Sjónarhorn bókarinnar er til- vistarlegt, en ég held að mitt sjónar- horn á það hvernig komið er fyrir jörðinni sé talsvert pólitískara. Ég hef í raun enga trú á því að mark- aðsöflin og stórfyrirtæki heimsins, í samvinnu við ríkisstjórnir, sjái skyndilega að sér og hætti að ganga á auðlindir jarðar og eyðileggja náttúruna. Ég verð satt að segja skelkuð þegar ég heyri plön um endur- reisn hagkerfis, hvernig eigi að ræsa allar vélar og láta vinna á tvö- földum afköstum til að vinna upp tap. Hins vegar gætu jarðarbúar, þessir sjö milljarðar, eða allavega nógu margir, líka tekið sig saman, þvert á stjórnvöld, og hagað sér óútreiknanlega eins og í bókinni minni. Hætt ofneyslunni, þau okkar sem höfum efni á henni. Við lifum öll undir sama himni og öndum að okkur sama loftinu. Mín sýn er einföld: Þeir sem ganga á auð- lindir náttúrunnar og eyðileggja umhverfið í framleiðslu sinni, eiga að borga skaðabætur.“ Er efahyggjumanneskja Blaðamaður spyr Auði hvort kalla megi hana húmanískan höfund. „Ef húmanismi snýst um að velta fyrir sér einhverjum tímalausum sannleik um mannlegt eðli, þá er ég kannski húmanískur höfundur. Ef hann á hinn bóginn snýst um það að trúa á manninn, þá er svarið: Ekkert frekar en á lóuna og birkihríslu. Ég er efahyggjumanneskja og bæði trúi og trúi ekki. Það er dagamunur á því. Minn hugmyndaheimur er dálítið eins og sagan í Dýralífi, verk í vinnslu. Þegar ég heyri orðið húmanisti dettur mér einna helst í hug faðir minn heitinn. Hann var miðaldra þegar ég fæddist, fæddur fyrir spænsku veikina og frostavetur- inn mikla, horfði á Kötlugosið við endann á Njálsgötunni, þar sem föðurafi minn smíðaði líkkistur og sá um útfarir þeirra sem dóu úr spænsku veikinni, hafði lifað tvær heimsstyrjaldir og útrýmingar Stalíns, fengið berkla, menntað sig í Danmörku á kreppuárunum, oft við þröngan kost, en trúði þrátt fyrir allt á manninn og framfarir, að maðurinn myndi sjá að sér og allt myndi stefna að einhverju góðu. Hann var þátttakandi í þeim ung- mennafélagsanda sem fólst í því að byggja upp sjálfstætt Ísland og eins og húmanistar endurreisnarinnar var hann bæði stærðfræðiséní og kunni latínu. Hann taldi lýðræðið stærstu gjöfina, lýðræðisríki væru vissulega gölluð en það væri hægt að breyta þeim með því að skipta reglulega um valdhafa. Hann las íslenskar bókmenntir en ekki dystópíur og hefði aldrei getað ímyndað sér það eftirlitssamfélag sem við búum sjálfviljug í í dag og stýrt er af alþjóðlegum stór- fyrirtækjum. Ég reyni stundum að framkalla rödd hans og láta hann segja: Þetta verður allt í lagi, en það gengur ekki alveg nógu vel. Sá höfundur sem hefur reynst mér best við að skilja furðulega tíma og mannlegt eðli, er Nietzsche gamli. Hann hefur búið sér til rými á mörkum skáldskapar og einhvers konar greiningar á brjáluðum manni og heimi. Og skrifar um leið undurfallegan texta. Ég er alltaf með Handan góðs og ills við rúm- stokkinn.“ Svartur heimur kallar á bók um ljósið Dýralíf er nýjasta skáldsaga Auðar Övu Ólafsdóttur. Maðurinn, dýr, útrýming og umhverfisvá eru þar í forgrunni, en einnig fæðing og ljós. Höfundurinn segir sjónarhorn bókarinnar vera tilvistarlegt. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is MINN HUGMYNDA- HEIMUR ER DÁLÍTIÐ EINS OG SAGAN Í DÝRALÍFI, VERK Í VINNSLU. Maðurinn notar vitsmuni sína ekki bara til góðs, segir Auður Ava Ólafsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 1 4 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R50 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.