Rit Búvísindadeildar - 01.07.1992, Page 41
tilbúinn áburður, mismunandi eftir meðferð taðsins. Miðað við þessa nýtingu og
mælingar á ammóníum- og amíð-N sem vitnað er til að ofan, virðist um það bil
1/4-1/3 af próteinbundnu N nýtast. Heildarmagnið er talið vera 0,8% N eða 80
kg N í 10 tonnum.
Leiðbeiningar miðast við efnamælingar í ferskum bútjáráburði og nýtingin
miðast við tap við geymslu og við dreifingu, umfram tap næringarefna í tilbúnum
áburði.
Um helmingur af N í ferskri kúamykju er í formi ammóníumsambanda, 1/4-
1/3 hluti N í saur er samkvæmt dönskum heimildum talinn vera í formi ammón-
íumsambanda og svo til allt N í þvagi, Steenbjerg (1965). Sé gert ráð fyrir þeim
hlutföllum saurs og þvags í mykjunni og því N-magni í saur og þvagi, sem reyndust
við heyfóðrunina (9. tafla), verður hlutfall ammóníumsambanda í mykju 49 - 54%
af heildar-N, nálægt helmingi. Þessi hluti er bæði auðnýttur og tapast auðveldlega.
Auk þess getur ammóníum losnað úr próteini við gerjun og þessi auðnýtti hluti
getur því verið meiri við góð geymsluskilyrði, en minni ef hætt er við tapi,
frárennsli er mikið og/eða mikil uppgufun.
Samsetning fljótandi mykju kemur fram í 12. töflu. Af heildar N eru 59-
76% nýtanleg. Um það bil helmingur af heildar-N er í formi ammóníum sem er
auðnýtt og um það bil fjórðungur af lífrænu N losnar við niðurbrot lífrænna efna.
12. tafla. Ni'tur, pH og þurrethi í fljótandi rnykju. Nítunnagnið er miðað við 10 % þurrefhi í
fljótandi mykju. Amberger o.fl. (1982) tilvitn. hjá Mengel og Kirkby (1978).
Uppruni PH Þurrefhi Heildar-N [ NH4 '10 tonn no3 Leysanlegt í lífrænum efhum % af heild
kgj
Nautgripir 7,5 620 44 19 spor 27 59
Svín 7,2 490 86 57 17 72
Hænsni 7,3 193 71 48 n 22 76
Níturlosunarröðm
Settar hafa verið fram hugmyndir um losun níturs úr búfjáráburði, sem
byggjast á því að:
(1) ólífrænt N (ammómum og nítrat) í búfjáráburði og sá hluti sem
losnar úr lífrænum efnum á fyrsta ári sé jafn nýtanlegt og N í
tilbúnum áburði.
(2) hægfara níturlosun eigi sér stað eftir það.
35