Fjölrit RALA - 15.10.2000, Blaðsíða 27
Bretlandi og USA. Líklegt er að notkun fískimjöls á íslandi stuðli að auknu
joðinnihaldi svínaafurða, kjúklinga og mjólkur.
Flúor
Flúor hefur áhrif til minnkunar tannskemmda sé hans neytt á
tannmyndunarskeiði. Hins vegar hefur ekki verið sýnt fram á að flúor sé
nauðsynlegt næringarefni. Aftur á móti hefur flúor eiturverkanir ef magn hans í
fæðunni verður of mikið. Það magn flúors sem sem talið er öruggt að neyta
liggur á fremur þröngu bili (Committee on Diet and Health 1989). Sums staðar
erlendis er drykkjarvatn flúorbætt og er þá yfirleitt miðað við 0,1 mg
flúoríð/100 ml en óæskileg áhrif hafa komið fram ef styrkurinn er tvöfalt hærri.
Flúorsambönd geta borist út í náttúruna í eldgosum og einnig ffá verksmiðjum
svo sem álverum. I eldgosum berst flúor í úthagagróður og styrkur þess getur
orðið mjög hár í yfirborðsvatni. Sauðfé á Islandi hefur orðið fyrir eitrun af þeim
sökum. Það er því mikilvægt að kanna flúor í afurðum enda gæti verið um
nokkra sérstöðu hér á landi að ræða vegna eldvirkninnar.
I 4. töflu kemur ffam að mest af flúoríði mældist í föstum osti, tei,
svínakótilettum, cheerios-morgunkomi, skinku og lifrarkæfu. Talsvert flúoríð
er í tei og ræður tedrykkja því miklu um flúortekju. Styrkur flúoríðs í tei
reyndist vera svipaður og í flúorbættu drykkjarvatni erlendis. Flúoríð var undir
greiningarmörkum í lambakjöti, nautakjöti, grænmeti öðru en kartöflum og
flestum mjólkurvömm. I dýmm safnast flúor einkum í bein og því er líklegt að
úrbeining geti stuðlað að auknu flúorinnihaldi. Þetta getur skýrt það að nokkuð
mældist af flúoríði í flestum sýnum af unnum kjötvömm. Flúoríð úr fiskimjöli
gæti skýrt há gildi fýrir flúoríð í svínakjöti en Jakob Kristinsson o.fl. (1991)
sýndu fram á að fóðmn með fiskimjöli jók flúoríð í blóði sauðfjár.
Borghildur Sigurbergsdóttir og Alda Möller (1984) mældu flúoríð í matvælum
með flúoríðnæmu rafskauti. Þær drógu þá ályktun að flúoríð í íslenskum
matvælum væri mjög sambærilegt við það sem mælst hafði í Finnlandi.
Niðurstöðum þeirra og niðurstöðum í 4. töflu ber yfirleitt nokkuð vel saman. I
8. töflu em niðurstöður okkar bomar saman við erlend gildi. Niðurstöður
flúoríðmælinga á íslenskum matvælum em innan þeirra marka sem koma fram
fyrir erlendu gildin í töflunni. Engin gildi fyrir flúroríð í 4. töflu geta því talist
óeðlilega há. Það þarf þó að benda á að um fáar niðurstöður er að ræða. Fram
hefur komið að íslenskt drykkjarvatn er víðast hvar ffemur flúorsnautt (Jakob
Kristinsson o.fl. 1991) og vatn í Reykjavik inniheldur aðeins 0,012 mg flúoríð í
100 ml (Orkuveita Reykjavíkur 2000).
25