Rit Búvísindadeildar - 01.07.1992, Page 33

Rit Búvísindadeildar - 01.07.1992, Page 33
Fríðrik Pálmason Rannsóknastofnun landbúnaðarins Keldnaholti 112 Reykjavík Plöntunæringarefni í búfjáráburði Þegar tekið er saman eftii sem hefur verið mikilvœgt öldum saman, má ætla að sá, sem samantektina annast, eigi að uppgötva hjólið á nýjan leik. Svo erþó ekki því bújjáráburðarhjólið erer langtfrá því að vera hringlaga, það er bæði kantað og öxullinn hjámiðja Bouldin, Klausner og Reid 1984. Þessir höfundar tóku sér fyrir hendur að sýna fram á að þessi opnunarbyrjun á yfirlitsgrein þeirra væri rétt. Ennfremur vildu þeir sýna fram á að stórbæta mætti meðferð og nýtingu búfjáráburðar og forsendur væru að skapast fyrir því. Hvar erum við stödd hvað þekkingu varðar á efnasamsetningu búfjáráburðar og á nýtingu plöntunæringarefna? Hvað er fyrir hendi af innlendum rannsóknu og hvað má styðjast við af erlendum rannsóknum? Um meðferð og nýtingu búijáráburðar verður aðeins lítið fjallað í þessu erindi, enda verður það efni annarra erinda á þessum fundi. Búfjáráburður hefur öldum saman verið mikilvægur í jarörækt og tilraunir með búfjáráburð eru því smemma snar þáttur í jarðræktarrannsóknum. Frá því fyrir aldamót og á fyrri hluta aldarinnar voru, svo dæmi sé tekið, gerðar í Danmörku umfangsmiklar rannsóknir á búfjáráburði, sbr. Iversen (1952) og Steenbjerg (1965) . Má af þeim rannsóknum nefna tilraunir þar sem búfjáráburður er borinn saman við tilbúinn áburð og við ræktun án áburðar og hófust 1894 í Askov, 1911 í Aarsiev á Fjóni. Samskonar tilraunir hófust í Rothamsted á árunum 1839-1856, (Waksman 1936, eftir Steenbjerg 1965, 2. bindi, s. 101). Til eru niðurstöður úr tilraunum með eftirverkun búfjáráburðar sem spanna yfir tímabilið frá 1852 -1911 (Salter og Schollenberger 1939, eftir Bouldin og fl. 1984). Hér verður rætt um plöntunæringarefni í búfjáráburði, fyrst verður gerð grein fyrir mæiingum á plöntunæringarefnum í búfjáráburði hér á landi og síðan íjallað almennt um magn og nýtingu plöntunæringarefna í búfjáráburði eftir aðstæðum og meðferð. Rannsóknir á efnasamsetningu búíjáráburðar hér á landi eru ekki margar, en þær umfangsmestu voru geröar á árunum 1940-41 og árið 1969. 27
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Rit Búvísindadeildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.