Rit Búvísindadeildar - 01.07.1992, Síða 34
Annars vegar eru það efnagreiningar, sem Guðmundur Jónson (1942) lét
gera á Atvinnudeild Háskólans á sýnum sem tekin voru í fíestum sýslum landsins
veturinn 1940-1941. Sýnin voru af kúamykju, sauðataði og hrossataði, 14 talsins af
hverri tegund auk tveggja sýna af hænsnaáburði. Áður höfðu verið efnagreind 4
sýni af kúamykju og 7 af sauðataði.
Hins vegar eru rannsóknir Ríkharðs Brynjólfssonar (1978) á 39 sýnum af
sauðataði sem safnað var og efnagreind seinni hluta vetrar árið 1969 í Borgarfirði.
Sýni af búfjáráburði sem notaður var í tilraunum á Akureyri, Skriðuklaustri,
Hvanneyri og Reykhólum á árunum 1963-72 voru efnagreind eins og fram kemur
í grein Sigfúsar Ólafssonar (1979).
Efnasamsetning var rannsökuð nokkru nánar í einu tilviki, á taði sem notað
var í áburðartilraun á Hvanneyri 1978. Kannað var hve stór hluti af nítri væri
rokgjarn og leysanlegur með eimingu í vatni eða lút og kalsíum og magníum mælt
auk N, P og K, Friðrik Pálmason 1978.
Magn búfjáráburðar eftir grip
Mykja á dag eftir mjólkurkúna mældist eins og hér kemur fram, Guðmundur
Jónsson (1942):
Árið 1913: Alls 33,7 kg að vetri þar af 5,2 kg þvag
" 20,6 kg að sumri þar af 5,5 kg þvag
Árin 1940-41: 33,0 þar af 6,2 kg þvag
1. tafla. Magn búfjáráburðar eftir grip. Tekið saman eftir grein Guðmundar Jónsonar 1942.
kg/dag Innistöðutími kg/ári
Kúamykja 34 8 mánuðir* 10.500
Sauðatað 2 3-7 mánuðir 200-500
Hrossatað 20 II 2.000-5.000
Svínamykja 4 12 mánuðir 1.500
Hænsnaskítur 5
“Mykja yfir árið reiknast 10500 kg eftir kúna skv. mælingum 1940-41 og 10700 eftir kúna
miðað við mælingar 1913, Guðmundur Jónsson (1942). Innistaða var talinn 8 mánuðir og gert ráð
fyrir að kýrnar væru hýstar hálfan sólarhring á beitartíma, 4 mánuði.
28