Rit Búvísindadeildar - 01.07.1992, Page 33
Fríðrik Pálmason
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
Keldnaholti
112 Reykjavík
Plöntunæringarefni í búfjáráburði
Þegar tekið er saman eftii sem hefur verið mikilvœgt öldum saman, má
ætla að sá, sem samantektina annast, eigi að uppgötva hjólið á nýjan leik.
Svo erþó ekki því bújjáráburðarhjólið erer langtfrá því að vera hringlaga,
það er bæði kantað og öxullinn hjámiðja
Bouldin, Klausner og Reid 1984.
Þessir höfundar tóku sér fyrir hendur að sýna fram á að þessi opnunarbyrjun
á yfirlitsgrein þeirra væri rétt. Ennfremur vildu þeir sýna fram á að stórbæta
mætti meðferð og nýtingu búfjáráburðar og forsendur væru að skapast fyrir því.
Hvar erum við stödd hvað þekkingu varðar á efnasamsetningu búfjáráburðar
og á nýtingu plöntunæringarefna? Hvað er fyrir hendi af innlendum rannsóknu og
hvað má styðjast við af erlendum rannsóknum?
Um meðferð og nýtingu búijáráburðar verður aðeins lítið fjallað í þessu
erindi, enda verður það efni annarra erinda á þessum fundi.
Búfjáráburður hefur öldum saman verið mikilvægur í jarörækt og tilraunir
með búfjáráburð eru því smemma snar þáttur í jarðræktarrannsóknum. Frá því
fyrir aldamót og á fyrri hluta aldarinnar voru, svo dæmi sé tekið, gerðar í
Danmörku umfangsmiklar rannsóknir á búfjáráburði, sbr. Iversen (1952) og
Steenbjerg (1965) . Má af þeim rannsóknum nefna tilraunir þar sem búfjáráburður
er borinn saman við tilbúinn áburð og við ræktun án áburðar og hófust 1894 í
Askov, 1911 í Aarsiev á Fjóni. Samskonar tilraunir hófust í Rothamsted á árunum
1839-1856, (Waksman 1936, eftir Steenbjerg 1965, 2. bindi, s. 101). Til eru
niðurstöður úr tilraunum með eftirverkun búfjáráburðar sem spanna yfir tímabilið
frá 1852 -1911 (Salter og Schollenberger 1939, eftir Bouldin og fl. 1984).
Hér verður rætt um plöntunæringarefni í búfjáráburði, fyrst verður gerð grein
fyrir mæiingum á plöntunæringarefnum í búfjáráburði hér á landi og síðan íjallað
almennt um magn og nýtingu plöntunæringarefna í búfjáráburði eftir aðstæðum
og meðferð.
Rannsóknir á efnasamsetningu búíjáráburðar hér á landi eru ekki margar, en
þær umfangsmestu voru geröar á árunum 1940-41 og árið 1969.
27