Fjölrit RALA - 15.10.2000, Page 25
Samkvæmt mælingum Holden o.fl. (1991) var selen í bandarísku franskbrauði
að meðaltali 29 gg/lOOg. Að meðaltali mældist mest í franskbrauði í Boston
(46 gg Se/lOOg) en minnst í Los Angeles (17 gg Se/lOOg). Eins og sjá má í 5.
töflu hefur væntanlega verið notað amerískt hveiti í íslensku brauðin þegar
sýnataka fór fram. Hráefni í íslensk brauð koma ýmisst frá Evrópu eða
Ameríku og því getur selen í þeim verið mjög breytilegt.
Joð
Niðurstöður joðmælinga eru í 4. töflu. Joð hafði ekki verið mælt áður í
íslenskum landbúnaðarafurðum öðrum en mjólkurvörum. Mikið joð í eggjum
vekur sérstaka athygli. Mjólkurvörur voru almennt joðríkar eins og við má
búast. Fastir ostar og mysuostar reyndust mjög joðríkir. Gera má ráð fyrir að
mjólkurduft sé enn joðríkara og vísbendingu um notkun þess má sjá í
niðurstöðum fyrir ýmsar unnar kjötvörur og kex. Lambalifur var sérlega joðrík
og þá vekur ekki síður athygli að lifrarkæfa er enn joðríkari en lambalifur. Þetta
bendir sterklega til þess að mjög mikið joð sé í íslenskri svínalifur. Þá er meira
joð í svínakjöti og kjúklingum en nautakjöti og lambakjöti. Fiskimjöl er notað í
fóður svína, kjúklinga og varphæna og því er líklegt að joð í fiskimjölinu komi
fram í þessum afurðum. Sjávarafurðir eru besta joðuppsprettan. Fiskur getur
innihaldið 30-300 pg joð/lOOg og því er umtalsvert magn af joði í fiskimjöli
þótt eitthvað tapist við framleiðslu þess.
6. tafla. Niðurstöður mælinga á joði í íslenskri neyslumjólk.
Uppruni Tími sýnatöku pgjoð/lOOg Heimild
Reykjavík Jan. til maí 1963 21,6(12,1-33,0) n=8 Alexander o.fl. 1963
Suðurland 20.03.1991 11 n=l Guðjón Atli Auðunsson, Rf
Eviafjörður 20.03.1991 22 n=l Guðjón Atli Auðunsson, Rf
Eyjafjörður Sept. 1991 8,5 n=l Úttekt á íslenskri mjólk 1991
Austurland Sept. 1991 3,4 n=l Úttekt á íslenskri mjólk 1991
Suðurland Nóv. 1995 12,7 n= 1 (10 hlutasýni) Þessi rannsókn
Vesturland Nóv. 1995 9,7 n=l (10 hlutasýni) Þessi rannsókn
Joð í mjólk
Joð í neyslumjólk var 9,7-12,7 pg/100g. Eldri mæliniðurstöður eru sýndar í 6.
töflu en þar koma fram breytileg gildi og þau elstu eru hæst. Árið 1963 mældist
styrkur joðs í íslenskri mjólk þrefalt hærri en í skoskri mjólk (Alexander o.fl.
1964) og var það skýrt með notkun fiskimjöls á Islandi. Eðlileg gildi fýrir joð í
mjólk eru 0,5-30 pg/lOOg og meðaltöl eru yfirleitt undir 10 pg/lOOg
(Inemational Dairy Federation 1982). íslenka mjólkin er því innan þeirra marka
sem talin eru eðlileg. Notkun fiskimjöls í fóður íslenskra mjólkurkúa hefur
verið breytileg á síðustu áratugum og því hefur joð í neyslumjólkinni einnig
verið breytilegt. Hafa þarf í huga að veruleg árstíðasveifla getur verið fyrir joð í
mjólk þar sem fóðrið er breytilegt og því er ekki víst að takmarkaður fjöldi
mælinga sem gerður hefur verið á íslenskri mjólk gefi fullnægjandi mynd.
23