Fjölrit RALA - 15.10.2000, Blaðsíða 54
Koparskortur hefur þó einnig verið staðfestur í íslensku sauðfé sem ekki
gengur í fjöru. Koparsúlfat hefur í einstaka tilfellum verið gefið.
Samspil efna
Þekkt er að jám, mólýbden, brennisteinn, sink og kadmín geta dregið úr
nýtingu kopars hjá sauðfé (Lee o.fl. 1999). Athyglin hefur mest beinst að
samspili mólybdens og kopars. Fái skepnan mikið mólybden getur það leitt til
koparskorts. Samspil jáms og kopars hefur verið minna rannsakað en Grace og
Lee (1990) töldu að jám í fóðri geti haft mikil áhrif á koparbúskap sauðfjár.
Þeir gáfu sauðfé jámsúlfat og leiddi það til þess að styrkur kopars í lifur
lækkaði umtalsvert. Aftur á móti mældist ekki breyting á kopar í lifur þegar
jám var gefið í jarðvegi (Grace o.fl. 1996). I annarri tilraun var sýnt fram á að
mólybdenríkur jarðvegur dró úr nýtingu kopars hjá sauðfé (Suttle o.fl. 1975).
Grasbítar fá alltaf eitthvað af jarðvegi með því grasi sem bitið er og áfok
jarðvegs verður til þess að auka við þann jarðveg sem skepnur fá. Með jarðvegi
geta borist efni sem draga úr nýtingu kopars. Mikið jám er í íslenskum jarðvegi
og er mögulegt að það dragi úr nýtingu kopars hjá sauðfé. Ekki er greinilegt
samband milli jáms og kopars í íslensku lifmnum svo ekki verður um þetta
fúllyrt. Lítið er vitað um mólybden við íslenskar aðstæður en vel er mögulegt
að það hafi áhrif á nýtingu kopars í íslenskum lömbum.
Koparbúskapur
Jórturdýr hafa þá sérstöðu að geta bundið sérlega mikinn kopar í lifúr en
jafnframt hafa þau lítinn hæfileika til að losa sig við koparinn og getur verið
sérlega mikill kopar í lifúr fullorðinna dýra (Davis og Mertz 1987). Magn
kopars í lifúr fer eftir dýrategund, aldri, kopar í fóðri og samspili kopars og
annarra efna. Sauðfé bindur hlutfallslega meiri kopar í lifúr en nautgripir og
getur styrkur kopars í lifúr sauðfjár orðið hár. Talsverður munur getur verið
milli einstaklinga og er hann ekki allur vegna mismunandi magns kopars í fóðri
heldur geta erfðir átt þátt í mismunandi losun kopars.
Styrk kopars í lifúr er hægt að nota sem vísbendingu um koparbúskap dýrsins.
Sauðfé er meðal dýrategunda sem hafa mestan kopar í lifúr og em venjuleg
gildi talin vera á bilinu 30-120 mg/kg ferskvigt eða 100-400 mg/kg þurrefni
(Davis og Mertz 1987). Talsverður hluti (60%) íslensku lifrarsýnanna innihélt
minni kopar en sem svarar 30 mg/kg. Þetta er vísbending um það að koparinn
nýtist illa vegna samspils við jám, mólybden eða önnur efni. Einnig getur verið
að stór hluti koparsins í jarðveginum sé bundinn öðmm efnum eða lítill kopar
sé fyrir hendi í beitilöndunum.
Koparskortur hjá jórturdýmm er alvarlegt vandamál á Nýja-Sjálandi (Lee og
Grace 1997) og er styrkur kopars í lifúr og blóði enn notaður sem viðmiðun.
Davis og Mertz (1987) sögðu ffá rannsókn þar sem kopar í lifúr lamba með
ljömskjögur var á bilinu 1-2 mg/kg ferskvigt eða 4-8 mg/kg þurrefni. Grace og
Lee (1990) töldu að hætta væri á koparskorti ef kopar í lifúr sauðfjár færi undir
52