Fjölrit RALA - 15.10.2000, Qupperneq 9

Fjölrit RALA - 15.10.2000, Qupperneq 9
I Selen, joð, flúor, járn, kopar, sink, mangan, kadmín, kvikasilfur og blý í landbúnaðarafurðum Ólafur Reykdal, Arngrímur Thorlacius, Guðjón Atli Auðunsson og Laufey Steingrímsdóttir Gerðar voru mælingar á 10 ólífrænum snefilefnum í matvælum frá landbúnaði. Um er að ræða næringarefni (selenjoð, jám, sink, kopar og mangan), sem auka næringargildi fæðunnar, og aðskotaefni (kadmín, kvikasilfur og blý), sem eru óæskileg í fæðunni. Að auki vom gerðar mælingar á flúor en flúor hefur áhrif til minnkunar tannskemmda sé hans neytt á tannmyndunarskeiði. Birtar em fyrstu niðurstöður mælinga á seleni í íslenskum matvælum úr öllum fæðuflokkum. Mikið selen reyndist vera í svínakjöti, eggjum og kjúklingum. Mikið joð var í eggjum og mjólkurvömr vom almennt joðríkar. Hefðbundin notkun fískimjöls við fóðmn sláturdýra kemur fram í styrk joðs og selens í sumum afúrðum. Flúor í landbúnararafurðum var innan þeirra marka sem þekkt em erlendis. Kjöt og kjötvömr vom auðugastar af jámi, kopar og sinki. Komvömr vom afitur á móti auðugastar af mangani. Styrkur kadmíns í íslenskum landbúnaðarafúrðum var almennt mjög lágur og oft lægri en í samsvarandi erlendum afurðum. Kadmín var helst að fínna í innfluttu kommeti og grænmeti. Kvikasilfur var yfirleitt ekki mælanlegt í íslenskum landbúnaðarafurðum. Þó greindist kvikasilfúr í afurðum búfjár sem er gefíð fiskimjöl en styrkur kvikasilfurs var engu að síður lágur. Blý var ekki mælanlegt í stómm hluta sýnanna. Niðurstöður fyrir blý í lifúr og nýmm íslenskra lamba vom afgerandi lægri en margar erlendar niðurstöður. Séríslensk unnin matvæli eins og hangikjöt og svið innihéldu ekki meira af kadmíni, kvikasilfri og blýi en aðrar kjötvörur. Innmatur lamba var mjög næringarríkur jafnframt því sem styrkir kadmíns, kvikasilfúrs og blýs vom mjög lágir. 7

x

Fjölrit RALA

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.