Rit Búvísindadeildar - 01.07.1992, Síða 42
Með svonefndum losunarröðum, "decay series" Pratt o.fl.1973, 1976
(tilvitnun hjá Bouldin o.fl.,1984)er átt við röð talna, t.d. 0,75 -0,15 - 0,10og 0,05
þar sem fyrsta talan táknar þann hluta af heildar-N í búijáráburði, sem losnar á
fyrsta ári og önnur talan táknar hve mikill hluti af því sem eftir verður frá fyrsta
ári losnar á öðru ári og svo framvegis. Reikna má með eftirfarandi losunarröð
mismunandi mykju:
Fljótandi, hátt hlutfall af ólífrænu N: 0.75 -0,15 -0,10 -OjOS
Mykja úr uppþornuðum haug: 0,45 -0,10 -0,05 -0j05
Sé upphaflegt magn 60 kg N í ákveðnu magni af mykju, sem ætlunin er að bera
á 1 ha, verður nýtanlegt magn á ha úr mykjunni eftirfarandi:
1. ár 2. ár 3. ár 4. ár
---------------kgN/ha--------------------------------
Fljótandi mykja 45 2,3 1,3 0,6
Opinn haugur 27 3,3 1,5 1,4
Miðað við venjulega notkun mykju á tún ættu því óverulegt magn af N að
losna eftir fyrsta árið.
Nfturjafnvægi kúabúa
f töflu 12 er þess freistað að meta níturjafnvægi á íslensku kúabúi.
Niðurstaða sambærilegrar samantektar fyrir dæmigert kúabú í New York
ríki í Bandaríkjunum (75 mjólkurkýr, 50 geldneyti, kvígur og kálfar) gaf svipaðar
niðurstöður,en nokkru minni hluti eða 70% af aðfluttu N hafði annað hvort
safnast fyrir í jarðvegi eða tapast, Bouldin o.fl. (1984). Mat á nítuijafnvægi í
fæðuframleiðslu í Bandaríkjunum í heild gaf sömu niðurstöðu, það er að 70%
aðfluttu N féll í þennan flokk.
Á vatnasvæði í Fall Creek í miðju New York fylki þar sem mestur hluti af
um 13 þúsund ha ræktun er gras, kom, maís og beitiland fyrir 6800 mjólkurkýr
var samsvarandi ótilgreindur hluti af aðfluttu N 45%.
Bouldin o. fl telja að allt að 75% af N í búfjáráburöi tapist, þegar á heildina er
litið, 20- 60% af N í kúamykju tapist fyrir dreifingu og við bætist svo tap eftir
dreifingu.
Tapið sem verður við geymslu og eftir dreifingu búfjáráburðar er mikið og
minnir á að margoft hefur verið sýnt fram á að meðferð búfjáburðar skiptir miklu
36