Fjölrit RALA - 15.10.2000, Síða 14
hreinsun á skurðbrettum, hnífum og skálum úr blandara var notað kalt vatn án
sápu og síðan var skolað með allt að því sjóðandi afjónuðu vatni. Blankur úr
aíjónuðu vatni var útbúinn daglega og var vatnið látið koma í snertingu við
sömu áhöld og sýnin. Með þessu móti var hægt að íylgjast með því hvort sýnin
yrðu fýrir mengun. Eftirfarandi upplýsingar voru skráðar í sérstaka sýna-
vinnslubók: heiti sýnis, vinnsluaðferð, magn, fjöldi hlutasýna, ffamleiðandi eða
uppruni, magn afskurðar, dagsetning sýnatöku, dagsetning ffamleiðslu og „best
fyrir“ dagsetning.
Við blöndun á flestum sýnum var notaður blandari (Tecator 1094) með skál og hnífum úr stáli.
Mjölsýnum var þó blandað í plastpokum. Við snyrtingu á sýnum var tekið mið af venjulegum vinnu-
brögðum neytenda. Grænmeti var skolað og snyrt, vömb var tekin af slátri. Kartöflur voru þó ekki
skrældar en þær vom skolaðar rækilega. Þegar safnsýni var búið til úr hlutasýnum var þess gætt að
magn allra hlutasýna væri svipað. Hvert safnsýni var að blöndun lokinni sett i tíu 100 ml plastósir sem
komið var fyrir í ffysti. Vatnsmæling var gerð samdægurs á ófrosnu, blönduðu sýni.
Matreiðsla
Nokkur sýnanna voru matreidd og var í flestum tilfellum byggt á bókinni Við
matreiðum eftir Önnu Gísladóttur og Bryndísi Steinþórsdóttur (3. útgáfa,
ísafoldarprentsmiðja 1992). Eingöngu stálpottar og stálpönnur voru notaðar.
Við steikingu var notuð sojaolía. Upplýsingar um matreiðsluna eru hér að
neðan.
l.tafla. Lýsing á matreiðslu sýna.
Fæðutegund Lýsing
Nautagúllas, steikt Við matreiðum, 3. útg., bls. 123. Frávik: Ekki var notað hveiti, pipar, laukur, gulrætur, lárviðarlauf, merian og súputeningar.
Nautahakk, steikt 1,5 kg hakk og 3 msk olía. Hakkið var steikt í 5 mín á pönnu.
Nautahakksréttur Uppskrift: 400 g nautahakk, 1 msk sojaolía, 100 g laukur, 1 tsk salt, 1 dós niðursoðnir tómatar. (Enginn pipar). Steikt i 5 mín og hitað síðan í 55 mín við vægan hita.
Lambaframhryggjarsneiðar, steiktar Við matreiðum, 3. útg., bls. 113, Pönnusteiking I. 34 g salt í 3,5 kg kjöt. Steikt í 5 mín.
Lambaframhryggjarsneiðar, soðnar Við matreiðum, 3. útg., bls. 102. Suðutími 45 mín. 17 g salt pr. kg kjöt.
Lambalifur, steikt Við matreiðum, 3. útg., bls. 135. Pipar var ekki notaður.
Grænar baunir, frystar, soðnar Suðutími var 2 min. 7 g salt í 1,5 kg baunir og 1,3 kg vatn.
Kartöflur (Gullauga), soðnar Kartöflur með hýði voru soðnar í 30 mín. Þyngd kartaflna og vatns var u.þ.b. 1:1.
12