Fjölrit RALA - 15.10.2000, Síða 46

Fjölrit RALA - 15.10.2000, Síða 46
Niðurstöður Allar niðurstöður eru gefnar upp fyrir ferskvigt. Þurrefni í lifur var að meðaltali 29,8 g/lOOg (28.5-32,8 g/lOOg) og þurrefni í nýrum var að meðaltali 21,3 g/lOOg (19,8-22,8 g/lOOg). Marktækur munur (p<0,001) var á þurrefni eftir land-svæðum fyrir bæði líffærin. Uppgjör var því gert bæði fyrir ferskvigt og þurrvigt en niðurstöður voru samhljóða hvor leiðin sem var farin. Við gæðaeftirlit með mælingum voru notuð heimtupróf og viðmiðunarsýni með þekktan styrk efnanna sem var verið að mæla. Gæði mælinga voru fullnægjandi að undanskildum mælingum á blýi í viðmiðunarsýnum. Blýniðurstöður eru því settar ffam með fýrirvara. Kadmín Kadmín úr fóðrinu saftiast fyrir í nýrum og lifur skepnanna og eykst magnið með aldri. Styrkur kadmíns í kjötinu sjálfu er umtalsvert lægri en í lifur og nýrum. Styrkur kadmíns og fleiri ólífrænna snefilefna í innmat er hins vegar oft notað sem vísbending um heilnæmi kjötsins. Með því að mæla kadmín í lifur og nýrum fæst nokkur vísbending um mengun beitilandanna. Niðurstöður Niðurstöður mælinga á kadmíni koma fram í 17. töflu. Marktækur munur kom fram eftir svæðum (lifur p<0,01, nýru p<0,001). Flest hæstu gildin fýrir kadmín komu fram á Vestfjörðum, Suðausturlandi og Vesturlandi. Ekki var marktækur munur á magni kadmíns í innmat þegar árin 1991 og 1992 voru borin saman. Munur kom heldur ekki fram eftir því hvort sýni vom tekin snemma eða seint í sláturtíð. 17. tafla. Kadmín í lambalifur og lambanýrum eftir landshlutum. Svæði Fjöldi sýna Kadmín (mg/kg) í liífum Meðaltal (lægst-hæst) Kadmín (mg/kg) i nýmm Meðaltal (lægst-hæst) Suðurland 16 0,024 (0,009-0,052) 0,025 (0,007-0,058) Vesturland 16 0,056 (0,014-0,230) 0,066 (0,019-0,242) Vestfirðir 16 0,066 (0,035-0,130) 0,108 (0,053-0,254) Húnavatnssýslur 16 0,028 (0,015-0,052) 0,034 (0,014-0,070) Þingeviarsýslur 16 0,038 (0,011-0,129) 0,041 (0,012-0,114) Suðausturland 16 0,057 (0,025-0,208) 0,073 (0,014-0,185) Öll svæði 96 0,045 (0,009-0,230) 0,058 (0,007-0,254) 44

x

Fjölrit RALA

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.